Gjamm hins gjaldþrota!

Gjammar úr greni sínu,
gamall syndarefur.
Sjálfur saklausra pínu,
á samviskunni hefur!

Alveg með ólíkindum hvernig þessi uppgjafa gamli stjórnmálamaður getur leyft sér að ásaka aðra um hitt og þetta þegar hann sjálfur er einn Höfuðpauranna í sömu atburðarás, en þetta er sama gamla sagan um að sjá bjálkan í auga náungans, en ekki flísina í sínu eigin!
Gjaldþrota málflutningur!


mbl.is Algjör þáttaskil með hruninu segir Björn Bjarnason
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef nú hingað til ekki verið talinn neinn sérstakur aðdáandi BB, en þarna er hann ljóslega að taka afstöðu með hagsmunum almennings, og gegn þessari ömurlegu og úreltu bankaleyndarhugsun.

Mér finnst ekkert að því að hann setji út á Björgvin og Gylfa í þessu samhengi.

Brynjar (IP-tala skráð) 2.8.2009 kl. 00:07

2 Smámynd: Steingrímur Helgason

Aldraður Björninn að reyna að 'popjúlizmazt' dona í reztina.

Ekki það að maðurinn sé nú innmúraðri í Valhallarregluna & hafi í 18 ár verið einn af valdameztu mönnum landzins.

Steingrímur Helgason, 2.8.2009 kl. 00:24

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Haha Steini, ekki það nei.

Þér finnst það ekki Brynjar, gallin bara sá að hann er maðurinn ásamt nokkrum fleiri er upphafinu veldur og slíkra gagnrýni hittir alltaf þá sjálfa fyrir!Þessar ásakanir ekkert nema aumt yfirklór til að beina athyglinni frá megin sök hans sjálfs,aðrir betur til þess gerðir að gagnrýna B og G.

Magnús Geir Guðmundsson, 2.8.2009 kl. 01:40

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

..betur til þess fallnir, er nú betra að segja.

Magnús Geir Guðmundsson, 2.8.2009 kl. 01:42

5 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Magnús minn Geir; Þetta er sko flísin í eigin auga og bjálkinn í annars...

Hildur Helga Sigurðardóttir, 2.8.2009 kl. 02:21

6 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Takk fyrir það mín kæra, ekkert flísatimbur að flækjast í okkar augum!

Magnús Geir Guðmundsson, 2.8.2009 kl. 02:42

7 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Annað mál er svo það, að ég skildi hvorki upp né niður í þessum pistli BB.

Hvað var maðurinn eiginlega að fara ? Þráður ? Rök ? osfrv.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 2.8.2009 kl. 04:25

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góður Magnús minn.  Sammála þér með Björn, menn sem eiga jafnstóran þátt í þessu öllu og hann, ættu ef til vill frekar að skríða með veggjum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.8.2009 kl. 11:39

9 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Takk mínar elskulegu og fallegu vinkonur!

Kann Björn bara nokkuð að skammast sín? Ekki undarlegt þótt þú spyrjir Hh,hann er bara óforbetranlegur og ei eflaust sáttur við sitt hlutskipti og situr nei ekki á neinum friðarstóli þarna við tölvuna í stað þess að fara sér hægar, eins og þú segir frú Cesil!

Magnús Geir Guðmundsson, 2.8.2009 kl. 15:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband