Óraunhæft á flesta kanta!

Það finnst mér nú, fyrir það fyrsta að trúa því í alvöru ef marka má þessi orð, að geta unnið alla titlana á Englandi, ekki einu sinni "Fergie" blessaður, taldi það nú raunhæft aðspurður fyrir sl. tímabil, ef ég man rétt. (eða á því yfirstandandi)
og að vinna svo Meistaradeildina til viðbótar?
Svolítið ofurraunsæislegt verð ég að segja.
Tel raunar að mjög erfitt sé að spá um sigurvegara næsta árs, en til dæmis bara með afturkomu hans nú fyrrum liðs, AC Milan til leiks í henni eftir árs fjarveru og lið á borð við Liverpool, MU, Barcelona og jafnvel Arsenal, muni áfram verða mjög sterk og jafnvel sterkari en í ár, (áreiðanlega í tilfelli Arsenal) þá held ég að mjög erfitt verði fyrir Chelsea að bæta sinn besta árangur hingað til, komast í úrslitin 2008 gegn Mu, en tapa þar síðan svo sorglega sem raun bar vitni! (ótrúlegri óheppni fyrirliðans John Terry í vítakeppninni þar sem hann hrasaði í skotinu sem ella hefði orðið öruggt mark, en fór í stöngina!)
En liðið mun áfram auðvitað fara langt og gæti alveg unnið fleiri en einn titil á heimavígstöðvunum, ekki skal dregin fjöður yfir það, en þó stór og mikil markmið séu auðvitað sjálfsögð, þá verður að fylgja þeim eitthvert raunsæi.
Held svo annars fyrir næsta tímabil í Englandi, að lið á borð við Aston Villa, Everton og Tottenham einkum og sér í lagi, geti vart annað en bætt sig, svo keppnin verður hörkuspennandi sem aldrei fyrr næsta vetur. peningar eru að vísu ekki miklir hjá hinu Liverpoolliðinu, en samt, topp 8 er áreiðanlega áfram merkmið á Goodison. Og mikið saknaði liðið Phil Jakielda í vörninni gegn Chelsea fyrir viku, munaði svo sannarlega um minna í hans tilfelli. Held ég að þessi leikmaður sé tvímælalaust einn af þeim althygliverðari frá vetrinum af bresku bergi.(enda vann hann sig inn í enska landsliðið)
Man. City verða líklega mesta spurningarmerkið,alveg ómögulegt að segja hvort liðið nær betri árangri, en ekki skortir mannskapin að búa til lið sem gæti allavega farið að berjast um Meistaradeildarsæti, þarf bara að hrista hann mun betur saman og þá spurningin hvort Mark hughes er rétti maðurinn til þess!?
"Vinaliðin mín" Stoke og Sunderland heldu bæði sætum sínum, Stoke raunar mjög óvænt, en sannarlega með slíkum glæsibrag að engan óraði held ég fyrir.Sunderland bjargaði sér á síðustu stundu og nú lítur út fyrir að bjartari tímar gætu verið framundan, Steve Bruce komin í brúna og verður mjög spennandi að sjá hvort hann gerir betur en gamli félagin hans hjá Mu, Roy Keene, gerði. RK byrjaði raunar mjög vel, en undan honum fjaraði svo sem kunnugt er fyrr á nýliðnu tímabili. Félagið með þeim stöndugari í deildinni, ætti því að geta fest sig aftur betur í sessi meðal þeirra bestu.
mbl.is Ancelotti ætlar að vinna Meistaradeildina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband