"En þó var ekki öll nótt úti enn"!? - Málvitund hrakar.

Í makindum mestu og sakleysi, kúrði ég við sjónvarpstækið mitt fyrir nokkrum dögum og fylgdist með fréttum STöðvar 2. Þá voru í hámæli Bíladagarnir svonefndu hér í bæ, en ýmislegt gekk nú á, líkt og fyrir ári að þessir dagar voru fyrst að ég held haldnir.
Hin skelegga fréttakona, Lára Ómarsdóttir (Ragnarssonar) las réttina og taldi upp hina leiðu atburði er átt höfðu sér stað, slagsmál fyrir og inn á tjaldsvæðinu að Hömrum, árás á tjaldstæðisvörð og áreitni við lögreglu. Og svo kom þetta í lok upptalningarinnar, eitthvað á þessa leið!
"En þó var ekki öll nótt úti enn"!?
Nú er ég ekki einn af þeim sem eltist við allar villur sem hugsast geta hjá fjölmiðlafólki, en geri þá kröfu, að það komi sínum texta nokkuð sómasamlega frá sér. HItt er ég gagnrýnni á og hef satt best að segja meiri áhyggjur af, þegar málvitund þess og raunar allra annara, fer hreinlega að brenglast eins og í þessu dæmi!
Hér átti fréttakonan annars hin ágætasta, auðvitað við og taldi sig segja, að ekki væri allt upptalið enn af uppákomunum!
Að öll nótt sé ekki úti enn, hefur hins vegar allt aðra og jákvæðari merkingu, nefnilega að enn sé von á betrum, þar sem eitthvað lítur ílla út, þó útlitið sé dökkt, þá er ekki öll nótt úti enn!
Ætla ég bara rétt að vona, að Láru hafi nú verið bent á þetta, jafnvel að karl faðir hennar hafi tekið eftir og leiðrétt sína góðu dóttur!
Annað dæmi og miklu verra og útbreiddara, er hin "útíhött" kveðja, sem ég vil kalla svo, er t.d. starfsfólk hjá ýmsum fyrirtækjum og stofnunum hefur tileinkaðsér.
Nefnilega að svara kveðjunni "Þakka þér fyrir" með "Gjörðu svo vel"!?
Nú hef ég ekki hugmynd um hvernig þetta komst á í upphafi, en viðkomandi gætu alveg eins svarað mér þakkarkveðju t.d. "Það er út í hött"!
Það væri nefnilega jafnmikið út í hött!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband