Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008
2.7.2008 | 20:40
Lítil SUMARVÍSA (í tilefni dagsins)
Núna er sumarið svoleiðis hér,
svakalega á fullu.
Rigningin alveg rosaleg er,
og ræsin að fyllast af drullu!
Reyndar svolitlar ýkjur með drulluna kannski, en á þessum drottins sumardegi öðrum júlí, afmælisdegi eins bróður míns, hefur með köflum rignt ansi hressilega!
En veðrið mjög gott og bærilega hlýtt með smá gjólu, svo þetta hefur bara verið í góðu lagi!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.7.2008 | 15:10
Skoðanakannannapæling!
Það er svo sem ekki í fyrsta skipti sem ég spyr sjálfan mig þegar ég les um könnun sem þessa, TIL HVERS?
Og ekki bara til hvers, heldur af hverju og í hvaða tilgangi.
Til hvers er verið að spyrja úrtak af öllu landinu um einhvern oddvita og kannski hugsanlegan borgarstjora eftir ár?
Af hverju eru ekki bara kjósendur D listans spurðir? og hvaða tilgangi já þjónar það eiginlega að vita hvort til dæmis kjósendum annara flokka sé ekki alls kostar ílla við þennan oddvita, lítist kannski vel á hana bara vegna þess að hú sé sæt eða eitthvað!?
Jújú, reykjavík er vissulega höfuðborg okkar landsmanna allra, eða svo rifja sumir upp allavega við hentug tækifæri, en samt, hvaða óskaplega þörf er á því að spyrja bæði og uppfræða okkur landan um þetta, sem í sannleika sagt skiptir afskaplega litlu máli og varðar í raun bara vissan hóp fólks!
Auðvitað þarf liðið hjá C/G að hafa eitthvað fyrir stafni, tala nú ekki um svona þegar komið er sumar og rólegheit yfir mannskapnum, en kannanir sem þessar hafa nú varlega sagt, afskaplega litla þýðingu, ef þá nokkra.
Ég er nú svo mikill æringi, að ef ég hefði lent í þessu úrtaki og verið spurður um fraukuna, hefði ég eflaust spurt á móti hvort spyrjandin vissi hvernig fatastíll HB væri þessa dagana, því ef hún væri "Frjálsleg í fasi" í veðurblíðunni, óhrædd við að flíka kroppnum í stuttpilsi og topp, væri ég aldeilis sáttur með hana sem nýjan oddvita og kannski jafnvel líka bara sem væntanlegan borgarstjóra.
En ef ekki, nú þá ætti bara að halda í "Villan"!
En þið skiljið, svona skoðanakannanir tel ég ekki mikilvægari en þetta,ef spyrja ætti mig labbakútinn norður í landi, hvorki D mann (né nokkurs annars flokks reyndar) eða íbúa í borginni.
En sumum finnst þetta hafa upplýsingagildi eða finnst bara gaman að lesa svona kannanir, hvernig svo sem þeir fá það út!?
En hvernig var það annars, eru ekki blikur á lofti í landsstjórninni, jafnvel að spádómur Völvu Vikunnar geti ræst um slit?
Allavega var fjallað um það í fréttum gærdagsins, hva ðsem svo hæft er í því.
En Gallup ætti kannski að vippa sér í að gera könnun á vilja þjóðarinnar til að efna til nýrra kosninga?
VEit ekki, en finnst samt svolítið meira vit í því en að tékka á því hvort landinn sé spenntur fyrir einni frauku í borginni!?
Og ekki bara til hvers, heldur af hverju og í hvaða tilgangi.
Til hvers er verið að spyrja úrtak af öllu landinu um einhvern oddvita og kannski hugsanlegan borgarstjora eftir ár?
Af hverju eru ekki bara kjósendur D listans spurðir? og hvaða tilgangi já þjónar það eiginlega að vita hvort til dæmis kjósendum annara flokka sé ekki alls kostar ílla við þennan oddvita, lítist kannski vel á hana bara vegna þess að hú sé sæt eða eitthvað!?
Jújú, reykjavík er vissulega höfuðborg okkar landsmanna allra, eða svo rifja sumir upp allavega við hentug tækifæri, en samt, hvaða óskaplega þörf er á því að spyrja bæði og uppfræða okkur landan um þetta, sem í sannleika sagt skiptir afskaplega litlu máli og varðar í raun bara vissan hóp fólks!
Auðvitað þarf liðið hjá C/G að hafa eitthvað fyrir stafni, tala nú ekki um svona þegar komið er sumar og rólegheit yfir mannskapnum, en kannanir sem þessar hafa nú varlega sagt, afskaplega litla þýðingu, ef þá nokkra.
Ég er nú svo mikill æringi, að ef ég hefði lent í þessu úrtaki og verið spurður um fraukuna, hefði ég eflaust spurt á móti hvort spyrjandin vissi hvernig fatastíll HB væri þessa dagana, því ef hún væri "Frjálsleg í fasi" í veðurblíðunni, óhrædd við að flíka kroppnum í stuttpilsi og topp, væri ég aldeilis sáttur með hana sem nýjan oddvita og kannski jafnvel líka bara sem væntanlegan borgarstjóra.
En ef ekki, nú þá ætti bara að halda í "Villan"!
En þið skiljið, svona skoðanakannanir tel ég ekki mikilvægari en þetta,ef spyrja ætti mig labbakútinn norður í landi, hvorki D mann (né nokkurs annars flokks reyndar) eða íbúa í borginni.
En sumum finnst þetta hafa upplýsingagildi eða finnst bara gaman að lesa svona kannanir, hvernig svo sem þeir fá það út!?
En hvernig var það annars, eru ekki blikur á lofti í landsstjórninni, jafnvel að spádómur Völvu Vikunnar geti ræst um slit?
Allavega var fjallað um það í fréttum gærdagsins, hva ðsem svo hæft er í því.
En Gallup ætti kannski að vippa sér í að gera könnun á vilja þjóðarinnar til að efna til nýrra kosninga?
VEit ekki, en finnst samt svolítið meira vit í því en að tékka á því hvort landinn sé spenntur fyrir einni frauku í borginni!?
Konur ánægðari með Hönnu Birnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.7.2008 | 13:05
ER bara til háborinnar skammar!
Í sjálfu sér ekki mikið um þetta að segja meira, nema að þessar útskýringar eru hreint og klárt yfirklór og til skammar!
Áfengi og íþróttir fara bara ekki saman, ekki frekar en áfengi og akstur.
Það getur vel verið að auglýsingarnar á Rás tvö sleppi fyrir horn, séu innan lagarammans, en sjónvarpsauglýsingarnar margendurgerðu þar sem örlítill ferningur og þá helst í einhverju horninu er settur inn með orðinu "léttöl" eru hins vegar ílla dulbúnar bjórauglýsingar fyrir vöru sem er að öllu leiti eins, undir sama vöruheiti og umbúðum og "léttölið"!
Dómar hafa allavega tvívegis fallið í seinni tíð gegn slíkum auglýsingum held ég örugglega, en hvernig sem þetta velkist, verður kært eða ekki og þá dæmt ólöglegt eða ekki, þá er þetta í öllu falli siðlaust að spyrða svona kinnroðalaust saman áfengisdrykkju við í þessu tilfelli EM í fótbolta!
Í einu helsta vígi fótboltans, Englandi, hafa menn einmitt verið að reyna að skera meir í sundur þessi efni, opnunartími kráa takmarkaður kringum leiki o.s.frv. en hérna virðast menn vegna erfiðs rekstrar m.a. ekki víla fyrir sér að sækja tekjur og það nánast með öllum ráðum!?
En sem ég sagði, er þetta endurtekið efni með sjónvarpið, hefur lengi viðgengist með Meistaradeildina hjá 365 miðlum og reyndar man ég eftir enn verri dæmum af þeim bæ, bjór jafnvel gefin í beinni útsendingu í föstum íþróttaþætti á einni útvarpsstöðinni og það af nú nýráðnum íþróttafréttamanni lágvöxnum til RÚV!
Endurtek bara, að mitt í gleðinni yfir boltanum var þetta og er til skammar!
Áfengi og íþróttir fara bara ekki saman, ekki frekar en áfengi og akstur.
Það getur vel verið að auglýsingarnar á Rás tvö sleppi fyrir horn, séu innan lagarammans, en sjónvarpsauglýsingarnar margendurgerðu þar sem örlítill ferningur og þá helst í einhverju horninu er settur inn með orðinu "léttöl" eru hins vegar ílla dulbúnar bjórauglýsingar fyrir vöru sem er að öllu leiti eins, undir sama vöruheiti og umbúðum og "léttölið"!
Dómar hafa allavega tvívegis fallið í seinni tíð gegn slíkum auglýsingum held ég örugglega, en hvernig sem þetta velkist, verður kært eða ekki og þá dæmt ólöglegt eða ekki, þá er þetta í öllu falli siðlaust að spyrða svona kinnroðalaust saman áfengisdrykkju við í þessu tilfelli EM í fótbolta!
Í einu helsta vígi fótboltans, Englandi, hafa menn einmitt verið að reyna að skera meir í sundur þessi efni, opnunartími kráa takmarkaður kringum leiki o.s.frv. en hérna virðast menn vegna erfiðs rekstrar m.a. ekki víla fyrir sér að sækja tekjur og það nánast með öllum ráðum!?
En sem ég sagði, er þetta endurtekið efni með sjónvarpið, hefur lengi viðgengist með Meistaradeildina hjá 365 miðlum og reyndar man ég eftir enn verri dæmum af þeim bæ, bjór jafnvel gefin í beinni útsendingu í föstum íþróttaþætti á einni útvarpsstöðinni og það af nú nýráðnum íþróttafréttamanni lágvöxnum til RÚV!
Endurtek bara, að mitt í gleðinni yfir boltanum var þetta og er til skammar!
„Enginn vafi“ á lögmætinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Um bloggið
Pælt um heima og geima
Eldri færslur
- Desember 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Janúar 2013
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Bloggvinir
- Jens Guð
- arnar valgeirsson
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Big Fats Slim
- Blúshátíð í Reykjavík
- Brynjar Davíðsson
- Einar Bragi Bragason.
- Eva Benjamínsdóttir
- Eygló
- Gulli litli
- Heiða Þórðar
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Hildur Sif Thorarensen
- Hlynur Hallsson
- Hólmdís Hjartardóttir
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristinn Halldór Einarsson
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Oddur Helgi Halldórsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Rannveig H
- Sema Erla Serdar
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sjónstöð Íslands
- Solla Guðjóns
- Steingrímur Helgason
- Svala Jónsdóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Vefritid
- Víðir Benediktsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.12.): 0
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar