Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

John Fogerty er minn maður!

Hljómsveitir og tónlistarmenn sem ná frama og frægð, koma og fara líkt og allt annað í þessum heimi.
og allur gangur er á hversu hátt frægðarsólin rís og hversu lengi hún skín skært.
Og sumir öðlast frægð af litlum efnum, aðrir einfaldlega vegna þess að þeir verðskulda það fyllilega og margháttað.
Hafi hið síðastnefnda einhvern tíman átt vel við, þá gildir það sannarlega um John karlinn Fogerty, sem nú mun vera á sínu sextugasta og þriðja aldursári.
Frægðarsól hans reis auðvitað með miklum glæsibrag um og eftir 1970 er hann fór fremstur í flokki í hinni margrómuðu kántríblúsrokksveit, Credence Clearwater revival!
Hygg ég að enn þann dag í dag sé sú sveit að eignast nýja aðdáendur fyrst og fremst vegna þess að þar samdi Fogerty mörg af helstu gullkornum amerískrar rokktónlistar, lög sem vart teljast neitt minna en sígild, Have You Ever Seen The RAin, Who´ll Stop the Rain, Bad Moon RisingRock ´n´Roll Over The World (sem Status Qou gerðu reyndar að sínu) Proud Mary (sem Tina Turner vihélt frægð á) og svo mætti lengi telja!
Frægðin tók hins vegar sinn toll og harður innbyrðis ágreiningur Johns við aðra meðlimi, þ.m.t. við bróður hans, tom heitin, markaði endalok samstarfsins og hefur í raun ekki gróið um heilt upp frá því.
Málaferli og fleiri leiðindi komu síðar vegna notkunar á CCR nafninu svo eitthvað sé nefnt.
En 1973 hóf Fogerty sinn ansi hreint brokkgenga einherjaferil, sem fram á þennan dag, í 34 ár, hefur ekki skilað nema 8 hljóðversplötum auk einna tveggja tónleikaplata og ýmissa safnútgáfa.

Þögn í meira en áratug.

Eftir útgáfu fimmtu plötunnar undir eigin nafni, Eye Of A Zombie 1986, varð skyndilega langt og mikið hlé á ferli kappans. Hann hreinlega hvarf af sjónarsviðinu í ein 11 ár!
Þann tíma kom hins vegar í ljós er hann snéri svo sannarlega eftirminnilega til baka 1997, að hann hafði nýtt tíman vel, endurskipulagt allt sitt einkalíf og lagst í miklar tónlistarlegar pælingar m.a. á sviði gítarleiks!
Platan Full Moon Swampð reyndist einfaldlega vera ein allra eftirminnilegasta plata tíunda áratugarins og endurkoma hans þar með ein sú merkasta á seinni árum í ameriskri tónblistarsögu allavega!
Full Moon Swamp var samt auðvitað ekkert annað en "gamalt vín á nýjum belgjum" þannig séð, en innan kántrírokk og blús rammans með poppáhrifum sem kryddi, er Fogerty einfaldlega gefin snilligáfa að tvinna saman lagaperlur!
Krafturinn, spilagleðin og einfaldlega nýr og endurborin Fogerty gerði það svo að verkum, að þessi plata telst já alveg einstök!
Með DEja Vu All Over Again árið 2004, fylgdi hann Full Moon Swamðp af mínum dómi alveg bærilega eftir, þótt sú sífa væri mun poppaðari en forverin.
Fyrir skömmu kom svo áttunda plata meistarans undir eigin nafni af hljóðverstagi, Revival og þar bregst hann svo sannarlega ekki!

Meira Rokk!

ER skemmst frá því að segja, að nú er aftur sett í meiri rokkgír. Platan reyndar nokkuð skipt, meira um hefðbundnar kántrístemningar til að byrja með, en svo um miðbikið er heldur betur gefið í!
Eins og nafnið gefur til kynna er áhrifa allt aftur til CCR áranna að gæta, en þó ekki með beinum tilvitnunum í texta og í sumar laglínur hreinlega eins og hann lék sér nokkuð að á Deja vu..! (að ég hygg!)
En fyrst og síðast hvernig sem lögin eru í forminu, um enn og aftur framúrskarandi góðar lagasmíðar sem fá mann til að hristast og skekjast af SANNRI ánægju og gleði!
Ætla hér ekkert annars að nefna einhver lög sérstaklega, þetta er bara svona plata þar sem engan sérstakan daufan punkt er að finna og lögin skiptast bara á að vera í uppáhaldi!
John Fogerty sannar þarna enn og aftur lagasmíðasnilli sína sem og enn og aftur hversu góður til dæmis gítarleikari hann er og það með meiru.
Raunar er vart það hljóðfæri til sem hann spilar ekki á, auk gítars og söngs hefur hann gripið í t.d. munnhörpu, hljómborð, saxafón og fiðlu á plötum sínum!
Hann er einfaldlega stórkostlegur tónlistarmaður, en hefur með persónulegum skapsmunum og öðrum erfiðleikum í samstarfi við aðra, þó mikið spillt fyrir ferli sínum!
Að mörgu leiti eru hann og Neil young, kanadíski meistarinn mikli, líkir um margt!
Stórkostlegir tónlistarmenn á allan hátt, báðir mjög pólitískir baráttuhundar í orði jafnt sem æði, en sömuleiðis afskaplega sérlundaðir og oft erfiðir að vinna með!
og svo hafa báðir átt það mjög erfitt í einkalífinu, en ekki orð um það meir!
Revival er semsagt ekkert nema sönn tónlistarleg ánægja, sem ég mun lengi lifa á!


Sigrað með seiglu!

Já, nokkuð svo mikið þurfti að hafa fyrir þessum sigri og það mátti svo sem ekki miklu muna aðmenn færu að endurtaka klúðrið gegn Marsille, yfirburðir á fyrsta hálf´tímanum, gott mark, en svo ein sókn gestana og jöfnunarmark og svo bara allt í voða nokkrar mínútur á eftir, en sem betur fer tóku menn þetta á sannkallaðri seiglu í seinni hálfleik!

Stormur í vatnsglasi!?

Þrátt fyrir að gustað hafi milli bandarisku eigendanna og Benitez, þá sér hver maður að það væri báðum í óhag að semja ekki frið, Í Liverpool á spánverjinn vísan stuðning eins og lesa má og augljóst að hann vill halda ótrauður áfram og fyrir eigendurna yrði það bara óráð ef þeir þ.a.l. myndu fara út í hörku og víkja stjóranum frá! Þetta er því líklega mál sem mun leysast farsællega,ekki síst þegar gengið inn á vellinum er svo gott sem raun ber vitni!
Og vonandi verður áframhald á velgengninni er haldið verður til Frakklands, þangað verði farin sannkölluð sigurför!


mbl.is Benítez: Stoltur af stuðningsmönnum okkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grænt te er gott!

Lengi vel á barns- og unglingsaldri var ég matvandur í meira lagi. VAr sömuleiðis þrjóskari en fjandin ef átti að koma mér með einhverjum hætti til að borða til að mynda soðin fisk!?
Sömuleiðis skislt mér að ég hafi lengi vel ekki verið mikið gefin fyrir kjöt, en þeim mun hrifnari af rauðkálinu, sem að minnsta kosti í gamla daga, þótti alveg ómissandi með sunnudagssteikinni!
En með árunum, meiri víðsýni og þroska, hefur þetta auðvitað batnað, þó ég viðurkenni að sumt er alls ekki í uppáhaldi enn, en slíkt á nú við um flesta í einhverju geri ég ráð fyrir.
Opin hugur fyrir hollustu hefur heldur ekki alltaf verið til staðar, þó ég hafi samt alltaf annars lagið á fullorðinsárum viljað prófa eitthvað í þeim efnum.
Smitaðist til dæmis af brennandi áróðri Gunnars Eyjólfssonar stórleikara á neyslu sveppates um árið og held svei mér að það hafi gert me´r gott, þetta ár eða svo minnir mig sem ég neytti þess!
Sé eiginlega smá eftir að hafa ekki ends lengur á því.
Núnú, fyrir nokkrum vikum tók ég þó upp á allavega tilbrigði við sama stef, byrjaði að drekka grænt te, svona þrjá bolla eða meira á dag.
Sumir geta vart drukkið það nema helst með sykri/sætu í, en mér hefur tekist að sleppa því, en nota smá mjólk út í.
Skemmst er frá að segja, að mér finnst teið fara sérdeilis vel í mig, hafa haft góð áhrif á meltinguna og kannski komið betra jafnvægi á bloðrásina!
Drekk nú alltaf mitt kaffi líka, það alveg ómissandi svona tveir þrír bollar á dag auk annars vökva líka, en teð sannarlega verið góð viðbót.
Nýlegar ´rannsóknir munu líka sýna, að regluleg drykkja á grænu te, þryggja til fjögra bolla á dag, hefur víst góð áhrif til mótvægis sykursýki!
Mæli eindregið með teinu og er sömuleiðis fínt með öðru hollustufæði, ávöxtum og grænmeti, sem allir eiga auðvitað að neyta reglulega!

Bestir og mestir!?

Já, núna erum við Íslendingar:

Flottastir, en fæstir,
fínastir og bestir.
Toppi, trónum hæstir,
Töffararnir mestir!


mbl.is Þingmenn gleðjast yfir góðum árangri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jæja, hvað segja Manchesteraðdáendur nú!?

Ekki er hægt annað en að óska aðdáendum Man. Utd. til hamingju með frammistöðuna í þessum leik, sérstaklega í fyrri hálfleik!
Á undanförnum vikum hafa þeir nánast verið svo ánægðir með liðið, að titillinn hefur bara verið nú þegar varin strax í nóvember!
Þeir gert grín af sumum öðrum aðdáendum ónefndra liða og skammast yfir þeim með háðslegum hætti, en gera það víst ekki næstu dagana eftir þessi úrslit allavega!
Hefðu þó þegar á heildina er litið skilst mér átt skilið meira, en þetta snýst um það eins og alltaf að skora, nýta tækifærin, en það gekk semsagt ekki í dag og vþí annað tapið staðreynd á tímabilinu!
Einhver myndi segja að vissu réttlæti hefði verið fullnægt frá sl. leiktíð (að mig minnir) er United unnu mikin heppnissigur á síðustu stundu eftir að Bolton hefðu verið mun betri!
Allavega gífurlega mikilvægur sigur fyrir þá í botnslagnum.
Og Ronaldo hvíldur!?
Voru ekki einhverjir að skammast út í slíkt hjá öðrum liðum?
En við þessi úrslit harðnar baráttan við toppin, Liverpool búið að ná United og á eftir mun Chelsea vísast skjótast í annað sætið með sigri á Derby, slakasta liði deildarinnar!

En úff, slátrun hreinlega hjá Everton á liði vinar míns og frænda Gústa, Sunderland!
Hörmulegt!


mbl.is Man.Utd. undir gegn Bolton
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Prýðilegt hjá "Púlurum"!

Mjög sterkt að vinna þennan leik og það svo stórt!
Eins og fram kemur rétt bráðum þýðir þetta að Rauði herinn er nú búin að ná Man. Utd. að stigum, en Arsenal sigla áfram seglum þöndum þrátt fyrir erfiða fæðingu gegn Wigan og mikil meiðsli leikmanna!
Það vekur óneitanlega athygli hversu ílla liði Newcastle gengur, einhver myndi nú halda að hitna væri farið undir "stóra Sam" stjóra félagsins!?
En þetta eru góð skilaboð frá Liverpool að liðið verði áfram væntanlega á fullri ferð í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn!
mbl.is Liverpool lagði Newcastle, 3:0
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jæja!

Styttist í gátuna, er að ég hygg lauflétt, fíflagangur verður eðli málsins samkvæmt ekki tekin alvarlega, ef einhver heldur annað og sneitt einfaldlega framhjá honum.
Ballið byrjar um 21.30!

Og KONA er málið, gott fólk!


Æ, Moggafólk, vanda sig!

Eins og þessi frásögn er annars um margt skemmtileg og kannski til fyrirmyndar fyrir fleiri að breyta eins og þessi hjón hafa gert, þá er nú heldur leiðinlegt þegar menn og það ekki í fyrsta sinn, fara ílla með okkar ástkæra móurmál í slíkum fréttaskrifum!
Hér á ég við upphafssetningu fréttarinnar, að öllum sé ekki fært "Að skipta um hest í miðri á"!?
Í bókstaflegri merkingu er það beinlínis röng ákvörðun og nokkuð sem menn gerðu alls ekki hér lengst af, að skipta um hest í miðri á! Og þegar svo er tekið til orða í dag, er merkingin því jafnan neikvæð, þ.e. til marks um ranga ákvörðun, en ekki að með því sé einhver að færa líf sitt með afgerandi hætti til betri vegar! (er svo væntanlega í tilfelli þessara hjóna!)
En að "Söðla um" eða já "Snúa við blaðinu" er á hinn bógin það sem betur átti hér við og réttar og kann vissulega ekki að vera á allra færi í lífsbröltinu.
SVona rétt eftir að Dagur íslenskrar tungu er liðin, mega blaðamenn ekki gera sig seka um slíkan skort á málskilning!

Hjónakorn í baki bein,
birtast okkur hér með sanni.
Eru nú á grænni grein,
gerðu hreint í sínum ranni!


mbl.is Á grænni grein
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Steinun Valdís PÖNKARI!

Neinei, ætla ekkert að fara að tala um músík núna, en fyrirbærið Pönk var auðvitað annað og meira en tónlist, þótt það hafi kannski ekki skilað mikið meiru en til dæmis Hippabyltingin gerði!
En þessi tillaga fyrrum Borgarstjórans í reykjavík, sem best ætti hér að þessu tilefni bara að kallast borgarstýra, Steinunnar VAldísar Óskarsdóttur, hefur víst orði tilefni ágætrar umræðu síðustu daga svona í dagsins önn!
Mér finnst hún bara þrælgóð og er einmitt í anda pönksins hvað það varðar að brjóta upp já að mér finnst löngu úreltar hefðir og venjur!
Tillagan vel rökstudd og svei mér ef þetta er ekki hundrað sinnum merkilegra mál í sinni annars umfangssmæð, tilhlýðilegra og betra, heldur en til dæmis léttvíns og bjórsbrallið!
Konur fengu kosningarétt fyrir 100 árum, við munnumst þess nú, hvað um ögn meiri rétt eins og í þessu dæmi, að minnka hina karlegu slagsíðu og afleggja þessi gömlu starfsheiti eða finna upp ný fyrir konur!?
mbl.is Vill nýtt starfsheiti fyrir ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klúður aldarinnar!

Þetta einstaklega klaufalega tap enskra er punkturinn væntanlega yfir i-ið í fótboltaklúðri 21. aldarinnar hingað til!
Náðu jú að leiðre´tta hörmungarbyrjun og jafna, en töpuðu samt! Annars er þessi undankeppni röð rugls og mistaka hjá Englendingum, einkum og ekki síst mislukkuðum þjálfara að kenna, allt frá því að hann byrjaði á að velja ekki Beckham auk fleiri síðar sem hefðu mátt fá tækifæri, til þess hreinlega að hrekja jafnbesta og traustasta varnarleikmannin frá liðinu svo hann hætti að gefa kost á sér, Jamie Carragher!
Lykilleikmenn eins og Gerrard og Lampard sérstaklega, hafa heldur ekki staði sig sem skildi, að ekki sé nú minnst á alla markmannahrakfallasöguna, sem náði toppnum með óheppni og klaufaskap Carsons í kvöld í fyrsta markinu, nokkuð sem hann hafði vart lent í áður í alvöruleik, allavega ekki á þennan vegin!
Margir Íslenskir fylgjendur sem og óteljandi fleiri út um allan heim, vþí vonsviknir í kvöld, England ekki með á næsta EM í Sviss og Austurríki!
Og í Englandi sjálfu, þið getið rétt ímyndað ykkur vonbrigðin hjá þessari meginþjóð nútímafótboltans og eflaust kraumandi bræðinni líka sem sýður undir!
mbl.is England tapaði og Rússar náðu síðasta EM-sætinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband