11.6.2009 | 15:30
Ofurraunsæisrugl!
Já, það er nú besta orðið sem ég finn í mínum hausgarm til að lýsa þessari sölu og raunar hinni fyrri fyrir nokkrum dögum líka til Real, á Kakao, brasilíska dáðadrengnum!
Hafi Chelsea keypt ´sér titla með ofurkaupum, hvað kalla menn þá þetta!?
Og það á að heita efnahagskreppa og hún ekki síst mikil á Spáni um þessar mundir!
En kannski mun þetta bara ekkert ganga upp, til dæmis gætu báðir og fleiri til, bara meiðst í sumar!?
En, þetta er ekki góð þróun og allt þetta gríðarlega peningaprang er að eyða hinu sanna gildi og tilgangi íþróttarinnar, ég er nú já dálítið hræddur um að það sé að gerast smátt og smátt og er nú ekki einn um þá skoðun!
Hafi Chelsea keypt ´sér titla með ofurkaupum, hvað kalla menn þá þetta!?
Og það á að heita efnahagskreppa og hún ekki síst mikil á Spáni um þessar mundir!
En kannski mun þetta bara ekkert ganga upp, til dæmis gætu báðir og fleiri til, bara meiðst í sumar!?
En, þetta er ekki góð þróun og allt þetta gríðarlega peningaprang er að eyða hinu sanna gildi og tilgangi íþróttarinnar, ég er nú já dálítið hræddur um að það sé að gerast smátt og smátt og er nú ekki einn um þá skoðun!
Staðreyndir um Ronaldo | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkar: Enski boltinn, Fjármál | Facebook
Um bloggið
Pælt um heima og geima
Eldri færslur
- Desember 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Janúar 2013
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Bloggvinir
- Jens Guð
- arnar valgeirsson
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Big Fats Slim
- Blúshátíð í Reykjavík
- Brynjar Davíðsson
- Einar Bragi Bragason.
- Eva Benjamínsdóttir
- Eygló
- Gulli litli
- Heiða Þórðar
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Hildur Sif Thorarensen
- Hlynur Hallsson
- Hólmdís Hjartardóttir
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristinn Halldór Einarsson
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Oddur Helgi Halldórsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Rannveig H
- Sema Erla Serdar
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sjónstöð Íslands
- Solla Guðjóns
- Steingrímur Helgason
- Svala Jónsdóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Vefritid
- Víðir Benediktsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er mjög athyglisvert, að á sama tíma og efnahagsástandið er hræðilegt á Spáni af völdum kreppunnar, að fótboltafélag sem er ekki einu sinni best þar í landi, skuli í sömu vikunni geta keypt tvo leikmenn fyrir um 150 milljónir evra.
Svo þarf að borga þessum köppum kaup en mig minnir að Kaka fái 9 milljónir evra í árslaun hjá Real Madrid. Ronaldo fær þá líklega 12-15 millur á ári! Eru svo ekki einir 30-40 aðrir leikmenn á launaskránni?
Tek undir með þér Magnús Geir, að þetta er fáránleg þróun. Jafnvel hrein og bein klikkun!
Því má þó ekki gleyma, að fótboltinn er gríðarlega vinsæll og þeir fá langt upp í kostnaðinn með sölu á bolum merktum þessum köppum og öðrum gjafavarningi.
En allt er hægt að verðleggja of dýrt. Til dæmis er stuðningsmannafélag Parísarfélagsins PSG þessa dagana að skora á fólk að kaupa ekki nýjar treyjur félagsins fyrir næsta ár fyrr en þær hafa verið stórlækkaðar í verði. Þar fyrir utan vanti í þær meira af einum þriggja einkennislita félagsins!
Ágúst Ásgeirsson, 11.6.2009 kl. 16:59
Margblessaður Ágúst og bestu þakkir fyrir gott innlegg!
Já, allt hefur sín takmörk og hefði maður haldið, en með þennan forseta þarna hjá RM, Peres, virðist sú hugsun bara ekki vera til!? En auðvitað er það rétt hjá þér, að menn telja sig vera að fjárfesta í vöru, hversu dýr svo hún er, til að hún skili árangri og arði, en til að ná því hvað varðar kaupin á þessum tveimur, held ég að ansi margar milljónir af treyjum til dæmis og öðrum varningi,þurfi til og mun meiri en til dæmis skilaði sér með David Beckham meðan hann var hjá félaginu!
Og "Monsjúr" Platini, ekki er hann beinlínis glaður með þetta fyrir hönd fótboltans skilst manni!
En Ágúst, ég get nú ekki stillt mig um að víkja aðeins af þínu mikla hugarefni, F1, fyrst þú villtist inn til mín. ég verð að segja sem er, að ég er eiginlega búin að tapa nokkuð áttum sjálfur og velti fyrir mér hvort íþróttin eigi sér yfir höfuð mikla framtíð ef heldur áfram sem horfir!?(og þá er ég helst að meina formið og fyrirbærið sem F1, fyrst go fremst hefur staðið fyrir hingað til) Mér sýnist allavega ekki nokkur leið að henda reiður á framvindunni og hvað kunni að koma upp næst.
Magnús Geir Guðmundsson, 11.6.2009 kl. 20:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.