31.7.2009 | 11:49
Þar með er ekki öll sagan sögð!
Eins og þessi frásögn er sett upp hjá mbl með slíkri fyrirsögn, er þessi samanburður ekki nákvæmur. Allir læknarnir eru langt því frá ríkisstarfsmenn, auk þess sem sumir þeirra eru það bara að hluta eins og flestir sérfræðingar eða margir, eru með stofu út í bæ, en vinna jafnframt á sjúkrahúsum. Þá eru þeir margir með sitt í einkahlutafélögum, greiða ærið misjafnt útsvar eða ekki, (líkt og reyndar svo fjöldamargir aðrir) þannig að þessi tekjumynd er ekki alls kostar góð og raunar ekki mjög sanngjarnt að miða laun lækna við laun forsætisráðherra. Hins vegar er það ekkert óeðlilegt markmið í sjálfu sér, að laun lækna frá ríkinu sem og annara háttlaunaðra, séu ekki meiri en hans. Og ég hef auk þess lýst þeirri skoðun áður í því ástandi sem nú ríkir, að allir verði að taka ábyrgð og þar eru læknar auðvitað sem aðrir engin undantekning.
265 læknar með meiri tekjur en forsætisráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Fjármál | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Kjaramál, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Pælt um heima og geima
Eldri færslur
- Desember 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Janúar 2013
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Bloggvinir
- Jens Guð
- arnar valgeirsson
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Big Fats Slim
- Blúshátíð í Reykjavík
- Brynjar Davíðsson
- Einar Bragi Bragason.
- Eva Benjamínsdóttir
- Eygló
- Gulli litli
- Heiða Þórðar
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Hildur Sif Thorarensen
- Hlynur Hallsson
- Hólmdís Hjartardóttir
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristinn Halldór Einarsson
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Oddur Helgi Halldórsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Rannveig H
- Sema Erla Serdar
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sjónstöð Íslands
- Solla Guðjóns
- Steingrímur Helgason
- Svala Jónsdóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Vefritid
- Víðir Benediktsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Læknar eru fólkið sem við treystum fyrir lífi okkar þegar við veikjumst eða lendum í slysi. Milljón á mánuði finnst mér ekki mikið miðað við þá ábyrgð sem læknar hafa og þá góðu hluti sem þeir gera.
Mér finnst ekkert að því þótt margir læknar hafi hærri laun en forsætisráðherra þótt stór hluti þeirra séu ríkisstarfsmenn.
Flestir læknar hafa lagt að baki um 8-10 ára háskólanám og sumir jafnvel meira. Grunnámið er 6 ár að ég held. Ef það á að fara að lækka laun lækna með einhverjum hætti þá munu þeir flýja land og ungir læknar og þeir sem eru í námi munu fara erlendis, því þar eru kjörin oft mun betri en hér á landi.
Ólafur Gunnar Sævarsson (IP-tala skráð) 31.7.2009 kl. 13:08
Bankastjórar eru þeir sem að maður treystir fyrir peningunum sínum þegar maður á einhverja. Var það ekki Ólafur. Bara að benda á að laun hafa ekkert að gera með hæfni og ábyrgð það er ekki einu sinni 2007 að halda það. Var ekki líka alltaf sagt að hinir vitru bankamenn myndu fara ef að þeir fengju ekki mansæmandi laun held að margir vildu að þeir hefðu farið.
Jón Aðalsteinn Jónsson, 31.7.2009 kl. 14:21
Í fyrsta lagi eru læknar á fullu kaupi stóran hluta námstímans og í öðru lagi ef þeir flýja land þá væri athugandi fyrir okkur almugamenn að auglýsa stöður þeirra t.d. í Kína, Indlandi og austur Evrópu. Þar eru alveg jafn vel menntaðir læknar sem hugsanlega leggja minna upp úr peningahliðinni en meiri áherslu á lækningar og umhyggju fyrir skjólstæðingum sínum.
Gísli Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 31.7.2009 kl. 14:27
Þetta "háa" kaup kemur ekki til af endilega góðum grunnlaunum, útköll, bakvaktir og oft ómanneskjulegir vinnutímar búa þar að baki. Ekki gæti ég séð fyrir mér að annaðhvor Jón eða Gísli legði á sig 6 ár plús kandídat og 4 til 6 ára sérnám, bara til þess að geta gefið Íslenska ríkinu vinnu sína um helgar, kvöldin og á nóttuni. Voðalega sér fólk ofsjónum yfir þessum launum.
Ingunn (IP-tala skráð) 31.7.2009 kl. 15:24
Ég hélt nú að það væru aðallega hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar sem væru að vinna á nóttunni og um helgar. Læknarnir eru aðallega að vinna á daginn. Hins vegar hafa þeir frábæra samninga sem töfra lág grunnlaun í ótrúlegar hæðir.
Gísli Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 31.7.2009 kl. 15:54
Ég treysti kennurum fyrir börnunum mínum, lögreglunni fyrir að halda uppi lögum og reglu í þjóðfélaginu og einu sinni treysti ég bankanum fyrir peningunum mínum sem hafa nú aldrei verið neitt sérstaklega miklir þrátt fyrir sex ára langskólanám. Mér finnst ekkert í spilunum sem réttlætir það að sumar starfstéttir fái 20 sinnum hærri laun heldur en lágmarkslaun bara út af hversu mikilvæg þau eru. Öll störf eru mikilvæg. Við findum t.d. óþyrmilega fyrir því ef að hætt væri að hirða sorp hjá okkur einn daginn eða enginn væri til að afgreiða úti í búð.
Kristín Þ Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 31.7.2009 kl. 17:15
Ingunn ég lagði að baki 8 ár til fullra starfréttinda helming þeirra í vinnu jú vaktavinnu út á hafi um helgar jól páska og áramót. Það er fjöldi stétta sem ber mikla ábyrgð mér er alveg sama hvað læknar hafa í laun en það þarf ekkert að gera úr þeim neitt sérstaka píslarvotta í launamálum.
Jón Aðalsteinn Jónsson, 31.7.2009 kl. 17:33
Læknar sem munu horfa upp á verstu afleiðingar niðurskurðarins á komandi árum á lífslíkum eigin sjúklinga munu varla fara kvarta þó þeir séu ekki með yfir miljón á mánuði. Ég trúi því engan vegin.
Héðinn Björnsson, 31.7.2009 kl. 17:41
Góðir hálsar, þakka ykkur fyrir ágæta umræðu hérna og skoðanaskipti.
Með þessu greinarkorni var þó ekki ætlunin að gera upp á milli stétta né segja af um mikilvægi þeirra á millum til eða frá, vil undirstrika það, aðeins að benda á að þessi einangraði samanburður eins og hann er settur hér fram, væri hvorki góður né alls kostar réttur.Mér finnst svo almennt erfitt að segja til dæmis að pólitikusar séu "minna mikilvæg stétt" heldur en læknar og eigi því ekki skilið hærri laun, nú eða öfugt. Þetta er mjög afstætt og erfitt að setja mælistiku á mikilvægið. einhvern vegin finna menn þó alltaf lausnina, m.a. með samningum eins og kunnugt er.
Magnús Geir Guðmundsson, 31.7.2009 kl. 19:48
Það að færa laun allra ríkisstarfsmanna niður fyrir laun forsætisráðherra er bara einfaldur populismi og mun aldrei virka. Bara enn eitt dæmið hvað þessi ríkisstjórn er vitlaus. Verst að þessar tvær höfuðpersónur hennar verða aldrei sóttar til saka fyrir flótta þessarar, já og fleiri stétta til útlanda. Þegar landið verður nær læknislaust munu margir líða mikið. Er ekki Hulda, forstjóri Landspítalans nú þegar farin til baka til Noregs ?
Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 31.7.2009 kl. 23:30
Óttalegt bull er þetta Örn, þú hljómar eins og svekktur Sjálfstæðismaður sem sér bjálkan í auga náungans, en ekki flísina í sínu eigin!
Magnús Geir Guðmundsson, 31.7.2009 kl. 23:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.