Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Frumhlaup eða framsýni?

Ég get nú sjálfur ekki alveg gert mér grein fyrir því!
Hef lengi haft mætur á Guðmundi Steingrímssyni, fundist hann fyrst og síðast mjög geðþekkur og skemmtilegur strákur með hæfileika á mörgum sviðum, t.d. í tónlist og á ritvellinum. Þá virtist hann ásamt til dæmis sínum gamla vini, Degi B. Eggertssyni m.a. ungra manna og kenna, eiga bjarta framtíð í S og vera einn þeirra sem væru líklegir til að gegna þar forystuhlutverki í innan ekki langs tíma!
En engin veit sína ævina og sannarlega ekki þá pólitísku, eins og þessi tíðindi sanna!
Í því öldu´róti sem staðið hefur sl. mánuði þar sem S hefur staðið í stórræðum sem annar stjórnarflokkanna, er það vel skiljanlegt að maður með miklar hugsjónir eins og Guðmundur hefur, og sterkar tilfinningar í til dæmis virkjanna- og stóryðjumálum, hafi farið að hugsa sinn gang og svo ákveðið að segja sig úr áhöfninni.
En mér finnst nú öllu erfiðara að skilja hví Guðmundur stekkur strax á annað skip í stað þess að staldra við og sjá hverju fram vindur og hvðí þá hann skuli velja B!?
Endurreisn já, að Framsókn verði þá aftur gamli bændaflokkurinn kannski sem faðir hans Teingrímur og áður afi hans, Hermann Jonasson, lifðu og hrærðust í og áttu mikin þátt í að móta stefnu sem formenn?
VArla gerir Guðmundur ráð fyrir því, það er auðvitað ljóst, en varla á hann þá heldur von á að flokkurinn umbreytist frá því að hafa stóryðjuna og virkjanirnar á oddinum, eitthvað minna en til dæmis Samfylkingin sem hann er nú að yfirgefa?
Og hvað með fortíðina, bara þá sem næst er, ábyrgð B á ástandinu sem nú ríkir og glæpsamlegum ákvörðunum satt best að segja eins og farsinn og aumingjahátturinn varðandi lögin á öryrkja, fjölmiðlafrumvarpsruglið og fleira?
Hefur eða verður uppgjör hjá flokknum gagnvart því farið fram eða er partur af einhverri uppbyggingu og er yfir höfuð einhver uppbygging í sjómáli með flokkin, á hann sér einvherja framtíð?
Margar spurningar sem vakna vegna þessa skrefs Guðmundar að ganga í B já, beina leið eftir úrsögn úr S!

fyrir aðeins fáum mánuðum var Guðmundur aðstoðarmaður DAgs B. í borginni, hvað ætli Dagur sé að hugsa núna og fer hann kannski líka fyrr eða síðar!?


mbl.is Guðmundur í Framsóknarflokk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umhugsunarvert já, en ekki ný sannleikur hygg ég!

Moggabloggið reyndar fyrir lifandi löngu orðið vettvangur bölv og ragns, svo heldur er nú þar seint í rassin gripið, að fárast sérstaklega yfir því. Ég er svo reyndar þeirrar skoðunar, að vettvangurinn sem slíkur, bloggsamfélagið, eigi í sjálfu sér litla sök á ef hefðun og orðfæri þeirra sem þar safnast inn, hafi þá í raun vesnað til eða frá.Ætli bloggið sé bara ekki sem svo margt annað nýtt, hrein og klár viðbót við samkvæmislíf fólks og þar sé bara eins og alls staðar, misjafn sauður í mörgu fé, sem kann ekki á stundum að hefða sér eða er eins og margur sagði um bræðurna sem voru í brennidepli í gamlaársdagsuppákomunni við Hótel Borg, að "snapa sér fæting" í þó yfirfærðri merkingu!? Mér segir nú svo hugur um! Og svo held ég raunar líka, að með hegðun og orðbragð margra, röflþörf með ómældum skammti af blótsyrðum og jafnvel grófum persónuaðdróttunum og hótunum, séum við að nokkru komin í hring, aftur til millistríðs og seinnastríðstímans, þar sem óheflaður talsmáti og grófur var nú daglegt brauð úr munni almúgans misupplögðum vegna áfengisdrykkju í sumum tilfellum, atvinnuleysis og almennt bágrar stöðu að einhverju leiti! Gallin við bæði lokanir á tengingar við vissar fréttir, hafa hins vegar haft þær leiðu afleiðingar, að þær bitna líka á saklausum bloggurum sem ekki hafa haft uppi nein stóryrði eða dónaskap í athugasendum sínum, það er ekki gott mál. Sömuleiðis er það stór galli við RITSTJÓrnarvaldið, (þetta er nefnilega ekki ritstýring heldur ritstjórn, eins og ég hef margoft reynt að útskýra fyrir bloggurum sem hafa uppi slíkar ritskoðunarupphrópanir) að þegar tenging hefur verið rofin hjá einvherjum við fregn og þá vegna kvörtunar, þarf viðkomandi bloggari að því er virðist alltaf þurfa að sækja skýringarnar sjálfur er hann telur á sér brotið við aftenginguna og botnar í raun ekkert í hví hún hefur átt sér stað! Í því hef ég sjálfur lent tvívegis og það án þess að hafa haft uppi neinar aðdróttanir, getsakir, blótsyrði eða neitt sem talist getur á skjön við reglur Moggabloggsins, en hef aldrei fengið neinar skýringar og raunar ekki leitað þeirra heldur, því ég er heldur seinþreyttur til vandræða og latur að leggja á mig meira erfiði en ég tel í alvöru þörf á! Nú er auðvitað ljóst, að umsjónarmenn Moggabloggsins hafa engin tök á að fylgjast með öllum þeim þúsundum er blogga og eiga út af fyrir sig fullt í fangi með að fylgjast með tengingum við fréttir einar og sér og kvörtunum síðan þegar þær koma upp. Samt virkar það já svolítið tilviljunarkennt á stundum er tenging er rofin, svo ætla má að rökstuðningur þess sem kvartar þurfi oftar en ekki að vera mikil, nú eða engin til þess að tengingin sé rofin!? En þetta eru nú bara vangaveltur, kannski ekki neinn sérstakur sannleikur, þó málin líti á stundum út í þessa veruna! Moggamenn ættu kannski að taka sig til og koma með skýrar og greinargóðar útleggingar á þessu, svo ég og aðrir getum hætt að vera með slíkar vangaveltur og það sem kannski meira væri, að bloggarar ýmsir hættu að hrópa Ritskoðun!! í tíma og ótíma er þeim þætti að sér eða öðrum bloggurum ósanngjarnt vegið! örlítið svo að meira umburðarlyndi gagnvart ofbeldi,sem "Össur frændi" og svo sem fleiri hafa verið með pælingar um í seinni tíð og vitnað er til í fréttinni. Ofbeldi hefur einfaldlega færst nær og nær okkur frá fleiri en einni hlið til dæmis með stafrænu byltingunni og samruna hennar meira og minna við tölvubyltinguna. Þróunin óhjákvæmilega eða ekki, hefur einfaldlega verið sú, að ofbeldi, kynlíf og fleira, er bara meira og minna ráðandi í flestri eða allri afþreyingu, hvort sem litið er til tónlistar, kvikmynda eða tölvuleikja. Það hefur í sjálfu sér ekki verið vandamál sem slíkt nema upp að vissu marki, en þegar firring vegs jafnframt í þjóðféfélaginu, slíkar þrengingar verða almennt eins og Bankakreppan hefur haft í för með sér, (og ekki sér fyrir endan á) atvinnuleysi, áfengis- og eiturlyfjaneysla með meiru, þá á þetta nú ekki að koma mönnum mjög á óvart held ég! En nú er ég líka sjálfur komin í hring hehe, nefndi þetta jú að hluta hér ofar líka og því farin aðeins að endurtaka mig. Þetta blasirsemsagt við og ætti sem ég segi ekki að koma Iðnaðarráðherranum okkar glaðhlakkalega á stundum neitt á óvart nú sem einhver ný uppgötvun eða sannindi! En eins og má lesa, líkar Moggamönnum ekki svo ílla að fá Össur karlinn sem stuðningsmann sinn við hertari aðgerðum og reglum, er pínu broslegt þó, því ekki hefur hann nú alltaf talist "merkilegur peningur" á þeim bænum gegnum tíðina! Ég var svo líka í þessu samhengi aðeins að hugsa um að bæta við þarflegum pælingum í tengslum við þetta er varðar rökfræði og raunsæi í málflutningi á Moggablogginu á köflum, sérstaklega að því tilefni að mikil læti spunnust og heitar umræður hjá félaga mínum Jens Kristjáni Guðmundssyni varðandi ábendingu hans á tengil er sýndi raunverulegt ofbeldisverk ungra misyndismanna í Úkraníu. Þó held ég að ég geymi það eitthvað, þetta orðið nokkuð gott og langt, en eitt af því sem jafnvel hinir ágætustu rökræðumenn lenda í er þeir í ákafa sínum eru að glíma á "Orustuvelli Orðsins", er að þótt þeir bendi réttilega á veilur hjá einhverjum og núi viðkomandi um nasir, þá þýðir það oft ekki endilega að viðkomandi hafi þar með rangt fyrir sér! En sjáum til með það síðar.
mbl.is Umræðuhættir á netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÁRAMÓTAMOÐ!


Senn liðið er örlagaárið,
Er Íslandi kreppuna færði.
J’a, bölvaða bankafárið,
Sem blessaða þjóðina ærði!

Upp úr það auðvitað stendur
Og ugglaust skyggir á flest.
Almúgans Gunna og Gvendur,
Gráta það saklaus jú mest!

En alla þunglyndisþanka,
Þau reyna að forðast um stund.
Hugs’ekki um helvítis banka,
Hnípin og döpur í lund!

Nú kveðja örlagaárið,
Enn með vonu og yl.
Burt hverfi bévítans fárið,
Brátt heyri já sögunni til!

Penan setjum punktin hér,
Párið núna endi fær.
Árs og friðar óskum vér,
Öllum bæði nær og fjær!

Magnús Geir.


mbl.is Gott flugeldaveður í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vandræðalegt já!

Við skulum ekki víla hót,
það varla léttir trega.
Það er þó ávallt Búmannsbót,
að bera sig karlmannlega.

Já, þessi margfræga vísa Fjallaskáldsins, sem ég vona að ég muni rétt, kemur nú upp í hugan við þessi viðbrögð formanns D flokksins við þessum afdráttarlausu orðum hins forystumannsins í stjórninni, Ingibjargar Sólrúnar, formanns S!
karlinn Geir reynir já að bera sig karlmannlega, en eins og svo oft áður í seinni tíð er þetta heldur vandræðalegt og lítt sannfærandi í ljósi þess að nokkrum stundum áður höfðu tveir af áhrifamestu ungþingmönnum D birt grein í Fréttablaðinu um að þetta þyrfti nú NÁKVÆMLEGA að gera, að fara á fullt skrið með hugsanlega aðild að ESB!
En kannski vissi Geir ekki af greininni, veit ekki!?
Allavega er Ingibjörg ekki neitt að segja D flokknum fyrir verkum, var bara að svara því í þættinum frá sjónarhóli síns flokks, hvað gerðist ef D vill ekki stíga þetta skref á landsfundinum!
SVo kemur aftur á móti bara í ljós hvort þessi orð hennar standa þegar og ef landsfundur D hafnar ESB eða að kanna aðildarviðræður, reynslan kennir nú að í pólitíkinni standa nú orð og yfirlýsingar ekki beinlínis alltaf sem stafur á bók væru!Atburðarásin fram í enda janúar að þessi fundur verður haldin, getur alveg eins þróast svo að allt önnur sjónarmið eða aðstæður verða uppi!
Við sjáum bara til og munum!
En sömuleiðis,ef S flokkurinn stendur nú fastur á þessu, er það bara eins og þar stendur og segir í spekinni, að "Sá á kvölina sem á völina", D verður þá bara að velja eða hafna varðandi stjórnarsamstarfið og takast þá væntanlega á við kosningar líka í framhaldinu!


mbl.is Ummæli Ingibjargar hafa ekki áhrif á landsfund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætli nokkur myndi vilja dúndra einvherju í Siv sætu?

Dreg það nú stórlega í efa, tímasetningin ílla ígrunduð hvað þetta snerti, liðið hefði auðvitað átt að tékka á því fyrirfram hver hefði orði er það lét til skarar skríða, Einar Guðfinns til dæmis sem hérna þóttist svo svaka "svalur" en var auðvitað skíthræddur! En Siv semsagt allt of sæt til að vera grýtt auk þess sem hún er "Frammari" og þeir sjá um eigin "Stórskotahríð" alveg sjálfir! En auðvitað má gantast með þetta ofurlítið og það þótt auðvitað alvarlegt væri! Hrædd var já um sjálfa sig, Siv og vildi flýja. En engin vildi "þrus'í þig", þrýstna glæsipía!?
mbl.is Siv: Vildi helst hlaupa í felur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjör!?

Veit það nú ekki, en þetta endurspeglar bara hugarástand sumra og vanþóknun, sem í sjálfu sér er ekki hægt að gagnrýna, þó þessi gjörningur þarna innandyra í "Svörtuloftum", skili e.t.v. ekki miklu.
Hvatti reyndar sjálfur hér að ofan til "Aðgerða", en þó kannski ekki í mikilli alvöru, en hvað menn tluðu að gera þegar og ef til DO næðist, veit ég ekki hvort yrði eftir "mínum ráðum"!?
Ekki mjög margir annars á fundinum á undan ef marka má fregnir, það eru nokkur vonbrigði, en fundurinn sem slíkur sjálfsagt góður.
En til hamingju með daginn íslenksa þjóð þrátt fyrir allt og allt!
Og svo er dagurinn mér hugstæður enn meir fyrir þær sakir, að 1. desember 1885 fæddist hún móðuramma mín´, Ísgerður Pálsdóttir frá Brettingsstöðum á Flateyjardal!
mbl.is Mótmælendur farnir út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÁSKORUN!

-Til allra er sækja Þjóðfundin á Arnarhóli í tilefni að 90 ára afmæli Fullveldisdags Íslands,
1. desember, 1918!

Sækið hann Davíð og setjið á stein,
svo renni hans angistartárið.
Gerið þó eigi "greyinu" mein,
en GRISJIÐI á'onum hárið!


mbl.is Boða þjóðfund á Arnarhóli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sinnaskipti!?

Krónan okkur kannski meir,
nei króar ekki inni.
Ef og þegar gerist Geir,
Gjaldeyrisskiptasinni!?

En þetta er nú aðeins farið að minna á EES, sem Geir og aðrir D menn í forystu, vildu ekki sjá fyrr en tilneyddir!
ESB aðild og hugsanleg upptaka annars gjaldmiðils er allavega komin í umræðuna á þeim bæ fyrir alvöru, en fyrst og síðast vegna þess að menn neyðast til þess í ástandinu sem hefur skapast á umliðnum vikum og auðvitað líka, að flokkurinn er í mikilli klípu og hefur misst traust margra kjósenda sinna eða virðist vera að gera það samkvæmt endurteknum skoðanakönnunum undanfarið!
Þessi frásögn, boðuð fundaherferð flokksins um landið og svo orð fv. varaformannns í fréttum fyrr í dag, Friðriks Sophussonar, um að flokkurinn yrði að taka umræðu að alvöru um upptöku annars gjaldmiðils einhliða m.a. sýnir svo ekki verður um villst, að menn eru orðnir mjög órólegir og óttast framhaldið!


mbl.is Allt opið í gjaldeyrismálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

LJÓTT!

Handtaka unga mannsins var augljóslega ekki eftir settum lögum og reglum ef marka má fregnir fyrr í dag um þriggja vikna tilkynningaskildu varðandi afplánun. Hann hafði neitað að greiða sekt vegna brot í Saving Icelandaðgerðum að því manni skilst, því settur inn en sleppt áður en þeirri afplðánun lauk vegna plássleysis!
Ljótt er það já, en þessi viðbrögð eru þó sínu verri og alvarlegra mál!
Þar á móti má hins vegar líka álasa yfirvöldum harkalega fyrir að fara ekki að eigin reglum einhverra hluta vegna og þannig kynda undir óánægju, sem svo virðist hafa að þessari fregn að dæma, farið ílla úr böndunum!?
mbl.is Mótmæli við lögreglustöðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öll erum við nú samstiga og saman...í "Svaðinu"! Burt með eftirlaunaspillinguna!

Ætti frekar að leggja allt klappið niður fyrst kannski og stofna nýtt Solla góð, en Sjallakallar sjá áfram um sína meðan þeir geta og meðan svo er lafir þetta áfram og þar með DO nokkur!
En!
Dís dyggða mikilla og dugnaðar, (og kannski drauma sumra manna líka!?) hún -Hólmdís-hin-húsviska-Hjartardóttir-, manar mann og annan nú til að blogga út í eitt um eftirlaunaafstyrmislögin til handa alþingisslektinu, svo þau sem fyrst verði afnumin og heyri vondri sögu til!
Tek hana allavega hérna á orðinu og vona svo að hún lemji mig ekki fyrir að tala svona "ílla" um hana hér á undan!?

Má nú eigi mjórómin,
Magnús brúka, né þögull dúsa.
Svo eftirlaunaósóminn,
aftur snáfi til FÖÐURHÚSA!

holmdish.blog.is.


mbl.is Nauðsynlegt að vera samstiga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband