17.4.2009 | 21:13
Tímamótasamþykkt!
Ég get nú ekki annað sagt en það!
Hef áður sagt þá meiningu mína, að það séu yfir höfuð ílla haldnir eymingjar sem geta ekki fundið kynlífsórum sínum heilbrigðari farveg eða fundið þeim svölun á virðingarverðari máta, en að kaupa annara líkama til þess.
Nú orkar flest tvímælis þá gert er og lagasetning sem þessi ekki fullkomin frekar en önnur mannanna verk, en mér finnst þetta sýna vilja til að leggja ávkeðna línu siðferðis hjá löggjafarvaldinu og slíkt er alltaf ákveðið fagnaðarefni.
Eins og með fleira þessa dagana, ekki mikil reisn yfir D liðum í þessu, taka annað hvort ekki afstöðu eða eru á móti! Væri út af fyrir sig fróðlegt að heyra sterk og haldbær rök þeirra þriggja sem voru á móti og sömuleiðis að vita hverjir þetta voru. Hef nú ýmsa grunaða auk þess sem auðvitað er hægt að sjá þetta inn á alþingisvefnum, en nenni ekki að eltast við það.
Hef áður sagt þá meiningu mína, að það séu yfir höfuð ílla haldnir eymingjar sem geta ekki fundið kynlífsórum sínum heilbrigðari farveg eða fundið þeim svölun á virðingarverðari máta, en að kaupa annara líkama til þess.
Nú orkar flest tvímælis þá gert er og lagasetning sem þessi ekki fullkomin frekar en önnur mannanna verk, en mér finnst þetta sýna vilja til að leggja ávkeðna línu siðferðis hjá löggjafarvaldinu og slíkt er alltaf ákveðið fagnaðarefni.
Eins og með fleira þessa dagana, ekki mikil reisn yfir D liðum í þessu, taka annað hvort ekki afstöðu eða eru á móti! Væri út af fyrir sig fróðlegt að heyra sterk og haldbær rök þeirra þriggja sem voru á móti og sömuleiðis að vita hverjir þetta voru. Hef nú ýmsa grunaða auk þess sem auðvitað er hægt að sjá þetta inn á alþingisvefnum, en nenni ekki að eltast við það.
Kaup á vændi bönnuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Pælt um heima og geima
Eldri færslur
- Desember 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Janúar 2013
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Bloggvinir
- Jens Guð
- arnar valgeirsson
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Big Fats Slim
- Blúshátíð í Reykjavík
- Brynjar Davíðsson
- Einar Bragi Bragason.
- Eva Benjamínsdóttir
- Eygló
- Gulli litli
- Heiða Þórðar
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Hildur Sif Thorarensen
- Hlynur Hallsson
- Hólmdís Hjartardóttir
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristinn Halldór Einarsson
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Oddur Helgi Halldórsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Rannveig H
- Sema Erla Serdar
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sjónstöð Íslands
- Solla Guðjóns
- Steingrímur Helgason
- Svala Jónsdóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Vefritid
- Víðir Benediktsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll
Ég held að þú ættir nú að kynna þér málið eilítið betur áður en þú stekkur á ályktanir.
Það er ein mjög góð grein sem ég las um þetta mál um daginn. Mæli eindregið með að þú kíkir á hana.
Vefslóðin er: http://www.tyr.is/2009/03/23/v%C3%A6ndi-og-nektardanssta%C3%B0ir/
Ég er svo fullkomlega sammála þeim sem skrifar þessa grein.
Þeir sem henda síðan þeim rökum framan í okkur að við viljum bara sjálfir kaupa okkur hórur og fara á strippstaði kunna einfaldlega ekki að beita rökum í sínum málflutningi. Málið snýst einfaldlega ekki um það.
Þannig að ég segi hér með að allir þeir sem nota slíkar aðferðir við að gagnrýna hluti eru þegar búnir að skjóta sig í fótinn. Við erum nú einu sinni menntuð þjóð, beitum því rökum.
En til viðbótar við þessa grein má bæta að þessi lög eru einungis siðareglur. Og siðareglur eru eitthvað sem alþingismenn eiga ekki að setja okkur. Segjum að alþingismenn vilji að karlmenn gangi í svörtum buxum á miðvikudögum. Það væru náttúrulega fáránleg lög en þannig eru siðareglur. Þegar að tveir einstaklingar ætla sér að sofa saman. Báðir eru sáttir við að sofa hjá hvorum öðrum þá getur enginn alþingismaður bannað þeim það því það er ekki verið á brjóta á neinum. Sama á við um vændi. Kynlíf er heimilt. Peningagreiðslur milli manna eru heimilar. Af hverju ætti þá ekki að leyfa einhverjum aðila að stunda kynlíf gegn greiðslu ef enginn er að þvinga neinn.
Af hverju bönnum við ekki bara nuddara líka? Þeir nota líkama sína til þess að láta öðru fólki líða vel. Það sjá það allir hversu heimskulegt þetta er. Burt með siðareglurnar!
Kv. Sigurður.
Sigurður (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 21:26
Sammála þér Sigurður. það er með ólíkindum að ef mig langar að kaupa mér hjásvæfu þá er það bannað samkvæmt lögum.Þvílík frekja að banna mér að borga fyrir kynlíf.
Anna (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 21:45
Stóri bróðir vill stjórna öllu Sigurður minn.
Axel (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 21:54
Ef ég er illa útlitandi og leiðinlegur í þokkabót og hef ekki genið út, eða mig langar ekki til þess að festa ráð mitt örðum, þá er mér einnig bannað að kaupa þá skammvinnu skemmtun sem hefur haldið lífinu gangandi. Jafnvel þótt báðir aðilar vilja gera þetta af fúsum og frjálsum vilja. Þetta er forræðishyggja sem kemur mannsali ekkert við, t.d. hefur ekki eitt einasta mannsalsmál komið upp á Islandi í tengslum við vændi né súlustaði. Eigum við að banna lögfræði því lögmenn hafa svikið fé af almenningi og brotið lög, það eru mýmörg dæmi um það.
Kristinn Sigurjónsson, 17.4.2009 kl. 21:55
Hverjum kemur það við hvort ég fæ það frítt eða ekki?
lelli (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 21:59
Næst banna þeir kynvillu, nei nei o sorry það er ekki hægt.
Axel (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 22:06
Til hamingju gott fólk! Loksins er bannað að koma fram við konur eins og neysluvöru. Þið getið réttlætt kaup á konum eins og þið viljið en það eina sem þið gerið er að afhjúpa ykkar innri mann/konu. Ég er faðir stúlku sem leiddist út í vændi og neyslu 14 ára, og ég get sagt ykkur það að sú sálarkreppa sem dóttir mín hefur liðið síðan er ómælanleg. Reiðin sem ég þarf að takast á við daglega vegna þeirra karlmanna sem að þótti ekkert eðlilegra en að henda peningabúnti í barnið án þess að hugsa eða með óhugsuðum réttlætingum er gífurlegt.
Í dag gleðjumst við fjölskyldan.
Lárus I. (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 22:37
Sleppið þessum þvætting Sigurður og Kristján, vændi snýst ekki og hefur aldrei gert um eitthvert "Samþykki tveggja um eitthvað", heldur af neyð af einum eða öðrum meiði sprottin. Allar rannsóknir sem gerðar hafa verið fyrr og síðar á vændi hafa leitt það í ljós, mannsal,fátækt og/eða kynferðislegt ofbeldi og eiturlyfjaneysla,liggja yfirgnæfandi að baki. SAmanburður við einvherja dellu um fatanotkun segir manni bara að viðkomandi ber þvert á móti ekkert skynbragð á hvað siðferði er og er því síst til þess fallin að segja öðrum til um ályktanir.
Magnús Geir Guðmundsson, 17.4.2009 kl. 22:38
Kristinn, já, þú ert ljótur og líka leiðinlegur. Farðu til sálfræðings, ekki vændiskonu. Þar er laus þín.
Linda (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 22:39
Kristinn reyndar, ekki Kristján.
Magnús Geir Guðmundsson, 17.4.2009 kl. 22:39
Magnús minn.
Ég tel að þú hafir hitt naglann á höfuðið og gerðir þér kannski ekki grein fyrir því að í leiðinni ertu að tala með okkar málstað.
Þú sagðir: "Allar rannsóknir sem gerðar hafa verið fyrr og síðar á vændi hafa leitt það í ljós, mannsal,fátækt og/eða kynferðislegt ofbeldi og eiturlyfjaneysla,liggja yfirgnæfandi að baki."
Þarna ertu meira að segja að segja það sjálfur að vændið er ekki vandinn heldur ástæðurnar á bak við það. Heldur þú þá virkilega að við séum búin að koma í veg fyrir þessar ástæður með því að banna vændi. Nei því miður, langt í frá reyndar. Þessar ástæður eru enn til staðar og nú mun vændið færast niður í undirheima landsins þar sem fyrst þarf að fara að hafa áhyggjur af því hvernig meðferðin er á konum sem stunda þetta.
Berjumst frekar gegn vandamálinu sjálfu en gröfum ekki yfir það og höldum að allt sé í lagi. Það geta ekki talist góð vinnubrögð.
Kv. Sigurður
Sigurður (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 23:30
Það er bara þín tilbúna ályktun og hún er röng!
Í raun er þetta svo vitlaust, slíkt rökleysisrugl, að ekki er svaravert.
Spekingnum S væri nær að velta því fyrir sér og rökstyðja hví í (flestum tilvikum, en þó ekki öllum) karlkyns einstaklingi finnst það samboðið virðingu sinni að fá kynferðislega útrás fyrir peninga og í mörgum tilfellum vitandi vits að sú (eða sá) er veitir "þjónustuna" er í neyð!
En það er líkast til ætlast til of mikils sýnist mér, fyrirbærið vændi virðist bara vera hið besta mál, þó einvher viðurkenning fylgi með, að það sé ekki komið til af góðu!
SEm ég sagði hér í pistlinum og hef sagt áður, að kaupa vændi er ekkert annað en aumingjaskapur og hneisa hvernig sem á það er litið!
Magnús Geir Guðmundsson, 18.4.2009 kl. 00:16
Kynlíf er ekki nauðsyn. Ég hristi höfuðið þegar ég heiri fólk tala um kynhvöt sem einhverja "frumþörf". Er löngun í áfengi og nikótín þá líka frumþörf? Það er hægt að gera margt skemmtilegra en að leika sér nakinn í rúmi með öðrum einstaklingi. Svo ekki sé talað um að eyða peningi í svoleiðis vitleysu og það með bráðókunnri manneskju.
Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 02:57
Fullgilt sjonarmið Húnbogi. En víst er samt þessi tilhneiging allra lífvera til æxlunar, mikil og sterk hvöt, enda líka undirstaða áframhaldandi lífs og endurnýjunar þess meðal hinna ýmsu tegunda!En það er hins vegar löngu kunn staðreynd, að hver og einn einstaklingur getur hæglega lifað góðu lífi án kynlífs með öðrum, en óneitanlega er samt hægt að segja, að viðkomandi fari þó á mis við mikin unað og ánægju sem að sjálfsögðu fylgir í góðu og ástríku kynlífi.
Magnús Geir Guðmundsson, 18.4.2009 kl. 13:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.