Semsagt, "Gamalt vín á nýjum belgjum"!?

Æ, fyrirbærið Framsóknarflokkurinn er að verða með þeim furðulegu í pólitíkinni, slær jafnvel FF við á köflum!
En sem ég hef margsagt áður, gerjun, átök, erjur og jafnvel klofningur, er stjórnmálaflokkum eðlilegt, öðruvísi þróast þeir ekki eða taka nauðsynlegum breytingum, það er gömul saga og ný og alls ekki neitt séríslensk!
En mikið rétt, liðsmenn B hafa á sl. mánuðum verið alveg sérstaklega góðir í að glutra tækifærum til að marka sér stöðu, olnbogarými í ljósi þess hve ástandið er rafmagnað og erfitt fyrir núverandi stjórnarflokka.
En kannski er það einmitt þetta sem heillaði dáðadrengin Guðmund STeingrímsson að ganga í flokkin, hann sér kannski tækifæri til framtíðar, þó ég viðurkenni nú samt að mér finnist þetta ansi hreint römm taug í honum líka og kannski ekkert mjög líklegt að flokkurinn geti á ný endurreist sig og öðlast traust þjóðarinnar!?
Nú sumir telja reyndar að Guðmundur eigi von á sjótri stöðu til áhrifa í flokknum, veit ekki um það, en veit að hann er drengur góður og sannar það í dag með því að ætla ekki að nýta sér þann rétt sem hann þó enn hefur, að taka sæti á alþingi sem réttkjörin varamaður S!
Fær stórt prik hjá mér fyrir það og sýnir að siðferðisvitund hans er í góðu lagi!
Annars svo bara þetta til gamans, ef raunin yrði nú sú,að "Afturhvarf til fortíðar" kæmi flokknum aftur á skrið!

Þó hljómi kannski hreinlega sem lýgi,
held ég samt að fortíðin nú kenni.
Að Framsókn stæði traust og vel að vígi,
ef væri formaðurinn ennþá DENNI!?


mbl.is Nýtt fólk í Framsókn viðrar gömlu gildin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gulli litli

Vísan er skemmtileg, Framsóknarflokkurinn er leiðinlegur!

Gulli litli, 9.1.2009 kl. 14:19

2 Smámynd: Þórarinn M Friðgeirsson

Ég er sammála Gulla"litla" að vísan er stórgóð en ég held að framsóknarflokkurinn fari nú að verða skemmtilegur með Jónínu Ben (Ottesen heitir hún víst núna) og Guðmund Steingrímsson í framvarðasveitinni. Fimm í framboði til formanns sem var svona helmingurinn af framsóknarmönnum þessa lands þangað til 70 .kvikindi yfirtóku framsóknarfélag Reykjavíkur með húð og hár. Lifi Framsókn hehe......

kv. Tótinn 

Þórarinn M Friðgeirsson, 9.1.2009 kl. 15:44

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Takk herrar mínir!

get meira að segja skilið þig Gulli, þó margt sé reyndar skemmtilegt við Framsókn á stundum! ER frænka mín já búin að taka upp Ottesennafnið? Ekki seinna vænna annars, þetta nafn er frá hennar móðurfólki komið, sem margt einmitt er annálað Framsóknarfólk held ég! Gamall góðkunningi minn hann Svavar náfrændi hennar og fv. formaður Framsóknarfélags Akureyrar til margra ára.

Magnús Geir Guðmundsson, 9.1.2009 kl. 17:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband