Kúlulánsvísa með meiru!

Já, hygg nú að þessi viðbrögð sem orðið hafa, t.d. hjá annars hinum ágætu fjöldasamtökum, Indefende, séu allt of hörð og ætli bara hinu allraversta að gerast!Sömuleiðis heldur hinn nýji formaður B áfram að slá um sig með yfirdrifnum hætti og heyrðist í umræðum gærdagsins.

Sigmundur mér sýnist án,
sóma fljótt á litið.
Kafrjóður um kúlulán,
kjaftar frá sér vitið!

tvær aðrar vísur mega svo fljóta með hérna. Ég hef áður birt vísu um hinn guðhrædda og mjög svo séryrta bloggara, Óskar Helga Helgason. Honum finnst stundunm ástæða til að yrða á mig og þá ekki hvað síst núna vegna þess að ég er ekki alveg á sömu línu og margur varðandi Icesaveábyrgðina m.a. og er hann sjálfur þar meðtalin. Inn á bloggi minnar elskulegu vinkonu, Láru Hönnu, vildi hannfrá mér svör við ýmsu, sem hann fékk og svo þetta líka.

Þótt eflaust hafir innan- já borðs,
eðalhjarta úr gulli.
Óskar minn Helgi, hagur til orðs,
hættu nú þessu bulli!

Og síðan um Lafðina sjálfa Láru Hönnu, datt þetta út úr mér er ég kom inn á síðuna hennar og hún aldrei þessu vant "inni".

Sefur nú á sinni kinn,
svífandi í draumalandi.
Lára Hanna litla skinn,
lúin mjög af næturstandi!


mbl.is „Þarf ansi mikið að ganga á“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Berjast fyrir börnin mín

bara geta orgað.

Holensk fól og heimsk Bresk svín

heimt'að fá allt borgað.

Hvorki ég né börnin mín báru enga ábyrgð á skuldum þessara óreiðumanna.

Offari, 19.6.2009 kl. 11:32

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Haha S, þú ert ei svo slæmur í íþróttinni!

En verra þykir mér að þín góða systir skuli skilja okkur senn eftir í "svaðinu"!

Magnús Geir Guðmundsson, 19.6.2009 kl. 11:41

3 Smámynd: Offari

Ég er bara feginn að hún skuli geta forðað sér úr spillingarborgini.

Offari, 19.6.2009 kl. 12:37

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

En þú skilur mig, agalegt að missa svo fallega stúlku og góða úr landi, Ísland verður ekki samt á eftir við slíkan missi! (hún talar líklega ekki við mig aftur þegar og ef hún les þetta!)

Magnús Geir Guðmundsson, 19.6.2009 kl. 15:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband