Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

Hífopp!

Míkir getur stundum verið skemmtilegt að hlusta á tilkynningarnar á Rás 1!
Þar og reyndar víða annars staðar, víla menn ekki fyrir sér að auglýsa bjór undir rós, heldur eru menn nú líka sem til þess telja sig hæfa, byrjaðir að auglýsa lausnir á "Hnignun holdsins"!

EF dýrðarljóminn dvína fer
og "Dráttarklárinn" henda slys.
Nú rækilega redda þér,
-ristruflanir.is-!


"Krónu-Krydd"!"!

Peningar, peningar, peningar!!
Um það snýst málið góðir hálsar, nákvæmlega ekkert annað!
En skildi Mel B. svo líka koma með tilkynningu í kjölfarið um að hún sé aftur byrjuð með Fjölni!?
mbl.is Kryddpíur saman á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tangodans á teignum!

Ekki varð ég samspár um að annað hvort enskur eða ástralskur kylfingur myndi sigra U.S. Open á Oaklandvellinum erfiða, en ekki varð það Tiger Woods né annar bandarískur, eins og ég var nær viss um fyrirfram!
Sigurvegarinn Cabrera frá Argentínu, kom nokkuð svo á óvart og sigraði og má því segja að nokkur Tangódansspor hafi verið stígin á teignum í kvöld!
Annars er þessi tæplega 38 ára gamli golfleikari, líkari sjóuðum iðnaðarmanni, en kannski dæmigerðum golfara, stór og þrekvaxinn á velli og með stóra og þykka hramma!
En svona er golfið, þar geta hinar fjölbreyttustu týpur náð langt og það á ýmsum aldri. ER aldursdreifingin reyndar óvíða meiri í nokkurri annari afreksíþrótt en í golfinu!
mbl.is Cabrera sigraði á opna bandaríska meistaramótinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Púff! Sigur, en mikið svakalega...

Þjóðhátiðardagurinn 17. júní að kvöldi komin og þjóðin heil og hálf stendur á öndinni!
Það tókst sem allir óskuðu, handboltalandsliðið í karlaflokki náði að gera það sem þarf, eins og þeir sungu um forðum, sigra SErba með minnsta mun, 42-40!
Punkturinn þar með settur yfir I-ið, glæsta íþróttahelgi, kvennalandsliðið vann glæstan sigur í undankeppni EM í fótboltanum í gær, vann Frakka sem eru í 7. sæti heimslistans, 1-0 og sigurinn svo í kvöld!
En einu sinni sem oftar þurftu handboltadrengirnir að gera nánast út af við mann áður, gerðu nánast "Heiðarlega tilraun" til að glutra niður unnum leik, voru með ein 6 mörk í forskot lengst af í seinni hálfleik, en heppni og e.t.v. fleiri mistök Serbana réði því á síðustu sekúndum, að úrslitin féllu "réttu megin"!
Maður er því ekki alveg sáttur, púlsinn alveg í botni enn og blóðþrýstingurinn sömuleiðis, áreiðanlega 110-150!Alveg svakalegt!

Eivor er yndisleg!

Stundum er sagt að allt eigi sér sín takmörk. Það er ágæt speki og ég tek alltaf mark á henni, nema í einu!
Yndislega álfamærin frá Götu í Færeyjum, Eivor Pálsdóttir, virðist hrinlega ekkert vera ómögulegt hvað sönginn snertir.
Túlkun hennar á Elvisslagaranum sígilda, Love Me Tender, er alveg óumræðilega hrífandi og maður bráðnar bara á staðnum að hlusta á þennan magnaða söngfugl!
Einn galli og gamankunnugur er bara á fjöf Njarðar, á rás tvö allavega er nú svo komið að lagið er "Spilað í spað"! Hættan því eins og með svo mörg önnur góð og vel flutt lög, að þau verði hreinlega eyðilögð með ofspilun, maður fái hreinlega ofnæmi á endanum fyrir þeim, svo flott og fín þau hljómuðu í upphafi.
En að fá leið á Eivoru?
Ekki hægt, aldrei,aldrei, aldrei!

Húrra fyrir stelpunum!!!

Íslenska kvennalandsliðið var rétt áðan að sigra hið franska, 1-0!
STórglæsilegur árangur og stóreykur möguleika liðsins að ná í úrslitakeppni EM!
Hvernig væri nú svo í framhaldinu, að menn gæfu bara stelpunum sviðið, flykkjast á þá leiki sem eftir eru á heimavelli, en hætta þess í stað draumórakröfum og væntingum í garð karlaliðsins!?
Á hinn bóginn verður þetta hins vegar líka að teljast góður upptaktur fyrir stóra karlahandboltaleikinn á morgun í höllinni á sjálfum Þjóðhátðíðardeginum, þar er krafan skýr og raunhæf eftir naumt eins marks tap í SErbíu, að komast í úrslitin á EM í NOregi næsta vetur.

ÁFRAM ÍSLAND!!!


"Hjálpartæki" á fjórum fótum!?

Eins og fram kom fyrir skömmu í fjölmiðlum, m.a. í ljósvakamiðlum, hratt Blindrafélagið, Samtök blindra- og sjónskertra á Íslandi, að stað átaki meðal félagsmanna að fá fleiri blindrahunda hingað til lands.
Á heimasíðu félagsins´, blind.is, má nú svo lesa þau tíðindi að fjórir af þeim sex meðlimum sem sóttust eftir að fá blindrahund, muni næsta vor, fá sinnn hund afhentan að loknu stífu æfingaprógrammi, sem þá hefur farið frram í sóttkví,sem lög boða með innflutning dýra frá öðrum löndum. Þeir hinir tveir sem ekki fengu, þóttu að vísu til þess hæfir, en þurfa að aðlaga hægi sína betur til að fá slík "Hjálpartæki" sem hundarnir eru!
Nokkuð svo spaugileg orðnotkun um lifandi skepnu á fjórum fótum, ekki satt!?

Undrun nú ósvikin víst
og ansi mikil fram brýst,
Þegar hundi, hér er svo lýst,
sem hjálpartæki hvað síst!


Skin og skúrir

Í íþróttunum skiptast á skin og skúrir, sorg og gleði. Og víst er að þannig hefur það verið í dag, okkar fremsta kylfingi, Birgi Leif Hafþórssyni, gekk ílla í morgun á öðrum hring á móti í Frakklandi er tilheyrir evrópsku mótaröðinni, en er leið á daginn og fleiri og fleiri keppendur luku sínum leik, varð ljóst að skor kappans, þremur yfir pari, myndi þrátt fyrir allt duga til að komast í gegnum niðurskurðinn, að hann fengi að halda keppni áfram um helgina! Vonandi hleypur honum kapp í kinn og nær áfram góðum árangri! Mín menn í fótboltanum, Þór, byrjuðu mótið í 1. deild vel og voru efstir eftir fjóra leiki. Ekki skemmdi svo fyrir, að slá út gömlu erkifjendurna í KA út úr bikarkeppninni sl. mánudag, 1-0! En tap í tveimur síðustu leikjum í deildinni, fyrir Fjarðarbyggð og nú í kvöld fyrir Grindavík á heimavelli, fær nú brýrnar til að síga helst til mikið! En aðeins 6 leikjum er lokið af 22, í keppni þar sem 3 lið öðlast sæti í efstu deild að ári, því langur vegur frá að baráttan sé byrjuð að tapast!

Sökkvandi svart-hvítar hetjur?

Ja hérna, ja hérna!
Þótt einn ríkasti maður landsins sé stytta og stoð félagsins, flestir af bestu einstaklingunumséu innan raða þess, jafnvel að höfuðpaurar nýrrar ríkisstjórnar séu báðir í því, þá getur bara Knattspyrnufélag Reykjavíkur, KR, ekki skorað mörk, ekki spilað heilan leik sem lið, hreinlega ekki unnið einn fjárans leik!!!
1 stig er útkoman hjá Vesturbæjarstórveldinu eftir 6 umferðir, þ.e. þegar einn þriðji mótsins er spilaður, sem í upphafi var nánast ógjörningur láta sér detta í hug!
EF ég væri svarin óvinur KR-inga hefði ég nú bara hlakkað yfir þessu og hæðst, til að mynda sýnt kvikindishátt og minnkað letrið á "Vesturbæjarstórveldinu" hér að ofan!
En nei, ég kenni í aðra röndina í brjósti um þá, veit sem er að fáir eru dyggari en hinir almennu stuðningsmenn félagsins.Svo hef ég alltaf verið aðdáandi Teits Þórðarsonar, eins og Óla bróður hans og fleiri Skagamanna,mjög góður leikmaður á sinni tíð og hefur afrekað sitt hvað sem þjálfari.
En einvhern neista vantar og nú læðist að manni að eftir tapið gegn FH í kvöld, geti fregna verið að vænta úr herbúðum félagsins.
Lið með leikmenn á borð við Pétur Marteins, Rúnar nýfengin Kristins, Grétar Ólaf,Jóhann Þórhalls og afabarn ríka mannsins, Björgúlf, á að geta gert betur, en núna virðist liðið virka eins og sökkvandi skip!
Það skildi þó aldrei verða...?
Að lokum.

Helga Sig aftur í landsliðið og það strax!!!


U.S. Open hafið.

Næstu daga erum við golfáhugamenn kátir! Annað stórmót ársins af þeim "fjóru stóru" hófst í dag, U.S. Open. Nú skemmst er frá að segja, að flestir fylgjast sem fyrr með Eldrick nokkrum Woods, sem hin síðari ár hefur nánast komist í guðatölu hjá ameriskum golfáhugamönnum sem Tiger Woods!Mér þykir eiginlega nóg um allt smjaðrið í kringum þennan rétt rúmlega þrítuga strák, en viðurkenni auðvitað að á móti hefur hann reynst golfíþróttinni gríðarlegur fengur, lyft vinsældum þess í hæstu hæðir og fengið ófátt ungmennið til að taka sér kylfu í hönd á grænum grasbölum! En hans hörðustu aðdáendum finnst hann eiga að vinna bara allt, þannig að til hafa orðið aðrir sem brosa bara í kampinn og fagna dátt, er honum misferst. Ég er nú svona mitt á milli þar, get til dæmis í kvöld strítt ónefndum ættingjum og öðrum "Tákvúsurum" Tigers, að hann hafi nú verið lélegur á fyrsta hringnum, spilað einu yfir pari!En um leið veit ég sem er, að hann getur sem best snúið dæminu léttilega við, auk þess sem þetta er nú ekki svo slæmt skor á mjög erfiðum velli!
Ég gæti þó trúað, að enskur eða ástralskur kylfingur ynni núna, Justin Rose eða Nick Docherty til dæmis frá gamla heimsveldinu og Adam Scott frá samveldisríki þess.
En ég vona að vinur minn Earnie Els vinni!

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 218059

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband