Hringhenda um Sigga Sig.

Frá því í byrjun ágúst hef ég líka verið að láta ljós mitt skína á Fésbókinni. Þar á ég nokkra vini sem ég hef upphaflega vingast við hér á Moggablogginu, m.a. mótorhjólameyjuna mildu að vestan hana Rannveigu Höskuldsdóttur.
Hjá henni um daginn var fyrirbæri sem kallar sig Sigga Sig og gerði fyrst garðin frægan hér á blogginu, svona aðeins að "vísnast og klæmast" við Veiguna og ekki mjög vandvirknislega svo ég lét mitt álit í ljós. Karlfyrirbærið kom með hnoð handa mér sem ekki verður hér birt, en fékk þess í stað eftirfarandi. Hvort sem það var hringhendunnar vegna eða annars, þá steinþagnaði SS eftir hana og hefur ekki gelt síðan!

Margur heldur mig já sig,
monti belgdur, versti dóni.
En löngu geldur Siggi Sig,
seint þó veldur miklu tjóni!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband