9.1.2009 | 12:24
Semsagt, "Gamalt vín á nýjum belgjum"!?
Æ, fyrirbærið Framsóknarflokkurinn er að verða með þeim furðulegu í pólitíkinni, slær jafnvel FF við á köflum!
En sem ég hef margsagt áður, gerjun, átök, erjur og jafnvel klofningur, er stjórnmálaflokkum eðlilegt, öðruvísi þróast þeir ekki eða taka nauðsynlegum breytingum, það er gömul saga og ný og alls ekki neitt séríslensk!
En mikið rétt, liðsmenn B hafa á sl. mánuðum verið alveg sérstaklega góðir í að glutra tækifærum til að marka sér stöðu, olnbogarými í ljósi þess hve ástandið er rafmagnað og erfitt fyrir núverandi stjórnarflokka.
En kannski er það einmitt þetta sem heillaði dáðadrengin Guðmund STeingrímsson að ganga í flokkin, hann sér kannski tækifæri til framtíðar, þó ég viðurkenni nú samt að mér finnist þetta ansi hreint römm taug í honum líka og kannski ekkert mjög líklegt að flokkurinn geti á ný endurreist sig og öðlast traust þjóðarinnar!?
Nú sumir telja reyndar að Guðmundur eigi von á sjótri stöðu til áhrifa í flokknum, veit ekki um það, en veit að hann er drengur góður og sannar það í dag með því að ætla ekki að nýta sér þann rétt sem hann þó enn hefur, að taka sæti á alþingi sem réttkjörin varamaður S!
Fær stórt prik hjá mér fyrir það og sýnir að siðferðisvitund hans er í góðu lagi!
Annars svo bara þetta til gamans, ef raunin yrði nú sú,að "Afturhvarf til fortíðar" kæmi flokknum aftur á skrið!
Þó hljómi kannski hreinlega sem lýgi,
held ég samt að fortíðin nú kenni.
Að Framsókn stæði traust og vel að vígi,
ef væri formaðurinn ennþá DENNI!?
Nýtt fólk í Framsókn viðrar gömlu gildin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Pælt um heima og geima
Eldri færslur
- Desember 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Janúar 2013
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Bloggvinir
- Jens Guð
- arnar valgeirsson
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Big Fats Slim
- Blúshátíð í Reykjavík
- Brynjar Davíðsson
- Einar Bragi Bragason.
- Eva Benjamínsdóttir
- Eygló
- Gulli litli
- Heiða Þórðar
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Hildur Sif Thorarensen
- Hlynur Hallsson
- Hólmdís Hjartardóttir
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristinn Halldór Einarsson
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Oddur Helgi Halldórsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Rannveig H
- Sema Erla Serdar
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sjónstöð Íslands
- Solla Guðjóns
- Steingrímur Helgason
- Svala Jónsdóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Vefritid
- Víðir Benediktsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vísan er skemmtileg, Framsóknarflokkurinn er leiðinlegur!
Gulli litli, 9.1.2009 kl. 14:19
Ég er sammála Gulla"litla" að vísan er stórgóð en ég held að framsóknarflokkurinn fari nú að verða skemmtilegur með Jónínu Ben (Ottesen heitir hún víst núna) og Guðmund Steingrímsson í framvarðasveitinni. Fimm í framboði til formanns sem var svona helmingurinn af framsóknarmönnum þessa lands þangað til 70 .kvikindi yfirtóku framsóknarfélag Reykjavíkur með húð og hár. Lifi Framsókn hehe......
kv. Tótinn
Þórarinn M Friðgeirsson, 9.1.2009 kl. 15:44
Takk herrar mínir!
get meira að segja skilið þig Gulli, þó margt sé reyndar skemmtilegt við Framsókn á stundum! ER frænka mín já búin að taka upp Ottesennafnið? Ekki seinna vænna annars, þetta nafn er frá hennar móðurfólki komið, sem margt einmitt er annálað Framsóknarfólk held ég! Gamall góðkunningi minn hann Svavar náfrændi hennar og fv. formaður Framsóknarfélags Akureyrar til margra ára.
Magnús Geir Guðmundsson, 9.1.2009 kl. 17:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.