Færsluflokkur: Lífstíll
26.6.2009 | 22:04
Omar er minn maður, Blússnillingurinn frá Texas!
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 22:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
17.6.2009 | 16:56
Bara tylliástæða!
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 17:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
4.6.2009 | 23:34
Nýja þingkonan Ólína "Á vængjum söngsins"!
http://olinathorv.blog.is/blog/olinathorv/entry/888213/#comments
Setti línur við góða færslu hjá vinkonu minni og nýja þingmanninum henni Ólínu og slóðin hér að ofan vísar til.
Þess skal svo getið, ef einhver skildi ekki vita, að Ólínu er einmitt ásamt svo mörgu öðru til ista lagt,að geta sungið dável!
Varla yrði vá á þingi,
en veislukostur sannur gjörður.
EF létt og kát þar "Lóan" syngi,
líkt og Árni J. og Mörður!
En myndi að sjálfsögðu gera það miklu betur, ef hún fylgdi einhvern tíman í fótspor ÁJ og Marðar Árnasonar og syngi í ræðustól alþingis!
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.6.2009 | 23:01
Allir að lesa, hér kemur fyrirtaksblaður um frábæru sveitina BEST FYRIR og nýju plötuna þeirra, "Á augnabliki lokar þú augunum"
Fyrst staðreyndavaðall:
Ný plata Best fyrir - Á augnabliki lokar þú augunum, gefin út í apríl, um páskaleitið.
Fyrri plata, Lífið er aðeins þessar stundir og kom hún út 2003.
Tveir upprunastofnendurnir sem enn eru til staðar, Brynjar DAvíðs söngvari og Elmar Eiríks kassagítarleikari, fengu til liðs við sig á nýju plötunni góðan hóp aðstoðarmanna, Matta Matt, (sem fyrst varð auðvitað þekktur sem söngvari hinnar rosalegu reggaesveitar, Reggae On Ice, en hefur síðar m.a. sungið með Pöpum og gefið út einherjaskífu) Eyþór inga (Söngkeppni framhaldsskólanna sigurvegari og einnig í "Bandinu hans Bubba") Helga Þórs, dáðadreng innan úr firði Eyja, (skógræktarfrömuður og útgefandi af óteljandi plötum með sveitinni sinni, Helga og hljóðfæraleikurunum) jálkim og "Rimlarokkaran" frá Ísafirði Rúnar þór, Jónínu Björk, Hans Guðmundsson nikkara og síðast en ekki síst Rúnna heitin Júll, sem þarna hljóðritaði sitt síðasta lag fyrir plötu, Ég þrái að lifa.
Þau sex fyrsttöldu syngja sitt hvert lagið á plötunni, en Brynjar gaular restina að mestu.
Elmar Sindri á flest lögin og texta, en Brynjar eitthvað líka.
Sveitin var stofnuð 1995 og gerjaðist nokkuð svo í kringum skólabrölt drengjanna og ýmisa félaga þar og í hinu "Tilgangsbrölti lífs þeirra" á unglingsárunum, knattspyrnuiðkun með hinu STÓRFENGLEGA félagi ÞÓR!
Aðrir í sveitinni nú: GuðmundarA. pálmason á gítar,Trommarinn Sverrir Freyr Þorleifsson, og bassaleikarinn Bergþór Rúnar Friðriksson.
Upptökustjórn var í höndum Gunnlaugs Helgasonar. (bassaleikara með pöpunum) og fór hljóðritunin fram í hans eigin tækniveldi í Ólafsfirði. (þið vitið, í bænum sem fóstraði skíðasnillingin Kristin Björns og fleiri slíka og þar sem framleitt var besta snakk í heimi einu sinni, úr fiski!?)
Hvernig svo platan er?
Hún er rokkuð á köflum, þó rólegri meira. Hún er á svona "Fullorðinsnótum", ekki fyrir heimskingja sem halda að lagatextar eigi að fjalla bara um ást og/eða að komast yfir næstu píu.
Hún er þvert á móti hlaðin nokk svo innihaldsríkum textum um lífið og tilveruna, eða eins og strákarnir sögðu einvhers staðar sjálfir,fjalla um lífsins gangin nánast frá vöggu til grafar!
Hún er auðvitað merkileg fyrir marga hluta sakir, ekki aðeins fyrir það að plötur með akureyriskum listamönnum eru orðnar næstum því jafn sjaldgæfar (eða sjaldséðar) eins og hvítir hrafnar, heldur auðvitað og ekki síst vegna "Svanasöngs" Guðmundar Rúnars J'ulíussonar á henni, eðalmennisins sem alltaf stóð eitt hundrað prósent við sitt og ég var svo heppin að kynnast nokkuð!
Bara vegna þessa tvenns ætti hún skilið að seljast í bílförmum, ef hún hefur þá ekki þegar gert það!?
Ég nenni annars ekki né vil, fara að segja að ein lög séu betri en önnur, hef skipt um skoðun hingað til auk þess sem reynslan kennir manni, að í hnotskurn er tónlist yfirleitt skemmtileg eða leiðinleg.
Og Best fyrir eru nei ekki leiðinlegir, svo hypjið ykkur bara sem ekki eruð búin að því, að kaupa þennan merka grip þeirra!
Það er m.a. hægt hjá sveitinni sjálfri til dæmis, nú eða með nýmóðinshætti gegnum tonlist.is, þar sem fyrri platan er líka fáanleg.
bestfyrir.blog.is
Þarna og víðar má finna frekari og betri upplýsingar um bandið og drengjanna brölt.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.4.2009 | 16:23
Til hamingju, FRÖKEN RAUFARHÖFN!
Sérstök ánægja já að senda þessari bloggvinkonu minni heillaóskir í tilefni dagsins!
Aldeilis Kolla er kná,
kona, hér má nú sjá.
Fjöl- hún svo hæf,
hugljúf og gæf
og uppfull af athafnaþrá!
Þetta bara svona eitt tilbrigði í viðbót við hrifningarstef henni til handa!
Kolbrún varaformaður Frjálslyndra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.3.2009 | 20:04
Árni Helga!
Í fréttum RÚV áðan kl. 7 var sagt frá því að á laugardaginn var hefði bindindisfrömuðurinn og sjálfstæðismaðurinn dyggi með meiru, árni Helgason, orðið 95 ára hefði hann lifað.
bjó Árni seinni hluta ævinnar í Stykkishólmi og þar var um helgina hafldið ungmennaskákmót í minningu hans. (semsagt ekki bara landsfundur Frjálslynda flokksins þar í bænum um helgina)
ÉG er nú bara að reifa þetta, því á meðan fréttinni stóð, rifjaðist upp að Árni var líka góður hagyrðingur og orti meðal annars mjög fræga vísu um þá dellu sem margur gengur með (og þá reyndar ekki hvað síst hægrimaðurinn) að hófdrykkja sé skynsamlegt og æskilegt fyrirbrigði!?
Læt ég hana koma hér til gamans.
hófdrykkjan er heldur flá,
henni er íllt að þjóna.
Hún er bara byrjun á,
að breyta manni í róna.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
6.3.2009 | 15:09
Menn eiga bara að "hjálpa sér sjálfir" ef ekki vill betur!
Ekki aðeins hefur mér lengi þótt siðferðilega rangt að kaupa sér blíðu einhverrar kvinnu (nú eða karls þá í þeim tilvikum sem það getur átt við) heldur finnst mér það bara ósköp mikill aumingjaskapur að leggja í slíkt!
Ekki þó eins og margur myndi kannski álykta, vegna ótilgreinds ófríðleika, fötlunar eða einvhers annars, heldur bara finnst mér það andlegur aumingjaskapur hreinn og klár. Eru þeir sem þannig eru þenkjandi og stunda slíkt ílla komnir og ættu já bara sem best frekar að "geta hjálpað sér sjálfir" með handaflinu og fleiru, frekar en leggjast svo lágt!
Sjálfsfróun er annars svo holl og góð almennt talað og það vita nú líka flestir sæmilega velgefnir einstaklingar!
En semsagt, líkt og með að leyfa ekki sölu á bjór og léttvíni í matvörubúðum, er ég alveg með á því að kaup á vændi verði ekki leyfð heldur.
Skora á stjórnvöld að leggja bann við vændiskaupum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
27.2.2009 | 22:53
Hamingjustund hláturtauga minna!
Að ástandið í íslenskum stjornmálum þessa daga líkist engu öðru meir en farsa eftir ítalska leikritasnillingin Darrio Fo, er bara nærri lagi svei mér þá!
En ef þetta er raunin og Kristinn H. er virkilega komin aftur í B, þá er nú rétt eins og í fylgisaukninguna frá landsfundinum, heldur betur tekið að slá í "hina nýju Framsókn" eða hvað?
Annars vil ég svo sömuleiðis segja þetta hafi Kristinn aftur gerst liðsmaður gamla bændaflokksins.
Kostulegi Kristin H.,
kempum öðrum rammari.
Stefnir núna alþing á,
sem AFTURBATA-FRAMARI!?
Kristinn H. genginn í Framsókn? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
17.2.2009 | 23:03
Lætur ekki deigan síga, karlinn hann Pétur!
Nei, þó komin sé vel yfir sextugt barnakarlinn mikli, þá vílar hann ekki fyrir sér að dufla við dömurnar og þá ekki minni skutlu en sjálfa Siv!
Maður er hreint ekki hissa,
hérna við þessi skrif.
Eitthvað sé Pétur að pissa,
pínu utan í Siv!
Pétur Blöndal styður stjórnlagaþing | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
15.2.2009 | 00:45
Öðru nær!
og fátt þykir mér meir til gleði fundið en að strá fögrum orðum um mig fléttuðum í vísnasveig, til að ganga í augun á þessum elskum!
Stundum tekst mér meira að segja að "Afklæða þær" líka við slík tækifæri og mér hefur gengið sem best!
Eru það sannkallaðar UNAÐSTUNDIR!
Engin kreppa í ástarlífinu? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Pælt um heima og geima
Eldri færslur
- Desember 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Janúar 2013
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Bloggvinir
- Jens Guð
- arnar valgeirsson
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Big Fats Slim
- Blúshátíð í Reykjavík
- Brynjar Davíðsson
- Einar Bragi Bragason.
- Eva Benjamínsdóttir
- Eygló
- Gulli litli
- Heiða Þórðar
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Hildur Sif Thorarensen
- Hlynur Hallsson
- Hólmdís Hjartardóttir
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristinn Halldór Einarsson
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Oddur Helgi Halldórsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Rannveig H
- Sema Erla Serdar
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sjónstöð Íslands
- Solla Guðjóns
- Steingrímur Helgason
- Svala Jónsdóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Vefritid
- Víðir Benediktsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar