Færsluflokkur: Pepsi-deildin
27.9.2008 | 18:04
Ótrúlegt klúður Keflvíkinga, en til lukku Hafnfirðingar með sigur á mjög skemmtilegu Íslandsmóti 2008. Dæmið frá 1989 snérist við!
Um eða rétt eftir miðjan seinni hálfleik er ég fylgdist vel með, var ekkert sem benti til þessa, ÍBK að vinna Fram 1-0 og FH jú líka að vinna Fylki, en aðeins með einu marki. Vonbrigði suðurnesjamanna finnast svei mér þá alla leið hingað norður og pínu kenni ég í brjósti um Kristján þjálfara þeirra, þjálfaði jú Þór með þokkalegum árangri fyrir nokkrum árum! En rosaleg lok já og óvænt á í heild mjög skemmtilegu og frísku Íslandsmóti karla, fjölgunin í deildinni greinilega til góðs, allavega í þessari fyrstu atrenu! En mikið held ég að Heimir Guðjóns þjálfari FH hugsi hlýtt til hans Þorvalds Örlygs, Todda, þjálfara Fram, en ég man nú ekki betur en þeir hafi spilað saman í KA um árið, en gæti þó misminnt um það! Ogogog, FH-ingar sem komnir eru nokkuð á legg og muna 19 ár aftur í tíman, vilja nú sjálfsagt meina að réttlætinu hafi verið fullnægt, en þá voru þeir sjálfir einmitt í sömu stöðu eða svipaðari og ÍBK nú! Þá var andstæðingurinn einmitt sá sami og í dag, Fylkir, en líkt og Keflvíkingar á sínum heimavelli, töpuðu þeir og já einmitt KA vann sinn fyrsta og eina Íslandsmeistaratitil! Og hverja skildu þeir bláu hafa unnið? Jú einmitt (aftur og enn) ÍBK þar sem Jonni Kristjáns skoraði m.a. síðasta markið man ég! Skemmtileg söguleg hliðstæða ekki satt!?
FH Íslandsmeistari 2008 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 18:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
28.5.2008 | 16:31
Guðjón er samur við sig!
Lætin með Guðjón Þórðar nú snemma í Íslandsmótinu koma ekki beinlínis á óvart, maðurinn ekki bara einn snjallasti þjálfari sögunnar heldur líka skapmaður mikill og situr sjaldnast á sér sem kunnugt er.
Nú þegar vorið er vaknað af dvala
og vermir grænkandi bala
Byrja boltamenn,
bröltið enn
Og auðvitað Gaui að GALA!
Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 21:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
17.5.2008 | 00:30
Já, fyrsti stafurinn í orðinu fótbolti er F!
Og hvað með það? Jú, sjáið þið til, Íslandsmótið í fótboltanum hófst um sl. helgi og það með látum! Rúmlega 20 mörk skoruð í fyrstu umferðinni og allt á útopnu. Ekki alveg sama fjörið í annari umferðinni sem spiluð var á þriðjudags- og miðvikudagskvöldið, en samt hörkufjör og bendir ekkert til annars en þetta mót með nú 12 liðum verði hið skemmtilegasta. En semsagt, fyrsti stafurinn í fótbolta er F og svo vill skemmtilega til, að einn þriðji liðana í deildinni heita nöfnum sem einmitt byrja á F! Og.. þrjú af þeim byrja svo í ofanálag með látum, hafa unnið báða fyrstu leikina, Fram, FH og Fjölnir! Þessi byrjun kemur kannski ekki mjög á óvart hjá FH, liðið verið í fremstu röð í mörg ár sem kunnugt er og kannski ekki heldur með Fram miðað við góða frammistöðu í innanhússleikjunum í vetur og vor. En byrjun Fjölnis kemur vissulega á óvart og það þótt liðið hafi slegið í gegn í fyrra, farið upp og svo náð alla leið í bikarúrslitaleikin, þar sem liðið tapaði naumlega fyrir FH í framlengingu.Sigurinn á KR var auðvitað sérstaklega athygliverður og til frásagnar. SVo er auðvitað gaman fyrir norðlendingin að segja frá því og sjá, að þjálfarar liðana eru héðan og báðir manni kunnugir frá gamalli tíð. Toddi til skamms tíma skólabróðir í VMA og Ási, Ásmundur ARnarson, fylgifiskur margra minna vina í fótboltanum frá því hann var polli.(eðalmennið faðir hans, Arnar Guðlaugs þjálfaði m.a. marga yngri flokka Þórs í handbolta og vann með þeim einhverja titla) Virkilega gaman að sjá þessum drengjum ganga vel og vonandi verður svo áfram. Liverpoolklúbburinn. Svo má ég til með að gleðjast líka fyrst fótbolti er hér á dagskrá, að annar gamall skólabróðir, frændi og eðalmenni með meiru, Árni Þór Freysteinsson, var í vikunni kjörin í varastjórn Liverpoolklúbbsins. Það þykir mér nú bara stórfrétt og litlu minni en að frændi hans og minn líka, Heimir Örn handboltakappi Árnason, hafi verið útnefndur leikmaður ársins og hann svo haldið upp á það með því að ganga aftur í Val. (hann og Árni Þór bræðrasynir) Maðurinn sem reyndar tapaði fyrir árna og fyrstu konunni sem kemst í stjórn hjá klúbbnum, heitir reyndar líka kunnuglegu nafni, Héðinn Gunnarsson, eða því sama og enn einn gamall skólabróðir og æskufélagi, en ei veit ég hvort þetta er sá Héddi sonur Ninnýjar sem ég þekkti!?
Pepsi-deildin | Breytt 19.5.2008 kl. 21:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Um bloggið
Pælt um heima og geima
Eldri færslur
- Desember 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Janúar 2013
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Bloggvinir
- Jens Guð
- arnar valgeirsson
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Big Fats Slim
- Blúshátíð í Reykjavík
- Brynjar Davíðsson
- Einar Bragi Bragason.
- Eva Benjamínsdóttir
- Eygló
- Gulli litli
- Heiða Þórðar
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Hildur Sif Thorarensen
- Hlynur Hallsson
- Hólmdís Hjartardóttir
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristinn Halldór Einarsson
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Oddur Helgi Halldórsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Rannveig H
- Sema Erla Serdar
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sjónstöð Íslands
- Solla Guðjóns
- Steingrímur Helgason
- Svala Jónsdóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Vefritid
- Víðir Benediktsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar