Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
6.1.2009 | 12:03
Frumhlaup eða framsýni?
Ég get nú sjálfur ekki alveg gert mér grein fyrir því!
Hef lengi haft mætur á Guðmundi Steingrímssyni, fundist hann fyrst og síðast mjög geðþekkur og skemmtilegur strákur með hæfileika á mörgum sviðum, t.d. í tónlist og á ritvellinum. Þá virtist hann ásamt til dæmis sínum gamla vini, Degi B. Eggertssyni m.a. ungra manna og kenna, eiga bjarta framtíð í S og vera einn þeirra sem væru líklegir til að gegna þar forystuhlutverki í innan ekki langs tíma!
En engin veit sína ævina og sannarlega ekki þá pólitísku, eins og þessi tíðindi sanna!
Í því öldu´róti sem staðið hefur sl. mánuði þar sem S hefur staðið í stórræðum sem annar stjórnarflokkanna, er það vel skiljanlegt að maður með miklar hugsjónir eins og Guðmundur hefur, og sterkar tilfinningar í til dæmis virkjanna- og stóryðjumálum, hafi farið að hugsa sinn gang og svo ákveðið að segja sig úr áhöfninni.
En mér finnst nú öllu erfiðara að skilja hví Guðmundur stekkur strax á annað skip í stað þess að staldra við og sjá hverju fram vindur og hvðí þá hann skuli velja B!?
Endurreisn já, að Framsókn verði þá aftur gamli bændaflokkurinn kannski sem faðir hans Teingrímur og áður afi hans, Hermann Jonasson, lifðu og hrærðust í og áttu mikin þátt í að móta stefnu sem formenn?
VArla gerir Guðmundur ráð fyrir því, það er auðvitað ljóst, en varla á hann þá heldur von á að flokkurinn umbreytist frá því að hafa stóryðjuna og virkjanirnar á oddinum, eitthvað minna en til dæmis Samfylkingin sem hann er nú að yfirgefa?
Og hvað með fortíðina, bara þá sem næst er, ábyrgð B á ástandinu sem nú ríkir og glæpsamlegum ákvörðunum satt best að segja eins og farsinn og aumingjahátturinn varðandi lögin á öryrkja, fjölmiðlafrumvarpsruglið og fleira?
Hefur eða verður uppgjör hjá flokknum gagnvart því farið fram eða er partur af einhverri uppbyggingu og er yfir höfuð einhver uppbygging í sjómáli með flokkin, á hann sér einvherja framtíð?
Margar spurningar sem vakna vegna þessa skrefs Guðmundar að ganga í B já, beina leið eftir úrsögn úr S!
fyrir aðeins fáum mánuðum var Guðmundur aðstoðarmaður DAgs B. í borginni, hvað ætli Dagur sé að hugsa núna og fer hann kannski líka fyrr eða síðar!?
Guðmundur í Framsóknarflokk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.1.2009 | 10:40
Umhugsunarvert já, en ekki ný sannleikur hygg ég!
Umræðuhættir á netinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.12.2008 | 16:27
ÁRAMÓTAMOÐ!
Senn liðið er örlagaárið,
Er Íslandi kreppuna færði.
Ja, bölvaða bankafárið,
Sem blessaða þjóðina ærði!
Upp úr það auðvitað stendur
Og ugglaust skyggir á flest.
Almúgans Gunna og Gvendur,
Gráta það saklaus jú mest!
En alla þunglyndisþanka,
Þau reyna að forðast um stund.
Hugsekki um helvítis banka,
Hnípin og döpur í lund!
Nú kveðja örlagaárið,
Enn með vonu og yl.
Burt hverfi bévítans fárið,
Brátt heyri já sögunni til!
Penan setjum punktin hér,
Párið núna endi fær.
Árs og friðar óskum vér,
Öllum bæði nær og fjær!
Magnús Geir.
Gott flugeldaveður í kvöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.12.2008 | 19:21
Vandræðalegt já!
Við skulum ekki víla hót,
það varla léttir trega.
Það er þó ávallt Búmannsbót,
að bera sig karlmannlega.
Já, þessi margfræga vísa Fjallaskáldsins, sem ég vona að ég muni rétt, kemur nú upp í hugan við þessi viðbrögð formanns D flokksins við þessum afdráttarlausu orðum hins forystumannsins í stjórninni, Ingibjargar Sólrúnar, formanns S!
karlinn Geir reynir já að bera sig karlmannlega, en eins og svo oft áður í seinni tíð er þetta heldur vandræðalegt og lítt sannfærandi í ljósi þess að nokkrum stundum áður höfðu tveir af áhrifamestu ungþingmönnum D birt grein í Fréttablaðinu um að þetta þyrfti nú NÁKVÆMLEGA að gera, að fara á fullt skrið með hugsanlega aðild að ESB!
En kannski vissi Geir ekki af greininni, veit ekki!?
Allavega er Ingibjörg ekki neitt að segja D flokknum fyrir verkum, var bara að svara því í þættinum frá sjónarhóli síns flokks, hvað gerðist ef D vill ekki stíga þetta skref á landsfundinum!
SVo kemur aftur á móti bara í ljós hvort þessi orð hennar standa þegar og ef landsfundur D hafnar ESB eða að kanna aðildarviðræður, reynslan kennir nú að í pólitíkinni standa nú orð og yfirlýsingar ekki beinlínis alltaf sem stafur á bók væru!Atburðarásin fram í enda janúar að þessi fundur verður haldin, getur alveg eins þróast svo að allt önnur sjónarmið eða aðstæður verða uppi!
Við sjáum bara til og munum!
En sömuleiðis,ef S flokkurinn stendur nú fastur á þessu, er það bara eins og þar stendur og segir í spekinni, að "Sá á kvölina sem á völina", D verður þá bara að velja eða hafna varðandi stjórnarsamstarfið og takast þá væntanlega á við kosningar líka í framhaldinu!
Ummæli Ingibjargar hafa ekki áhrif á landsfund | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.12.2008 | 23:30
Ætli nokkur myndi vilja dúndra einvherju í Siv sætu?
Siv: Vildi helst hlaupa í felur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.12.2008 | 17:46
Fjör!?
Hvatti reyndar sjálfur hér að ofan til "Aðgerða", en þó kannski ekki í mikilli alvöru, en hvað menn tluðu að gera þegar og ef til DO næðist, veit ég ekki hvort yrði eftir "mínum ráðum"!?
Ekki mjög margir annars á fundinum á undan ef marka má fregnir, það eru nokkur vonbrigði, en fundurinn sem slíkur sjálfsagt góður.
En til hamingju með daginn íslenksa þjóð þrátt fyrir allt og allt!
Og svo er dagurinn mér hugstæður enn meir fyrir þær sakir, að 1. desember 1885 fæddist hún móðuramma mín´, Ísgerður Pálsdóttir frá Brettingsstöðum á Flateyjardal!
Mótmælendur farnir út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.12.2008 | 02:06
ÁSKORUN!
-Til allra er sækja Þjóðfundin á Arnarhóli í tilefni að 90 ára afmæli Fullveldisdags Íslands,
1. desember, 1918!
Sækið hann Davíð og setjið á stein,
svo renni hans angistartárið.
Gerið þó eigi "greyinu" mein,
en GRISJIÐI á'onum hárið!
Boða þjóðfund á Arnarhóli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.11.2008 | 22:19
Sinnaskipti!?
Krónan okkur kannski meir,
nei króar ekki inni.
Ef og þegar gerist Geir,
Gjaldeyrisskiptasinni!?
En þetta er nú aðeins farið að minna á EES, sem Geir og aðrir D menn í forystu, vildu ekki sjá fyrr en tilneyddir!
ESB aðild og hugsanleg upptaka annars gjaldmiðils er allavega komin í umræðuna á þeim bæ fyrir alvöru, en fyrst og síðast vegna þess að menn neyðast til þess í ástandinu sem hefur skapast á umliðnum vikum og auðvitað líka, að flokkurinn er í mikilli klípu og hefur misst traust margra kjósenda sinna eða virðist vera að gera það samkvæmt endurteknum skoðanakönnunum undanfarið!
Þessi frásögn, boðuð fundaherferð flokksins um landið og svo orð fv. varaformannns í fréttum fyrr í dag, Friðriks Sophussonar, um að flokkurinn yrði að taka umræðu að alvöru um upptöku annars gjaldmiðils einhliða m.a. sýnir svo ekki verður um villst, að menn eru orðnir mjög órólegir og óttast framhaldið!
Allt opið í gjaldeyrismálum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.11.2008 | 17:24
LJÓTT!
Ljótt er það já, en þessi viðbrögð eru þó sínu verri og alvarlegra mál!
Þar á móti má hins vegar líka álasa yfirvöldum harkalega fyrir að fara ekki að eigin reglum einhverra hluta vegna og þannig kynda undir óánægju, sem svo virðist hafa að þessari fregn að dæma, farið ílla úr böndunum!?
Mótmæli við lögreglustöðina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ætti frekar að leggja allt klappið niður fyrst kannski og stofna nýtt Solla góð, en Sjallakallar sjá áfram um sína meðan þeir geta og meðan svo er lafir þetta áfram og þar með DO nokkur!
En!
Dís dyggða mikilla og dugnaðar, (og kannski drauma sumra manna líka!?) hún -Hólmdís-hin-húsviska-Hjartardóttir-, manar mann og annan nú til að blogga út í eitt um eftirlaunaafstyrmislögin til handa alþingisslektinu, svo þau sem fyrst verði afnumin og heyri vondri sögu til!
Tek hana allavega hérna á orðinu og vona svo að hún lemji mig ekki fyrir að tala svona "ílla" um hana hér á undan!?
Má nú eigi mjórómin,
Magnús brúka, né þögull dúsa.
Svo eftirlaunaósóminn,
aftur snáfi til FÖÐURHÚSA!
holmdish.blog.is.
Nauðsynlegt að vera samstiga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Pælt um heima og geima
Eldri færslur
- Desember 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Janúar 2013
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Bloggvinir
- Jens Guð
- arnar valgeirsson
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Big Fats Slim
- Blúshátíð í Reykjavík
- Brynjar Davíðsson
- Einar Bragi Bragason.
- Eva Benjamínsdóttir
- Eygló
- Gulli litli
- Heiða Þórðar
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Hildur Sif Thorarensen
- Hlynur Hallsson
- Hólmdís Hjartardóttir
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristinn Halldór Einarsson
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Oddur Helgi Halldórsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Rannveig H
- Sema Erla Serdar
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sjónstöð Íslands
- Solla Guðjóns
- Steingrímur Helgason
- Svala Jónsdóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Vefritid
- Víðir Benediktsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar