24.8.2009 | 22:17
Grautfúlari gerast þeir vart, fótboltadagarnir!
Nei, það er erfitt að ímynda sér!
Þessi leikur alveg skelfing að tapa og byrjunin á tímabilinu bara afar slæm.
Mér svíður þó enn meir tapið hjá stelpunum okkar fyrr í dag, ætti að setja þessa rússnesku "dómaratruntu" strax í svona tíu leikja bann hið minnsta!
Jájá, ég er ekki mjög glaður núna ofan á annað persónulegra angur, sem ég þó væli ekkert upphátt yfir hér!
Núna er hugarins hagur,
heldur dapur og sár.
Fúll var fótboltadagur,
já, fjandanum verri og grár!
Aston Villa skellti Liverpool á Anfield | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkur: Enski boltinn | Facebook
Um bloggið
Pælt um heima og geima
Eldri færslur
- Desember 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Janúar 2013
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Bloggvinir
- Jens Guð
- arnar valgeirsson
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Big Fats Slim
- Blúshátíð í Reykjavík
- Brynjar Davíðsson
- Einar Bragi Bragason.
- Eva Benjamínsdóttir
- Eygló
- Gulli litli
- Heiða Þórðar
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Hildur Sif Thorarensen
- Hlynur Hallsson
- Hólmdís Hjartardóttir
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristinn Halldór Einarsson
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Oddur Helgi Halldórsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Rannveig H
- Sema Erla Serdar
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sjónstöð Íslands
- Solla Guðjóns
- Steingrímur Helgason
- Svala Jónsdóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Vefritid
- Víðir Benediktsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég mæli með Magnús að þú takir þér sálufélaga þinn og Liverpool mann til fyrirmyndar hann Hallgrím Guðmundsson sem skrifar hér um tökur í rassgat á heimavelli á öðrum stað. Hann reynir þá að sjá húmorinn í þessu.
Sjálfur hef ég haldið með Manchester United í um 40 ár svo ég veit að þetta gegnur upp og niður í þessum blessaða bolta. Engin ástæða til að fara að dunda við snöruna.
Vonum svo að stelpurnar okkar taki þær Norsku bara í næsta leik. Ef við vinnum þær segjum 1 - 0 og þær leggja Frakkana 1 til 2 - 0 þá förum við áfram sem þriðja lið á markamun reiknast mér til svona í fljótheitum. Ekki allt búið enn.
Karl Löve, 24.8.2009 kl. 22:27
Mér var hugsað til Liverpoolara í kvöld... ekki laust við að ég vorkenni ykkur... nei, nú var ég bara að djóka...
Brattur, 24.8.2009 kl. 22:57
Já Bratti karlinn, þú varst að grínast.
þakka þér innlitið karl, en þótt daufur sé get ég jú stundum reynt að horfa á björtu hliðarnar, nema hvað að ég nota aldrei svo ljót orð sem þú segir að fiskkaupmaðurinn á Akureyri hafi gert!Að vísu er ég aldrei þessu vant orðljótur um rússnesku konuna er dæmdi hjá stelpunum í dag, en þó amt innan tilvitnunarmerkja!
Magnús Geir Guðmundsson, 25.8.2009 kl. 00:11
Bara kær kveðja Magnús minn Geir; You´ll never walk alone...
Hildur Helga Sigurðardóttir, 25.8.2009 kl. 23:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.