Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

En lán var það heillin!

Og það sem svarar til eins þriðja af láninu frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum eða svo!
Því má alveg spyrja...

Er það heimska eða heillaráð,
hérna, þegar vel er gáð
á stríðri stund,
eftir stuttan fund
Að þiggja Norðmanna náð!?

VEit það ekki alveg sjálfur, en veit að ekki eru allir jafn hrifnir þrátt fyrir alla erfiðleikana og hugsa nú til þess með þungum huga, að þetta þýði til dæmis að nú verðum við að gefa eftir í hafréttardeilum við Norðmenn t.d. við Jan Mayen og á Barentshafssvæðinu!
Forkólfar hjá LÍÚ myndu væntanlega m.a. sjá rautt ef það yðri raunin og svo er um fleiri já!


mbl.is Norsk króna ekki í umræðunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimsins mesta hjartagæska!

Hverjum öðrum en Færeyingi dytti annar eins rausnarskapur í hug og legði hann svo kinnroðalaust til?
Get ekki ímyndað mér það, en þetta kemur samt ekki beinlínis á óvart eftir dæmalausa samstöðu sem Færeyingar sýndu okkur eftir snjóflóðin hörmulegu í Súðaví og Hnífsdal um árið, söfnuðu gríðarmiklu fé og að því mig minnir voru byggðir fyrir það leikskólar.
Ég er nú ekkert kyssandi eða kjassandi karlmenn dags daglega, þó það sé nú ekkert til að forðast eða skammast sín fyrir, en myndi glaður kyssa þennan útgerðarmann og faðma í þakklætisskyni fyrir hjartahlýjuna sem skín út úr máli hans og sýnir okkur mikin vinahug á erfiðum tímum!
Geri reyndar ekki ráð fyrir að þetta verði niðurstaðan, en hvað getur maður annað en tekið hatt sinn ofan fyrir slíku og þvíumlíku!?

Væntumþykja, vinarþel,
víst í þessum orðum mannsins liggja.
Sýna já og sanna vel,
sælla er að gefa en að þiggja!


mbl.is Vill gefa Íslendingum 300 milljónirnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Haha, dæmið snérist við og þar kom að því að Liverpool tapaði!

Jamm, þar kom að því að Rauði herinn laut í gras og þá fyrir neðsta liðinu Tottenham!
Og dæmið frá mörgum fyrri leikjum snérist aldeilis við, eftir að hafa leitt í 75 mínútur og átt að vera búið að skora allavega eitt mark í viðbót, tók gjafmildi og gáleysi við, sjálfsmark á silfurfati og svo sigurmark á lokamínútunum!
Chelsea því aftur efst á markatölu og ekkert við því svosem að segja, menn verða bara að herða sig upp, Meistaradeildin um miðja vikuna kjörin til að rétta aftur úr kútnum og svo heldur ballið bara áfram eftir viku!
Engin ástæða til að leggjast í þunglyndi vegna þessa, ó seisei nei!
Á hinn bógin svo glaður yfir öðrum sigri Steke í röð og þetta sögulegum gegn Arsenal, aldeilis frábært!
Chelsea og Man. Utd. á flugi, nema hvað ævintýri Tottenham gegn Arsenal endurtók sig næstum!
mbl.is Tottenham - Liverpool, bein lýsing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 218056

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband