Glapræði!

Svo einfalt yrði það já, að láta þennan afbragðsleikman fara. Sá hollenski er ágætur og vissulega með reynslu í deildinni eftir dvölina hjá Chelsea og sá argentíski sömuleiðis eftir árin hjá MU, en hvorugur og þótt báðir kæmu auk peninga í viðbót, yrðu ekki skynsamleg skipti. Það er allavega mín sannfæring á þessum tímapunkti auk þess sem málin hafa bara þróast þannig, að leikmenn eru nú fyrir hjá LFC sem skipa þessar stöður sem þessir tveir spila jafnan,sem eru engu síðri ef ekki betri og í tilfelli vinstri bakvarðarstöðunnar (sem GH var ætlað fyrir ári að fylla sem frægt varð) eru eigi færri en þrír nú sem keppa um hana.
mbl.is Bjóða Liverpool Robben eða Heinze fyrir Alonso
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Pálsson

Ég er sammála að Liverpool hefur hvorki þörf fyrir Gabriel Heinze eða Arjen Robben.  Sjálfum hefur mér lengi fundist Alonso vera vanmetinn og síðasta sumar virtist Benitez helst vilja losa sig hann.  En eftir sérlega gott síðasta tímabil hefur staðan snarbreyst.  Mín skoðun er að Liverpool eigi aðeins að taka boði í þennan leikmann ef þeir telja sig annað hvort eiga eða geta keypt fyrir lægri upphæð annan betri leikmann í þessari stöðu.  Sá möguleiki er hins vegar ekki í augsýni nema fyrir a.m.k. 25-30 milljónir punda.

Bjarni Pálsson, 13.6.2009 kl. 21:42

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Sæll Bjarni og þakka þér ágætt innlegg!

Við erum greinilega á sama máli um álit á Alonso og í raun voru það bara meiðsli sem drógu fyrst og fremst af honum á tímabilinu '07 - '08, þannig að stjórinn hefur kannski óttast um að stöðnun væri í nánd. En svo varð sumsé ekki og ég held að hann verði alls ekki seldur og raunar verði ekki miklar breytingar á hópnum fyrir næsta tímabil.

Magnús Geir Guðmundsson, 13.6.2009 kl. 21:55

3 identicon

enda frábært lið.

Frelsisson (IP-tala skráð) 14.6.2009 kl. 21:39

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Allavega mjög gott!

Magnús Geir Guðmundsson, 15.6.2009 kl. 11:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband