8.7.2009 | 00:39
Ég hjá Jóni Val!
Hvað er betra á fögru sumarkveldi, nú eða um dag þegar lítið er að gera eða lundin ei svo létt, en að skella sér inn á bloggið hjá guðfræðingnum kjaftgleiða Jóni Val Jenssyni og gleyma sér þar smá stund, ég bara spyr!?
Það geri ég stundum, eins og fyrr hefur komið fram og víla ekki fyrir mér að svetta einhverju blaðri eða bögukorni í athugasendum, mér til mikillar ánægju og skapsbótar oft á tíðum! Skiptir mig engu þótt andsvörin séu oft út í hött og heldur óbilgjörn sem tíðum hjá kappanum, virkar sjálfsagt álíka á mig líkt og vatni sé skvett á gæs!
Jóni Val líkar ekki mjög önnur sjónarmið en sín eigin varðandi Icesave og sendi mér þessa alveg ágætu sendingu um margt í fjórum línum.
Icesavesnatar ýlfra hátt,
aumka breska vini.
Að mýkja þá er mikið brátt,
Magga Guðmundssyni.
Auðvitað ekki sammála innihaldinu, en afar ánægður með sjálfan mig, setti ég þetta í snarhasti á blað sem andsvar.
Tilfinning er tær og góð,
talsvert stoltur er.
Kveðskapar að kveikja glóð,
í KJAFTASKINUM þér!
Nú svo var hann sem oftar með frjálsa túlkun á orðum annara, sem ég leyfði mér að gera athugasend við. Ekki féll karli það alls kostar frekar en fyrri daginn og orðaði það þannig, að Magnús "þessi" væri lítt marktækur.
Launaði ég fyrir mig svona.
Mælir svo Magnús ÞESSI,
af munni hógværa bæn.
Að dável drottin þig blessi
og dæmi Syndugi-Jón!
Skemmst er frá því að segja, að þögn brast á, sem gerist nú ekki á hverjum degi á þeim bænum!
Meginflokkur: Spaugilegt | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Vefurinn | Facebook
Um bloggið
Pælt um heima og geima
Eldri færslur
- Desember 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Janúar 2013
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Bloggvinir
- Jens Guð
- arnar valgeirsson
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Big Fats Slim
- Blúshátíð í Reykjavík
- Brynjar Davíðsson
- Einar Bragi Bragason.
- Eva Benjamínsdóttir
- Eygló
- Gulli litli
- Heiða Þórðar
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Hildur Sif Thorarensen
- Hlynur Hallsson
- Hólmdís Hjartardóttir
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristinn Halldór Einarsson
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Oddur Helgi Halldórsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Rannveig H
- Sema Erla Serdar
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sjónstöð Íslands
- Solla Guðjóns
- Steingrímur Helgason
- Svala Jónsdóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Vefritid
- Víðir Benediktsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Maggi, ef ég þekki þig rétt áttu ekki í vandræðum með að kasta kveðju á kaþólikkann. Annars hef ég alltaf gaman af JVJ. Hann reynir að vera yfirvegaður og málefnalegur og tekst það oft. En oftast tekst honum að vera ósammála mér. En umræðan væri fátæklegri ef hann væri ekki svona ákafur í að verja páfa, slátrun á Írökum, jafnframt því að berjast gegn fóstureyðingum. Og duglegur að skrifta og fara með Maríubæni.
Jens Guð, 8.7.2009 kl. 01:06
Hahahaha, góður ertu félagi Jens! En já, ég segi það satt, léttir mér lundina að kasta mér í kæruleysi inn á karlinn og kannski blaðra eitthvað honum auðvitað til sannrar gleði og ánægju!
Magnús Geir Guðmundsson, 8.7.2009 kl. 01:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.