19.6.2009 | 12:28
Þarna má spara!
Nokkuð einfalt reiknisdæmi má setja upp í huganum og það varlega!
Að því bara gefnu að 9000 ríkisstarfsmenn hafi 400000 á mánuði (þeir eru þó fleiri og upphæðirnar hærri) þá mætti spara rúnlega FJÓRA MILLJARÐA aðeins með því að kípa 10% af laununum!
"Matarholurnar" leynast víða og þetta er bara sem fyrr sagði mjög varlega reiknað!
Allir verða jú að leggjast á eitt og þessi lækkun væri síst of mikil hjá þessum hópi!
Að því bara gefnu að 9000 ríkisstarfsmenn hafi 400000 á mánuði (þeir eru þó fleiri og upphæðirnar hærri) þá mætti spara rúnlega FJÓRA MILLJARÐA aðeins með því að kípa 10% af laununum!
"Matarholurnar" leynast víða og þetta er bara sem fyrr sagði mjög varlega reiknað!
Allir verða jú að leggjast á eitt og þessi lækkun væri síst of mikil hjá þessum hópi!
9000 ríkisstarfsmenn með yfir 400 þúsund í laun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Pælt um heima og geima
Eldri færslur
- Desember 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Janúar 2013
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Bloggvinir
- Jens Guð
- arnar valgeirsson
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Big Fats Slim
- Blúshátíð í Reykjavík
- Brynjar Davíðsson
- Einar Bragi Bragason.
- Eva Benjamínsdóttir
- Eygló
- Gulli litli
- Heiða Þórðar
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Hildur Sif Thorarensen
- Hlynur Hallsson
- Hólmdís Hjartardóttir
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristinn Halldór Einarsson
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Oddur Helgi Halldórsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Rannveig H
- Sema Erla Serdar
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sjónstöð Íslands
- Solla Guðjóns
- Steingrímur Helgason
- Svala Jónsdóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Vefritid
- Víðir Benediktsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er rétti staðurinn að byrja sparnað enda eykur hann sparnaðarvilja um allt samfélagið. Við skulum samt ekki gleyma að 60-80% af launagreiðslum ríkisins enda aftur hjá hinu opinbera í formi launaskatta, virðisaukaskatts og minkað atvinnuleysis vegna aukinnar neyslu og þess vegna dugar svona aðgerð skamt til að dekka upp í gatið, en einhversstaðar verður að byrja.
Héðinn Björnsson, 19.6.2009 kl. 13:00
Margir hverjir af ríkisstarsmönnum, eins og á þessu heimili, vinna óhjákvæmilega yfivinnu, eins og t.d í virkjunum. Eiga þessar vaktir eða yfirvinna að vera ókeypis? Ég sæi þig í anda vinna fría tíma fyrir þinn vinnuveitanda. Þar að auki eru laun hjá ríkinu borguð uppá staf samkv samingum og EKKERT umfram það.
Ingunn (IP-tala skráð) 19.6.2009 kl. 13:16
Hvað haldið þið að sé búið að spara hjá ríkisstarfsmönnum undanfarna mánuði? Ég hef þegar tekið á mig niðurskurð og flestir ef ekki allir félagar mínir í tollinum. Þetta þýðir bara enn meiri niðurskurð á launum.
Ég er algjörlega sammála pistilshöfundi að allir verða að leggja eitthvað af mörkum og þýðir niðurskurð í félagslega kerfinu og annarsstaðar. Það er ekki hægt að spara bara hjá þeim sem vinna hjá ríkinu.
Varðandi t.d. læknana þá þéna þeir hugsanlega 4.000 - 6.000 danskar krónur, sem eru engin ofurlaun fyrir lækni á Norðurlöndunum. Við verðum með læknislaust land ef við göngum hart fram við þetta fólk að ógleymdum hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum og fleiri stéttum.
Við erum einnig með vel menntaða sérfræðinga hjá ríkinu, sem hugsanleg flytja á brott. Kannski vantar tollinum í Noregi tollvörð sem er stjórnsýslufræðingur. Ég veit að launin norska tollinum er alls ekki lök, allavega reiknuð í íslenskum krónum!
Guðbjörn Guðbjörnsson, 19.6.2009 kl. 14:24
Guðbjörn, minn ágæti söngvari með meiru, kjarni málsins er já að allir verða að taka á sig samdráttin, þar með taldir öryrkjar og aldraðir, en eins og boðað er, þá er það einfaldlega sanngjarnara, að þeir sem mest hafa taki á sig eitthvað meira!Fregnir hafa jú verið nokkrar og það fyrir bankaskellin, t.d. voru miklar fregnir af slíku frá RÚV sl. haust.Hér erum við ingun og að tala um þá tekjuhæstu hjá ríkinu, þar sem m.a. nokkur hundruð hafa hærri laun en ráðherrar. Það fólk og raunar ráðamennirnir auðvitað líka, geta vel og verða að taka á sig lækkanir.Læknar eru nú í minni fjölskyldu, hef litlar áhyggjur af þeim sérstaklega að muni flytjast umvörpum, en veit sem er að mörg góð hjúkkan hefur hugsað sér til hreyfings eða er þegar farin.
ég held nú svo, að flestra laun, ekki bara ríkisstarfsmanna endilega, endi aftur með einum eða öðrum hætti í ríkiskassanum, bara mismunandi fljótt og mikið!
Þakka ykkur öllum fyrir góð innlegg.
Magnús Geir Guðmundsson, 19.6.2009 kl. 15:19
Við, nánast allir Íslendingar, stöndum frammi fyrir því að bankakrísan, efnahagskreppan, frjálshyggjuhrunið og allur sá pakki þýðir samdráttur og skert lífskjör. Ég rek heildsölu með sólkrem, sjampó og allskonar húðkrem (Banana Boat). Það er hrun í minni grein. Samdráttur upp á 50 - 60%. Þar fyrir utan er allt í rugli. Ég leysi kannski út vörusendingu upp á 2 milljónir. Sel hana á 2,5 milljónir. Þegar ég fæ nýja pöntun með sömu vörum kostar það mig 3 milljónir að leysa hana út. Þar fyrir utan hellist yfir mig hærra bensínverð og annar rekstrakosnaður, hærra tryggingargjald og svo framvegis. Sá peningur sem ég á til að standa undir rekstrinum fær á sig fjármagnstekjuskatt upp á 10% sem nú er að hækka í 15%. Hann leggst aðallega á verðbætur sem samsvara verðbólgu.
Hin vinnan mín, skrautskrift og skrautskriftarkennsla, er líka hrunin. Fyrirtæki sem áður dældu út skrautskrifuðum skjölum og bókum, hafa skorið niður þann kostnaðarlið. Fyrr á þessu ári varð að afskrifa 7 námskeið vegna dræmrar þátttöku. Það jaðrar við að mig langi til að vera með fasta vinnu hjá fyrirtæki sem borgar föst þokkaleg laun. En ég þrengi bara sultaról og bít á jaxl. Þetta hlýtur að lagast. Þangað til þykir mér sanngjarnt að fleiri en ég taki á sig þrengri lífskjör; smá aukaskatt á þá sem hafa yfir 700 þúsund króna laun og annað í þá veru.
Jens Guð, 21.6.2009 kl. 00:23
Við skulum nú rétt vona að þetta lagist og það gerir það nú örugglega, spurningin bara hver staðan verður er birtir til, hversu margir hafa bognað eða brotnað, hve langan tíma tekur að ná jafnvægi aftur.Þú átt meðan heilsan bilar ekki, næg tækifæri held ég, alltaf hægt að finna sér eitthvað til fyrir hæfileikamenn á borð við þig.Gætir til dæmis fengið þér hjól til að spara bensínkosnaðinn!?
Magnús Geir Guðmundsson, 21.6.2009 kl. 13:23
Það á ekkert að spara þarna! Sammála síðasta ræðumanni um margt, enda hefur efnahagskreppan, bensínverðið, atvinnuleysið séð til þess að venjulegt fólk er búið að herða sultarólina svo mikið að það tekur bara við fljótandi fæðu. Og Magnús, það eru allir búnir að leggja sitt að skerfum nema þessir aumingjar sem settu þetta land á hausinn með dyggum stuðningi X-D og X-B. Það sem þarf að gera, er að frysta eigur útrásarvíkingana, ná í peningana sem þeir eru búnir að koma fyrir í skattaskjólum, síðan á að svipta þá ríkisborgararétti og banna þeim að stunda viðskipti hér á landi næstu 30 árin. Helst hefði ég viljað þá undir fallöxina - en það má víst ekki í dag. Það er fullt af venjulegu fólki sem eru með lán sem hafa hækkað meira en 100%, sem hefur misst vinnuna og aleiguna. Það er eiginlega ekki hægt að leggja meira á þetta fólk. Það á að taka þessa aumingjatitti, sem eru búnir að setja þetta land á hausinn, og láta þá borga en ekki ellilífeyrirsþega, öryrkja og heiðarlegt launafólk.
Stefán Sigurðsson (IP-tala skráð) 21.6.2009 kl. 13:33
Og þar var ræðan flutt!
Burtséð frá bankahruninu STebbi, var löngu ´tímabært að rífa seglin, þenslan allt of mikil og bruðlið yfirgengilegt.
Forsendir fyrir einhvers lags frystingu og að svigrúm skapist ffyrir þessu sem þú ferð fram á sem og margur annar, eru vonandi að skapast, þannig að erindi verði haft sem erfiði, hefði ekki þjónað neinum tilgangi að rjúka í þetta með offorsi og klúðra þannig málum. vonandi tekst þetta vel og að meintum gríðarupphæðum verði náð til baka. Enga fallöxi karlinn minn, það myndi gera íllt verra ef blóðþorstinn og hefnigirnin ætti nú að fá útrás. Vissulega eiga margir bágt, en ekki er samt allt sem sýnist, eins og m.a. er að koma í jós með gaurinn þarna sem rústaði húsinu á 17. júní.Margir þeirra sem skulda hvað mest og eru ílla settir nú, voru þeir sem líka lifðu hæst, græddu peninga með einum eða öðrum hætti, en höguðu sér jafnframt afar óskynsamlega, tóku dýr lán þrátt fyrir góðar tekjur, m.a. þessi kúlu- og myntkörfulán, sem þyngst er nú að bera. Langstærsti hluti hefur ekki horft upp á mikið þyngri greiðslubyrði og lánin þeirra hafa ekki hækkað sem þessu bulli nemaur sem þú nefnir.Eignarýrnunin er því ærið misjöfn sem og þróun lána, þeirra er skuldar venjubundin húsnæðislán hjá Íbúðalánasjóði, t.d. flestir eða sem ég þekki til. Nánari gerð á lánunum skiptir svo miklu, svo ekki sé nú talað um hve hátt hlutfall þau eru af verði fasteignarinnar, því hærra hlutfall því verra auðvitað, það spilar nú stóra rullu í ástandinu þessi della að innleiða 90% lán+!
Þetta er því alls ekki einfalt viðfangsefni. Sjálfur ertu örugglega á grænni grein og skuldar lítið gæti ég trúað!
Magnús Geir Guðmundsson, 22.6.2009 kl. 11:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.