Mér finnst rigningin góð oho!

Veit að það er ekki tíska að fagna regninu og það veit sá sem allt veit, að "Tjallinn" gerir það til að mynda ekki eftir ósköpin síðustu vikurnar!
En þetta hreina og tæra regn sem byrjaði að falla hérna eftir hádegið og það að því mér finnst allavega, fullkomlega lóðrétt, vakti bara svei mér þá gleði í litla ræfilshjartanu mínu!
Laglínan "Mér finnst rigningin góð" vaknaði því ósjálfrátt í kollinum, lagið sem þó reyndar heitir "Húsið og ég" ljóð eftir hina þokkafullu leikkonu með meiru, Vilborgu Halldórsdóttur og flutt af Grafík!
Og talandi um Vilborgu, (er reyndar er með útvarpsþætti á rás eitt þessar vikurnar) sem lítið hygg ég að hafi verið á leiksviðinu í seinni tíð, þá minnist ég hennar á fjölunum hér nyrðra hjá LA, sérstaklega í vinsælli uppfærslu á "My Fair Lady" þar sem hún var einkar flott!
En ahh, nú á síðustu mínútum hefur smá æsingur færst í "Kára gamla" svo litla stund tekur að rennbltna í gegn!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband