Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
26.4.2009 | 04:05
Kosningablaður og kviðlingur til Ólínu!
Eins og allt stefnir í nú, eru úrslit kosninganna þau allramest sögulegustu líkast til á lýðveldistímanum að minnsta kosti.
D geldur sitt mesta afhroð frá upphafi.
Í fyrsta skipti ná tveir flokkar sem allavega í margra skilningi teljast til vinstri, meirihluta.
Í fyrsta skipti svo ég man a.m.k. bæta heilir þrír flokkar bæði úr stjórn og stjórnarandstöðu við sig fylgi auk þess sem nýtt framboð, Borgarahreyfingin nær glæstum árangri líka, fimm mönnum á þing.
Í fyrsta skipti í manna minnum er D ekki stærsti flokkurinn á þingi, Samfylkingin orðin langstærst.
Þetta eru svona nokkrir punktar sem koma í hugan nú síðla nætur og eru ásamt sjálfsagt fleirum, merkilegir sem kosningarnar sjálfar auðvitað í öllu sínu veldi!
Tvennt þykir mér annars svo heldur leitt við úrslitin, örlög Frjálslynda flokksins, sem bæði hafði og hefur haft um margt ágæta stefnu, en eyðilagði að líkum mest fyrir sér sjálfur með miklum innbyrðisdeilum og öðru rugli. Ekki vantar þó heldur gott og frambærilegt fólk í flokknum, m.a. hana Kollu vinkonu mína og aðra hana frú Cesil fyrir vestan að ógleymdum Jens Guð svo nokkur séu nefnd. Því ekki loku fyrir það skotið að enn geti flokkurinn átt sér líf og endurkomu aftur á þing. Hitt er svo árangur B, sem sannarlega er á skjön við afhroð D. Raunar óskiljanlegt hví flokkurinn bætir við sig í ljósi fortiðar hans og óljóss tilgangs fyrir þjóðina, en aðrir spakari en ég kunna kannski að útskýra þetta betur!
Ólína fékk þessa kveðju frá mér er ljóst var í hvað stefndi og skoðast hún sem nokkurs konar svar við lítilli spurnarvísu hennar sjálfrar frá því á kosningadagsmorgninum!
Fallin dómur, fagurt ómar,
fyllsti sómi er.
Þýður rómur, þinn senn hljómar,
þing svo ljoma fer!
Ólína: Kvótakerfið og ESB brenna á fólki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.4.2009 | 17:19
Þokkalegur!?
ffroðusullið gellandi
Björn já bulluvellandi,
bloggar drullu hellandi!
Þvermóðska Jóhönnu gerði hana að forsætisráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.4.2009 | 00:30
Lengi er von á EINUM! (ef ekki fleirum?)
Frjálslyndir með 9,3% í NV | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.4.2009 | 21:13
Tímamótasamþykkt!
Hef áður sagt þá meiningu mína, að það séu yfir höfuð ílla haldnir eymingjar sem geta ekki fundið kynlífsórum sínum heilbrigðari farveg eða fundið þeim svölun á virðingarverðari máta, en að kaupa annara líkama til þess.
Nú orkar flest tvímælis þá gert er og lagasetning sem þessi ekki fullkomin frekar en önnur mannanna verk, en mér finnst þetta sýna vilja til að leggja ávkeðna línu siðferðis hjá löggjafarvaldinu og slíkt er alltaf ákveðið fagnaðarefni.
Eins og með fleira þessa dagana, ekki mikil reisn yfir D liðum í þessu, taka annað hvort ekki afstöðu eða eru á móti! Væri út af fyrir sig fróðlegt að heyra sterk og haldbær rök þeirra þriggja sem voru á móti og sömuleiðis að vita hverjir þetta voru. Hef nú ýmsa grunaða auk þess sem auðvitað er hægt að sjá þetta inn á alþingisvefnum, en nenni ekki að eltast við það.
Kaup á vændi bönnuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.4.2009 | 23:23
Sjaldan er góð vísa of oft kveðin!
Satt og logið, sitt er hvað,
sönnu er best að trúa.
En hvernig á að þekkja það,
þegar flestir ljúga?
ÉG held að miklu meir sé heldur ekki við þetta að bæta, allavega ekki í bili að minnsta kosti!
Segir báða framkvæmdastjóra hafa vitað af styrkjunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.4.2009 | 16:38
Fórnarlamb!
Svo trúa menn í alvöru að þetta eða að nú eftir þetta hörmungarsjónarspil og alla tregðuna til margra ára um að opna bókhaldið, það muni endurnýja traust á flokknum að opna allt í hvelli nú!?
Kannski mun það skora eitthvað hjá einhverjum, en á það skal minnt, að traustið var fyrir löngu víkjandi áður en þessi ósköp komu upp, sem reyndar flestum svo nema Sjöllum sjálfumm kemur ekki á óvart. Reyndar eru þau viðbrögð sem flest önnur þeirra margra, ekki sérlega skynsamleg né trúverðug, en það kemur heldur ekki svo mjög á óvart, þannig bregðast menn jafnan við þegar þeir verða skyndilega uppvísir að "óknyttum", vita þá vart sitt rjúkandi ráð og bregðast þar að leiðandi óviturlega við.
Öll kurl eru svo ekkert komin til grafar, kæmi ekki á óvart þótt fleira kæmi í framhaldinu og fórnarlömbunum fjölgaði!
SVo eru gamalkunnir andstæðir pólar farnir að berast á banaspjót, Sveinn Andri Guðlaugarmaður og Björn Bjarna skipst á "sendingum" á netinu, ekki versnar það nei "gamanið" við það!?
Andri hættir störfum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.4.2009 | 20:54
Alltaf í boltanum!
Mér er enn minnisstætt frá landsfundi D fyrir um hálfum mánuði tæpum, er konan sem hér tjáir sig, kom í ræðustól endurkjörin sem varaformaður og hamraði m.a. hvatningarorðin um að nú myndu þau, flokkurinn og nýji formaðurinn bjarni aldeilis "klára dæmið" saman!
Ansi kunnuglegur "frasi" úr íþróttunum, enda vel að merkja boltar ýmsir stór þáttur bæði fyrr og nú í lífi hennar og BB, fv. sparkara í STjörnunni í Garðabæ.
og áfram skal haldið í sama dúr og það þrátt fyrir að hún og BB séu svo vel að "klára dæmið á heimavelli" að þau muni gjalda þar mesta tap í manna minnum saman með flokknum! Auðvitað hálfur mánuður í kosningar enn og það sannarlega langur tími í stjórnmálum, en útlitið er ekki bjart og ekki nokkur maður hissa á því þessa stundina!
Hamingjan má vita hvort á bakvið þessar greiðslur sem nú eru komnar upp á yfirborðið,séu enn verri hlutir sem margur hefur nú verið að setja í hugsanlegt samhengi, en hvað sem því líður er D flokkurinn orðin uppvís að þvílíkri hræsni og sjálfsniðurlægingu, að vart hefur áður gerst, allavega ekki á seinni árum.
Þorgerðar er þvílíkt næmi,
þykist bara geta, daman,
kannski þetta KLÁRAÐ DÆMI,
á kjaftæðinu einu saman!?
Engu er líkara, en hún telji og trúi því að þessu viðtali að dæma.
Hvítþvegin bleyjubörn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.4.2009 | 16:23
Til hamingju, FRÖKEN RAUFARHÖFN!
Sérstök ánægja já að senda þessari bloggvinkonu minni heillaóskir í tilefni dagsins!
Aldeilis Kolla er kná,
kona, hér má nú sjá.
Fjöl- hún svo hæf,
hugljúf og gæf
og uppfull af athafnaþrá!
Þetta bara svona eitt tilbrigði í viðbót við hrifningarstef henni til handa!
Kolbrún varaformaður Frjálslyndra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.3.2009 | 16:35
Endurreisn til fortíðar!
Húrrahúrrahúrra fyrir gamla góða D flokknum!
Fram er komin formaður
úr fortíðinni.
Drekka skulið dýrt hans minni,
svo drottni ríkt í eilífðinni!
Fulltrúi fjölskyldnanna fjórtán og Engeyjarættarinnar er þá aftur komin til æðstu valda, ef það er ekki afturhvarf ti fortíðar, þá er það ekki til! En hvort endurreisnin torræða mun í raun og sann nást nú, ja, það er aftur annað mál, að í fylgsnum fortíðar geti falist framtíð svo björt!? En niðurstaða skýrslu endurreisnarnefndarinnar var, að "fólkið brást en ekki stefnan". Þá kom Geir og sagði að svo væri ekki, heldur hefði stefnumörkunin um dreifða eignaraðild á bönkunum, brostið og á því bað hann flokksþingheim afsökunar fyrir sína parta. Síðan var það Davíð í gær, sem ekki bara bar sig að jöfnu saman við frelsarann Jesú Krist, heldur kallaði nefnda skýrslu hrákasmíð og gerði lítið úr formanni skýrslugerðarinar í leiðinni, vilhjálmi Egilssyni. Í morgun kom Geir aftur og sagði að orð gamla formannsins væru ómakleg hvað varðaði vilhjálm og skýrslugerðarmenn aðra, þannig að allt er bara komið í hring! En þegar þetta er skrifað er enn eftir að kjósa formann til vara, "Hringa-vitleysan" kórónast kannski þar, ef Kristján Þór fer eftir allt gegn Þorgerði, þó hann hefði margítrekað að hann vildi bara í formannin, en segði samt í leiðinni, að í pólitík væri ekkert ómögulegt eða útilokað!? En semsagt, eitt sinn var BB og nú aftur BB, en ekki björn Bjarnason eins og leynt og jóst var markmið stórs hóps í flokknum, heldur Bjarni Ben. Það tókst á einum sjö árum með hann, sem ekki tókst hjá birni á einvherjum 18 ára ferli!
Bjarni kjörinn formaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.3.2009 | 20:56
Limra!
örlögin ógurleg,
eru á þennan veg.
Kaldir og kramdir,
á kross erum lamdir
Jesus Kristur og ÉG!
(Hugmyndin af síðustu línunni kemur vitaskuld utanað frá, samnefnd ljóð orti Vilhjálmur frá Skáholti ef mig misminnir ekki!)
Vilhjálmur: Ómakleg ummæli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Pælt um heima og geima
Eldri færslur
- Desember 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Janúar 2013
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Bloggvinir
- Jens Guð
- arnar valgeirsson
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Big Fats Slim
- Blúshátíð í Reykjavík
- Brynjar Davíðsson
- Einar Bragi Bragason.
- Eva Benjamínsdóttir
- Eygló
- Gulli litli
- Heiða Þórðar
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Hildur Sif Thorarensen
- Hlynur Hallsson
- Hólmdís Hjartardóttir
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristinn Halldór Einarsson
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Oddur Helgi Halldórsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Rannveig H
- Sema Erla Serdar
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sjónstöð Íslands
- Solla Guðjóns
- Steingrímur Helgason
- Svala Jónsdóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Vefritid
- Víðir Benediktsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar