Færsluflokkur: Enski boltinn

Sér er nú hver eyðslan!?

Ég verð nú bara að segja það í ljósi þess að að líkindum er um besta hægri bakvörðin í deildinni er að ræða og að summan til greiðslu verður ekki meiri en um rúmar 10 m. fyrst skuldin á Peter Crouch var enn ekki fullgreidd. Ef að likum lætur mun þessi drengur verða mikill styrkur fyrir Liverpool, haldi hann áfram að sýna þann styrk og getu sem vaxið hefur gríðarlega hjá honum sl. árin.
mbl.is Benítez ver ákvörðun sína um eyðsluna í Johnson
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og fellur þá í fimmta sinn?

Hann hefur allavega "afrekað" það að falla niður úr úrvalsdeildinni með fjórum liðum að ég man, Crystal palace, Wimbledon, Ipswich Town og Charlton Athletic. Svo spilaði hann eitthvað með Barnsley ef ég sömuleiðis man rétt, en í neðri deild.
Eins og málum er háttað þarna, er kappin úr Vestmannaeyjum, í það minnsta að taka áhættu á falli, allt í óvissu í hafnarborginni núna og einhver flótti brostin á marga af betri leikmönnum eða þeir á leiðinni að yfirgefa skútuna að fregnum að dæma.
En við sjáum hvað setur og vonandi er þetta rétt ákvörðun hjá fyrirliða íslenska landsliðsins!?
mbl.is Hermann tók tilboði Portsmouth
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skrattans skemmtiefni!

Möguleikin á að jörðin sé eftir allt saman flöt, er líklegri en að þetta spaug yrði að veruleika!
Og jafnvel þótt þetta væri yfir höfuð í kortunum hjá ammrisku gosunum til að redda fjárhagnum, þá yrðu ÖLL ÖNNUR félög líklegri sem á annað borð gætu greitt slíka upphæð, en MU!
Skil bara ekkert í mbl að vera að birta þessa dellu nema já sem skemmtiefni fyrir skrattan!?
Hins vegar spurning hvort blaðið/netmiðillinn, ætti ekki að íhuga að merkja svona fréttir undir slúðri, þetta er jú ekkert annað og miðillinn sem smíðar þetta líkt og t.d. Sun þekktur af slíku.
mbl.is United sagt íhuga tilboð í Torres
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mjög góður kostur!

Það er engum blöðum um að fletta, að Johnson er einn sá albesti já í sinni stöðu á Englandi í dag, svo mikill fengur yrði af honum fyrir LFC ef að líkum lætur. Ef krafan um ákveðið hlutfall innfæddra leikmanna kemst svo á fyrir alvöru, er þetta því einnig ekki síður góður kostur.
En Johnson á þó sem aðrir leikmenn ekki fast sæti víst ef hann kemur til Liverpool, allavega á meðan hinn spænski Alvaro Ardeloa er enn til staðar, þá verður mikil samkeppni um hægri bakvarðarstöðuna!
Upphæðin sem nefnd er í fréttinni er Storey er spurður, er þó ansi há þykir mér!
mbl.is Tilboð lagt fram í Glen Johnson
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glapræði!

Svo einfalt yrði það já, að láta þennan afbragðsleikman fara. Sá hollenski er ágætur og vissulega með reynslu í deildinni eftir dvölina hjá Chelsea og sá argentíski sömuleiðis eftir árin hjá MU, en hvorugur og þótt báðir kæmu auk peninga í viðbót, yrðu ekki skynsamleg skipti. Það er allavega mín sannfæring á þessum tímapunkti auk þess sem málin hafa bara þróast þannig, að leikmenn eru nú fyrir hjá LFC sem skipa þessar stöður sem þessir tveir spila jafnan,sem eru engu síðri ef ekki betri og í tilfelli vinstri bakvarðarstöðunnar (sem GH var ætlað fyrir ári að fylla sem frægt varð) eru eigi færri en þrír nú sem keppa um hana.
mbl.is Bjóða Liverpool Robben eða Heinze fyrir Alonso
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ofurraunsæisrugl!

Já, það er nú besta orðið sem ég finn í mínum hausgarm til að lýsa þessari sölu og raunar hinni fyrri fyrir nokkrum dögum líka til Real, á Kakao, brasilíska dáðadrengnum!
Hafi Chelsea keypt ´sér titla með ofurkaupum, hvað kalla menn þá þetta!?
Og það á að heita efnahagskreppa og hún ekki síst mikil á Spáni um þessar mundir!
En kannski mun þetta bara ekkert ganga upp, til dæmis gætu báðir og fleiri til, bara meiðst í sumar!?
En, þetta er ekki góð þróun og allt þetta gríðarlega peningaprang er að eyða hinu sanna gildi og tilgangi íþróttarinnar, ég er nú já dálítið hræddur um að það sé að gerast smátt og smátt og er nú ekki einn um þá skoðun!
mbl.is Staðreyndir um Ronaldo
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kemur nú vart til greina.

Nema þá kannski helst í skiptum fyrir hann sjálfan í staðin!?
Annars er þetta ekki ný ósk hjá hinum unga og frábæra Fabrekas, þeir Alonso miklir vinir minnir mig og gott ef ekki herbergisfélagar er spænska landsliðið kemur saman!?
Væri raunar rugl einu orði sagt, að færa einum af helstu keppinautunum Alonso, hann lék sem fleiri mjög vel í vetur og ég sé enga ástæðu fyrir LFC að selja hann.
mbl.is Fabregas vill fá Alonso til Arsenal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óraunhæft á flesta kanta!

Það finnst mér nú, fyrir það fyrsta að trúa því í alvöru ef marka má þessi orð, að geta unnið alla titlana á Englandi, ekki einu sinni "Fergie" blessaður, taldi það nú raunhæft aðspurður fyrir sl. tímabil, ef ég man rétt. (eða á því yfirstandandi)
og að vinna svo Meistaradeildina til viðbótar?
Svolítið ofurraunsæislegt verð ég að segja.
Tel raunar að mjög erfitt sé að spá um sigurvegara næsta árs, en til dæmis bara með afturkomu hans nú fyrrum liðs, AC Milan til leiks í henni eftir árs fjarveru og lið á borð við Liverpool, MU, Barcelona og jafnvel Arsenal, muni áfram verða mjög sterk og jafnvel sterkari en í ár, (áreiðanlega í tilfelli Arsenal) þá held ég að mjög erfitt verði fyrir Chelsea að bæta sinn besta árangur hingað til, komast í úrslitin 2008 gegn Mu, en tapa þar síðan svo sorglega sem raun bar vitni! (ótrúlegri óheppni fyrirliðans John Terry í vítakeppninni þar sem hann hrasaði í skotinu sem ella hefði orðið öruggt mark, en fór í stöngina!)
En liðið mun áfram auðvitað fara langt og gæti alveg unnið fleiri en einn titil á heimavígstöðvunum, ekki skal dregin fjöður yfir það, en þó stór og mikil markmið séu auðvitað sjálfsögð, þá verður að fylgja þeim eitthvert raunsæi.
Held svo annars fyrir næsta tímabil í Englandi, að lið á borð við Aston Villa, Everton og Tottenham einkum og sér í lagi, geti vart annað en bætt sig, svo keppnin verður hörkuspennandi sem aldrei fyrr næsta vetur. peningar eru að vísu ekki miklir hjá hinu Liverpoolliðinu, en samt, topp 8 er áreiðanlega áfram merkmið á Goodison. Og mikið saknaði liðið Phil Jakielda í vörninni gegn Chelsea fyrir viku, munaði svo sannarlega um minna í hans tilfelli. Held ég að þessi leikmaður sé tvímælalaust einn af þeim althygliverðari frá vetrinum af bresku bergi.(enda vann hann sig inn í enska landsliðið)
Man. City verða líklega mesta spurningarmerkið,alveg ómögulegt að segja hvort liðið nær betri árangri, en ekki skortir mannskapin að búa til lið sem gæti allavega farið að berjast um Meistaradeildarsæti, þarf bara að hrista hann mun betur saman og þá spurningin hvort Mark hughes er rétti maðurinn til þess!?
"Vinaliðin mín" Stoke og Sunderland heldu bæði sætum sínum, Stoke raunar mjög óvænt, en sannarlega með slíkum glæsibrag að engan óraði held ég fyrir.Sunderland bjargaði sér á síðustu stundu og nú lítur út fyrir að bjartari tímar gætu verið framundan, Steve Bruce komin í brúna og verður mjög spennandi að sjá hvort hann gerir betur en gamli félagin hans hjá Mu, Roy Keene, gerði. RK byrjaði raunar mjög vel, en undan honum fjaraði svo sem kunnugt er fyrr á nýliðnu tímabili. Félagið með þeim stöndugari í deildinni, ætti því að geta fest sig aftur betur í sessi meðal þeirra bestu.
mbl.is Ancelotti ætlar að vinna Meistaradeildina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heppni um heppni..!

Hlutfall heppninnar er nú að verða ærið stórt í hugsanlegum meistaratitli MU og það meira en góðu hófi gegnir, ekki góð auglýsing fyrir ensku deildina ef raunveruleg geta ræður minna úrslitum í samanburði við hana og nokkur afdrifarík mistök dómara á seinni stigum!
En ekki er allt búið enn, nokkur hasar eftir og engin gefst upp fyrr en úrslitin eru endanlega ljós og engin ástæða til heldur!
Ei tókum vér eftir því, en hvernig skildi sá Argentiski hafa fagnað markinu sínu núna, með því að setja fingur á augnlok og hvarma og glenna þau upp kannski?
Ef það var þá ekki tómt bull að bæði Cevez sjálfur og Liverpool hefðu gagnkvæman áhuga núna á samstarfi, þá er það 99,99% öruggt að peningar finnast til að kaupa hann hjá MU og hef ég þá í huga alla geðshræringuna sem það olli er bakvarðartetrið hann Heinse vildi fara til Liverpool, en fékk ekki og fór til Real Madrid!
Ætli Ferguson fengi ekki æði fyrir lífstíð ef það myndi gerast að CC færi til Bítlaborgarinnar?
mbl.is Man.Utd stigi frá meistaratitlinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Þú ert betur að þessu komin en nokkur annar drengur"!

En auðvitað tekur þessi framúrskarandi íþróttamaður þessum mikla heiðri með gógværð og sanngirni og undirstrikar þannig enn frekar verðleika sinn!
En finnst raunar út í hött að þeir Giggs og rooney hafi í sannleika komið svo mjög til greina, jú báðir mjög góðir leikmenn og Giggs ekki hvað síst allrar virðingar verður innan vallar sem utan, en hann hefur vart byrjað inn á nema í einvherjum 15 leikjum eða svo, eins og einmitt John barnes benti á fyrir nokkru, svo alveg nóg og rúmlega það var að leikmenn skildu vera svo góðir við hann í virðingarskyni meir en hitt, að velja hann leikmann ársins!
En enn meira rugl finnst mér hefði verið að velja Rooney, jú hefur auðvitað staðið sig vel og skorað slatta, en hefur ví miður ekki enn náð að þroskast og kunnað fótum sínum forráð hvað hefðun innan vallar sem utan varðar. Frank Lampard hjá Chelsea eða jafnvel vidic hefðu talist verðugari að mínu mati ef svo hefði borið undir.Og sem "Endurkomu ársins" er erfitt að gera upp á milli til dæmis Essien og Drobba hjá Chelsea, hvor á sinn hátt átt eftirminnilegar endurkomur, bæði eftir bland meiðsla og annara vandræða.

En Gerrard er án vafa leikmaður ársins og sömuleiðis einn allrabesti ALHLIÐA leikmaðurinn í dag.


mbl.is Gerrard: Svolítið hissa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband