30.4.2009 | 21:34
Feðganna fimmtudagsblús!
Já, það má nú aldeilis segja það um fimmtudaginn 30. apríl, 2009, að hann verði feðgunum Reyni Traustasyni og Jóni Trausta Reynissyni að líkum mjög minnistæður, því báðir voru þeir dæmdir í Hæstarétti í dag!
Fyrr í dag var sagt frá því að Reynir hefði sem ritstjóri og ábyrgðarmaður Mannlífs árið 2006, gerst sekur um að brjóta bann við auglýsingum á áfengi í blaðinu og svo kemur þessi fregn um son hans og blaðakonuna varðandi nektarbúlluna!
Þetta lætur örugglega nærri að vera einsdæmi gæti ég trúað, að feðgar séu í sitt hvoru málinu dæmdir sekir í Hæstarétti!?
Ekki vorkenni ég Reyni frænda mikið, en dómurinn um búlluna er mikið umhugsunarefni og þarf frekari pælinga við.
Mörg er mannsins kvöl
og meiriháttar synd.
Brennivín er böl,
í BERSTRÍPAÐRI mynd!
Ummæli um Goldfinger dæmd ómerk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Fjölmiðlar | Facebook
Um bloggið
Pælt um heima og geima
Eldri færslur
- Desember 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Janúar 2013
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Bloggvinir
- Jens Guð
- arnar valgeirsson
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Big Fats Slim
- Blúshátíð í Reykjavík
- Brynjar Davíðsson
- Einar Bragi Bragason.
- Eva Benjamínsdóttir
- Eygló
- Gulli litli
- Heiða Þórðar
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Hildur Sif Thorarensen
- Hlynur Hallsson
- Hólmdís Hjartardóttir
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristinn Halldór Einarsson
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Oddur Helgi Halldórsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Rannveig H
- Sema Erla Serdar
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sjónstöð Íslands
- Solla Guðjóns
- Steingrímur Helgason
- Svala Jónsdóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Vefritid
- Víðir Benediktsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þegar dómarar eru ráðnir af pólitískum ástæðum, er ekki við því að búast að vinnubrögð þeirra séu alltaf fagmannleg. Man eftir 2 gömlum dæmum þar sem menn voru dæmdir í meiðyrðamálum fyrir að skrifa um það sem allir vissu að var satt.
En mikið er Geiri alltaf heppinn.
Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 21:52
Maður þorir nú varla að skrifa um þetta...en læt vaða. Treysti bara á að Geiri putti sjái þetta ekki og fari í mál við mig. Ég er nú bara dáldið hneyksluð á þessum dómi, var nú ekki verið að skjóta sendiboðann þarna? Hvar er rit og málfrelsi Íslands. Mér sýnist að mestu sé verið að hafa eftir hvað aðrir segja um staðinn. Ef einhver segir að einhver hafi sagt að ég sé leiðinleg og mér líkar það ekki þá get ég sennilega bara farið í mál. Gott mál? Mér finndist að það ætti að bæta við nefskatti v/þessa, svo viðkomandi aðilar þurfi ekki að borga þetta sjálfir, því þarna var verið að tala opinskátt og þarflega um þjóðþrifamál. Ég myndi frekar borga þann nefskatt með glöðu geði heldur en RUV nefskattinn.
assa (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 22:04
Páfinn er ekki kaþólskur og birnir skíta ekki í skógum...
Hildur Helga Sigurðardóttir, 30.4.2009 kl. 22:38
Ef maður umorðar ummæli Hildar Helgu má segja að páfinn skíti í skóginum og birnir séu rammkaþólskir.
Það er ekki einleikið hvernig dómar falla sem varða Geira í Goldfinger. Veldur því að maður fer að velta fyrir sér hverjir séu í kúnnahópnum hjá honum...
Lára Hanna Einarsdóttir, 1.5.2009 kl. 00:19
Æ voðalegt kjaftæði er þetta... Ég er enginn aðdáandi meiðyrðalöggjafarinnar á Íslandi en það er hátindur fáránleikans að væla yfir því þegar dómarar framfylgja settum lögum.
Það getur varla verið vafi í huga nokkurs einasta manns að sumt af því sem sagt var fór gegn 235. gr. almennra hegningarlaga. Á þetta að vera ólöglegt? Það er allt annað mál, en þegar þingmenn setja lög sem okkur finnst hefta málfrelsi þá er voðalega ódýrt að kvarta yfir því þegar dómarar fylgja þeim. Við kjósum þetta fólk á þing og við berum ábyrgðina á því.
En fyrir alla muni ekki láta smámál eins og staðreyndir stöðva samsæriskenningasmíðina ykkar, dómarar stjórnast allir af pólitík o.s.frv.
Páll Jónsson, 1.5.2009 kl. 01:21
Assa; Það er grundvallarmunur á því að segja þig vera leiðinlega og að fullyrða í opinberum fjölmiðli að ákveðinn aðili hafi atvinnu af refsiverðum verknaði, í þessu tilviki mansali. Þú ákvaðst, sennilega í þinni fávissu, að nefna akkúrat dæmi sem á örugglega ekkert skylt við það sem hér um ræðir.
Ég er hvorki að bera í bætifláka fyrir þá starfsemi sem fram fer innan veggja Goldfinger, né mæla Geira sjálfum bót í þessu máli, enda hef ég engra hagsmuna að gæta gagnvart honum. Annars er Geiri ágætis maður og þekki ég það af eigin raun, en hann hefur hins vegar valið sér afar umdeildan starfsvettvang. Þrátt fyrir það búum við íslendingar við lög og ber okkur að fara eftir þeim.
234. gr. Alm. Hegningarlaganna segir: Hver, sem meiðir æru annars manns með móðgun í orðum eða athöfnum, og hver, sem ber slíkt út, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 1 ári.
Nokkuð algengt er að mál sem varða meiðyrði komi fyrir dómstóla en það getur verið torvelt að ná fram sakfellingu. Ástæður þess eru margþættar. Í fyrsta lagi er tjáningarfrelsið verndað í stjórnarskránni og þarf mikið til að koma svo að vegið sé að stjórnarskrárbundnum mannréttindum. Í öðru lagi getur verið erfitt að sanna ummæli nema þau séu beinlínis til á prenti. Í þriðja lagi geta alls kyns hugtök verið ákaflega afstæð. Menn eru misjafnlega viðkvæmir og hugmyndir um meiðyrði persónubundnar. Fyrir dómi getur niðurstaðan svo oltið á því hvort dómari túlkar ákveðin ummæli sem meiðyrði.
Hæstiréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms og liggur þ.a.l. nokkuð ljóst fyrir að þau ummæli sem látin voru falla um Geira og hans starfsemi eru ósönn. Það er sú niðurstaða sem Hæstiréttur Íslands komst að og ber okkur íslendingum að virða hana. Ekki skiptir máli hversu mikill feministi þú ert Assa, eða hversu illa þér er við súlustaði almennt, eða hversu illa þér er við Ásgeir sjálfan, þér ber að virða þær verur sem lifa á þessu landi.
Ástæðan fyrir því að ég ákvað að eyða óskaplega ágætri stund í að skrifa þetta svar er sú að ég er orðinn dauðþreyttur á moggabloggurum sem þykjast alltaf hafa rétt fyrir sér, þrátt fyrir að hafa sjaldnast hærri greindarvísitölu en stofuhitinn í blokkaríbúðinni þeirra, og telja sig og sína skoðun æðri og réttari en það sem dómstólar hafa viðurkennt.
Algjörlega burtséð frá því hvað er rétt í þessu máli og hvað rangt, þá skulu þið bíða eftir því að lenda í ógöngum/vandræðum/málaferlum/almennum erfiðleikum og horfa upp á mannorði ykkar slátrað af slúðurpressu og idjótískum bloggurum sem allir þykjast vita betur.
Munið þetta.
Halldór (IP-tala skráð) 1.5.2009 kl. 01:32
Hæstiréttur dæmir hér fullkomlega eftir lögum og venjum, oft hefur rétturinn látið stjórnast af tilfinningum og pólitískum hvötum líkt og í aðskilnaðardómi III frá 1990, Vestfjarðagangadómi frá 2001 og Öryrkjadómi I frá 2000, en í þetta skiptið var lögum og réttarvenjum fylgt samkvæmt orðanna hljóðan. Meginreglan í málum eins og þessu er sú að ef þú ásakar einhvern opinberlega um að hafa framið glæpsamlegt athæfi þá skaltu vinsamlegast hafa sannanir fyrir slíku, ef ekki þá máttu eiga von á því að greiða skaðabætur.
Margir hafa haldið því fram að lögreglan hefði átt að rannsaka þetta mál en slíkt er fásinna og þeir sem halda slíku fram vita yfirleitt lítið sem ekkert um lögfræði. Mál þetta var nefnilega einkamál, höfðað fyrir Hæstarétti af eintaklingi en ekki ríkinu. Í slíkum málum er það ekki verkefni dómstólsins að rannsaka málið til hlitar né að leiða hinn "raunverulega" sannleika í ljós, líkt og gert er í opinberum málum (sakamálum), heldur er það verkefni þess sem heldur því fram að eitthvað "óeðlilegt" hafi átt sér stað að færa sönnur fyrir máli sínu. Ef honum tekst það ekki þá tapar hann málinu. Það er einmitt það sem gerðist í þessu máli, blaðamennirnir héldu því fram að eitthvað glæpsamlegt hefði átt sér stað, þau voru kærð fyrir ummæli sín og þar sem þau gátu ekki fært sönnur fyrir máli sínu þá gat Hæstiréttur í raun ekkert annað gert en að sakfella þau.
Hæstiréttur hefði hinsvegar getað notast við framsækna (dýnamískatúlkun) og túlkað ákvæði hegningarlaga um ærumeiðingar á þann máta að þrátt fyrir að löng og stöðug dóm- og réttarvenja segji að aðilinn sem heldur einhverju "óeðlilegu" fram, beri sönnunarbyrðina, þá skuli sýkna í málinu vegna þess að atvinnurekstur fórnarlambsins sé svo "ósiðlegur" að ekki sé fært að sakfella hina ákærðu í þessu máli. En hefði Hæstiréttur dæmt svona þá hefði slíkt verið gagnrýnt næstu áratugina af lögfræðingum út um allt land enda hefði slíkt verið réttarskandall og í raun skólarbókadæmi um hvernig dómara eiga ekki að haga sér í starfi.
Hafsteinn (IP-tala skráð) 1.5.2009 kl. 02:41
Sæll félagi Húnbogi, best að svara þér fyrs.
Það er auðvitað sitthvað til í þessu hjá þér og einfaldlega staðreynd með ýmsar ráðningar dómara, að þær hafa augljóslega verið af pólitískum toga. Allir þekkja mjög svo umdeildar skipanir Ólafs Barkar, frænda fv. formanns D og sömuleiðis vinar sama manns og spilafélaga með meiru, Jóns Steinars í hæstarétt og enn er það sjálfsagt mörgum enn í fesku minni er svo sonur enn sama manns var skipaður héraðsdómari, en í öllum tilvikum voru umsagnir um hæfni og aðrar kröfur, hundsaðar, þessir herramenn bara teknir framyfir aðra á pólitískum forsendum.
Væri gaman að heyra frá þér hvaða mál þú ert með í huga, laumaðir því að mér og þá ekkert endilega svona opinberlega.
Magnús Geir Guðmundsson, 1.5.2009 kl. 16:45
Og svo er það með Geirann já og dómana, mínar kæru Hildur Helga, Lára hanna og Húnbogi reyndar líka. Það var nú einmitt líka það sem ég var að hugsa er ég skrifaði að dómurinn í Ísafoldarmálinu væri meir til pælinga gerður en sá fyrri í mínum huga.Þetta er já þess virði að spyrja hvort maðurinn sé bara svona heppin og heiðarlegur í bland eftir allt saman, eða hann eigi já bara "svona góða að" í dómskerfinu, sem eru já duglegir að "koma í heimsókn"!? Um það fullyrði ég ekkert þó, en já, skipun dómara sem hér er nefnd að ofan og sú staðreynd að valdamiklir karlar hafa vissulega komið á Goldfinger, gefa samt tilefni til að skapa tortryggni.
Þetta finnast mér nokk svo góðir punktar hjá fröken A í beinu framhaldi, þó ég segi nú ekkert um nefskattin hehe. en einmitt vegna þess að hér er helst sýnist mér verið að dæma þau tvö fyrir ummæli þriðja aðila, ritstjórans sem ábyrgðarmanns að birtingu ummælanna og blaðakonuna sem hlutaðeiganda m.a. er ekki út í hött að spyrja um stöðu ritfrelsisins að minnsta kosti og jú tjáningarfrelsinu líka hvar það byrjar og endar við svona aðstæður.
Magnús Geir Guðmundsson, 1.5.2009 kl. 17:02
Haha, heldur mikið um "já" hér að ofan og það þótt ég sé JÁkvæður maður með afbrigðum!
Magnús Geir Guðmundsson, 1.5.2009 kl. 17:04
pÁLL ÞÚ ERT ÓKURTEIS, HÉR ER ENGIN MEÐ KJAFTÆÐI, VÆL EÐA NEINAR SÉRSTAKAR SAMSÆRISKENNINGAR.oG ÞAÐ ER ENGIN MEÐ NEITT SEM NÁLGAST "HÁPUNKT ´FÁRANLEIKANS" ÞÓ HANN LEYFI SÉR AÐ VELTA VÖNGUM YFIR HVAR MÖRKIN LIGGI MILLI TJÁNINGAR- OG/EÐA PRENTFRELSIS OG MEIÐYRÐA, EINS OG FRÖKEN a GERIR M.A. OG STÖLLURNAR hh OG lh AUK Húnboga tjá sterkar efasemdir sínar sömuleiðis um.
Magnús Geir Guðmundsson, 1.5.2009 kl. 17:13
Hér hefur engin haldið því fram Páll, að ALLIR dómarar stjórnist af stjórnmálamönnum, en vegna vafasamra skipanna nokkurra þeirra (svo ekki sé nú fastar að orði kveðið) treystir margur nú mun minna á úrskurði dómstólanna og telur sig geta tortryggt þá meir og oftar. Þannig er þetta bara og engar samsæriskenningar þarf til.
Magnús Geir Guðmundsson, 1.5.2009 kl. 17:17
Við Hastein er heldur fátt að segja,hann slær eigin málflutning nefnilega kylliflatan strax í upphafi svo takmarkað er nú hægt að telja góðan, með því að fullyrða rakalaust um einhverja "tilfiningaúrskurði", hæstaréttar m.a. í Öryrkjadómnum.
Það hljomar nú eiginlega meir á samsærisnótum en nokkurn tíman eitthvað sem þar á undan var nefnt.
Magnús Geir Guðmundsson, 1.5.2009 kl. 17:25
Halldór ferst lengst af vel í skrifum sínum og hægt að taka undir t.d. að auðvitað eigi menn sem best og oftast að virða dóma og dómara og það hafi vissulega lengi vel verið torvelt að fá ýmsum ummælum er mönnum hefur þótt að sér vegið,hnekkt. En svo fer aldeilis í verra því miðir og órökstuddar dylgjur um fröken A skjóta upp kollinum. Halldór veit ekkert um hvort konan kennir sig við eitt eða neitt eða hafði hann ástæðu til að vera með orð um að henni væri persónulega eitthvað um Geiran gefið til eða frá. Þá er nú ástæðan sem Halldór gefur fyrir öllum skrifunum í senn hæpin og brosleg, að Moggabloggarar og þeirra mál fari svo í taugar hans. En beinni ræðu ávarpar hann nú engan nema nefnda konu, sem þó að innleggi hennar að dæma og mér vitanlega, er bara ALLS Ekki Moggabloggari!
Magnús Geir Guðmundsson, 1.5.2009 kl. 17:44
Ég hef lítið samviskubit af því að móðga fólk sem stendur sjálft í slíku
Páll Jónsson, 2.5.2009 kl. 10:26
Mörg er mannsins völ
í margri birtist mynd
á Goldfinger er frúin föl
fyrir neðan þind
Oddur Helgi Halldórsson, 2.5.2009 kl. 12:45
Hverjir standa í slíku hér? Engin nema þá helst þú og Halldór líka.
Haha Oddur Helgi, yrkir þetta bara upp á nýtt og ansi skemmtilega, þó frá sjónarhóli bragfræðinnar farir þú heldur of mikin í fyrri partinum, svolítil ofstuðlun, en gaman að þessu og takk fyrir!
Magnús Geir Guðmundsson, 2.5.2009 kl. 22:26
Að segja að Hæstaréttardómarar séu ráðnir á pólitískum forsendum og dæmi ekki fagmannlega? Móðgandi.
Ekki bætir úr þegar fólk fer að gaspra án þess að nenna að lesa einu sinni viðkomandi dóm... þetta eru ekki eldflaugavísindi, allt skrifað á mannamáli og hver sem er getur kynnt sér röksemdir beggja aðila og niðurstöðu dómsins.
Páll Jónsson, 3.5.2009 kl. 02:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.