26.4.2009 | 04:05
Kosningablaður og kviðlingur til Ólínu!
Eins og allt stefnir í nú, eru úrslit kosninganna þau allramest sögulegustu líkast til á lýðveldistímanum að minnsta kosti.
D geldur sitt mesta afhroð frá upphafi.
Í fyrsta skipti ná tveir flokkar sem allavega í margra skilningi teljast til vinstri, meirihluta.
Í fyrsta skipti svo ég man a.m.k. bæta heilir þrír flokkar bæði úr stjórn og stjórnarandstöðu við sig fylgi auk þess sem nýtt framboð, Borgarahreyfingin nær glæstum árangri líka, fimm mönnum á þing.
Í fyrsta skipti í manna minnum er D ekki stærsti flokkurinn á þingi, Samfylkingin orðin langstærst.
Þetta eru svona nokkrir punktar sem koma í hugan nú síðla nætur og eru ásamt sjálfsagt fleirum, merkilegir sem kosningarnar sjálfar auðvitað í öllu sínu veldi!
Tvennt þykir mér annars svo heldur leitt við úrslitin, örlög Frjálslynda flokksins, sem bæði hafði og hefur haft um margt ágæta stefnu, en eyðilagði að líkum mest fyrir sér sjálfur með miklum innbyrðisdeilum og öðru rugli. Ekki vantar þó heldur gott og frambærilegt fólk í flokknum, m.a. hana Kollu vinkonu mína og aðra hana frú Cesil fyrir vestan að ógleymdum Jens Guð svo nokkur séu nefnd. Því ekki loku fyrir það skotið að enn geti flokkurinn átt sér líf og endurkomu aftur á þing. Hitt er svo árangur B, sem sannarlega er á skjön við afhroð D. Raunar óskiljanlegt hví flokkurinn bætir við sig í ljósi fortiðar hans og óljóss tilgangs fyrir þjóðina, en aðrir spakari en ég kunna kannski að útskýra þetta betur!
Ólína fékk þessa kveðju frá mér er ljóst var í hvað stefndi og skoðast hún sem nokkurs konar svar við lítilli spurnarvísu hennar sjálfrar frá því á kosningadagsmorgninum!
Fallin dómur, fagurt ómar,
fyllsti sómi er.
Þýður rómur, þinn senn hljómar,
þing svo ljoma fer!
Ólína: Kvótakerfið og ESB brenna á fólki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Pælt um heima og geima
Eldri færslur
- Desember 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Janúar 2013
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Bloggvinir
- Jens Guð
- arnar valgeirsson
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Big Fats Slim
- Blúshátíð í Reykjavík
- Brynjar Davíðsson
- Einar Bragi Bragason.
- Eva Benjamínsdóttir
- Eygló
- Gulli litli
- Heiða Þórðar
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Hildur Sif Thorarensen
- Hlynur Hallsson
- Hólmdís Hjartardóttir
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristinn Halldór Einarsson
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Oddur Helgi Halldórsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Rannveig H
- Sema Erla Serdar
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sjónstöð Íslands
- Solla Guðjóns
- Steingrímur Helgason
- Svala Jónsdóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Vefritid
- Víðir Benediktsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
skemmtileg nótt
Hólmdís Hjartardóttir, 26.4.2009 kl. 04:19
Ertu þá full og í stuði?
En bölvaðir B og D flokkarnir að fá allt of mikið fylgi, lítur til dæmis út fyrir að sá síðarnefndi fái allavega einum fleiri þingmenn en atkvæðamagnið gefur til kynna. En svona er ein birtingarmynd þessa gallaða kosningakerfis okkar!
Magnús Geir Guðmundsson, 26.4.2009 kl. 05:02
Þið ESB sinnar sem hafið enga lausn nema gefa okkar ástkæra land til Brussel eruð ekki í lagi eða kunnið ekki að lesa eða viljið ekki lesa um það sem hentar ekki,okkar sjálfstæði fer úr okkar höndum til Brussel hvort sem okkur líkar eða ekki þetta eru staðreyndir sem þið viljið sennilega ekki lesa um.Ef þið haldið að ESB muni bjarga okkur er það algjör fáviska og bull sorry,hversvegna er allt að hrynja innan ESB landa þó að fjölmiðlar hafi ekki verið duglegir að upplísa landann um það!! afhverju er það????getur verið að samfó hafi ofmikil ítök í fjölmiðlunum sem hentar kannski þessum mönnum sem rændu bankana okkar...........
Marteinn Unnar Heiðarsson, 26.4.2009 kl. 06:36
Að sjálfstæði sé afsalað er bull, en um fullveldisafsal er að ræða, þú ruglar þessu greinilega saman og ættir ekki að vera að segja öðrum til.
Magnús Geir Guðmundsson, 26.4.2009 kl. 07:51
ESB umræðan snýst um það hvort við högnumst á því eða töpum. Það þarf að vega og meta.
Mér fanns D fá sorglega mikið fylgi, vegna þess að stefnumálin snerust mest um hag flokksins, ekki þjóðarinnar. Bjarni Ben sagði, í umræðuþætti rétt fyrir kosningar: "Kvótinn er eign. Þannig er þetta bara". Hvað átti hann við? Jú: þeir sem segja að kvótinn sé eign eru aðeins þeir sem segjast eiga hann! Er þetta frelsið sem Sjálfstæðisflokkurinn talar um? Að þeir sem betur mega sín eigni sér það sem þeim sýnist á kostnað þjóðarinnar? Ég efast um að einhverjir stjórnendur í Brussel séu verri en svona kallar.
Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 11:45
Þetta síðasta góð pæling, en ég vona nú annars að þetta fái góða lendingu svo menn geti einbeitt sér af fullum krafti að finna sem bestar lausnir á vandanum sem við blasir!
Magnús Geir Guðmundsson, 26.4.2009 kl. 20:55
Þingmenn Borgarahreyfingarinnar urðu reyndar ekki nema fjórir, ekki fimm eins og segir í færslunni.
Magnús Geir Guðmundsson, 29.4.2009 kl. 01:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.