Gæti trúað að þetta hafi talist bærilegt, ekki satt!?

Þessu beini ég auðvitað alveg sérstaklega til allra annara en sem halda með Liverpool auk vinkvenna minna hér á blogginu líka haha! En áfram þusa ég samt sömu þuluna, þetta er áfram bara tröppugangur, enn langt þar til kemur að efsta þrepinu, en líkurnar aukast auðvitað á árangri, að staðan verði sú sama eftir um fimm mánuði þegar lokaskrefið upp efstu tröppuna hefur verið stígið! Góður leikur, glæsilegur sigur hjá geysisterku liði, sem þó enn var án markaskorarans Torres! Og Keene kom heldur ekki við sögu,merkilegt! Efast svo um að Chelsea nái sigri á Fulham á eftir!
En önnur tíðindi úr ensku gleðja mig líka,

Leeds vann!
Til lukku með það Addi og Einar Bragi!


mbl.is Liverpool gjörsigraði Newcastle
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvenær ætla Newcastle að komast á toppinn? Með Duff,Martins og Owen.

Hörður Halldórsson (IP-tala skráð) 28.12.2008 kl. 15:31

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Það hlýtur að styttast í það ágæti Hörður, kannski á sama tíma að ári!?

Magnús Geir Guðmundsson, 28.12.2008 kl. 16:15

3 identicon

Þó ég sé Liverpool maður þá held ég að við getum þakkað leikmönnum newcastle þennan sigur ekkert síður en leikmönnum Liverpool

 Það er ekki oft sem maður sér markmann vera langbesta mann síns liðs í 1-5 tapi

Ef ég man rétt þá var Titus Bramble einusinni valinn í lið vikunnar af Sky, fyrir hönd Everton, en var þá leikmaður newcastle

Held að það mætti senda varnarlínu Newcastle eins og hún leggur sig í lið vikunnar fyrir hönd Liverpool þessa helgina

 Held þeir geti þakkað guði fyrir að Keane og Torres voru ekki með í dag

Kristmann (IP-tala skráð) 28.12.2008 kl. 16:18

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Veit ekki Kristmann, hvort þetta er alveg sanngjarnt hjá þér, því varnarmennirnir björguðu margsinnis líka, t.d. allavega tvisvar á línu.En hvað sem öllu líður, mjög góður sigur!

Magnús Geir Guðmundsson, 28.12.2008 kl. 16:44

5 Smámynd: Kristinn Halldór Einarsson

Góður sigur hjá Liverpool í dag og tvö dýrmæt stig töpuð hjá Chelski. Það stenir allt í spenndi baráttu um titilinn. Á sakma tíma fyrir ári var Arsenal á toppnum og það voru margir sem töldu þá sigurstarnlegasta.
Ef United vinnur leikina sem liðið á inni, sem eru heimaleikir gegn Boro, Fulham og Wigan þá munar eingöngu einu stigi og United á heimaleikinn gegn Liverpool eftir. Ekki svo slæm staða til að vera í.

Kristinn Halldór Einarsson, 28.12.2008 kl. 16:46

6 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Og svo fór að í þriðja skiptið á nokkuð stuttum tíma, reyndist tilfinning mín fyrirfram rétt varðandi úrslit hjá Chelsea, þeir myndu ekki vinna Fulham!

Jafntefli svo þriggja stiga forysta er staðreynd nú um áramótin! MU nú hins vegar það lið sem næstfæstum stigum hefur tapað, á heila þrjá leiki til góða. En vinnur þá alla tæpast, hef efasemdir um það!

Magnús Geir Guðmundsson, 28.12.2008 kl. 16:49

7 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Sæll Kristinn minn Halldór, þú skýst þarna inn hjá mér, var einmitt að skrifa að ég efaðist um að þínir menn ynnu alla þessa leiki og þið vinnið ekki Liverpool með þeim krafti og jafnvægi sem býr í liðinu núna!

Bara sambland af heppni og klaufaskap andstæðinganna mun færa MU sigur í öllum þessum leikjum og kannski dómaramistök, sigurinn á Stoke í síðasta leik dæmi um tvennt hið fyrrnefnda. En maður veit þó aldrei, staðan gæti alveg verið þessi sem þú óskar er kemur að seinni leiknum á Old trafford, en miðað við ofansagt og auðvitað vissa bjartsýni, þá hef ég ekki miklar áhyggjur af þeim leik í dag! (seinni leikurinn við Chelsea held ég að komi t.d. á undan?)

Magnús Geir Guðmundsson, 28.12.2008 kl. 17:03

8 Smámynd: Kristinn Halldór Einarsson

Þangað til að annað kemur í ljós þá er ég nokkuð viss um að spádómsgáfur þínar einskorðast algerlega við að spá fyrir um töpuð stig hjá Chelski. Öll toppliðin eiga eftir að tapa stigum og ég er þess nokkuð viss að púlarara eiga eftir að gráta jafnteflin 4 sem Liverpool hefur þegar gert á heimavelli. Í þeim lekjum lágu mögleikar fyrir Liverpool að slíta sg frá hinum liðunum, sem þeir nýttu ekki. 

Kristinn Halldór Einarsson, 28.12.2008 kl. 18:06

9 identicon

Ert þú púlari Magnús, gleður mig að vita

 Lifi Krímer og Liverpool að sjálfsögðu

Krímer (IP-tala skráð) 28.12.2008 kl. 18:16

10 Smámynd: arnar valgeirsson

aldrei þessu vant gerði ég mér ferð á ölver að sjá púllarana. það er rétt að given reddaði newcastle þvílíkt þarna í byrjun en þegar babel skoraði þrjú eitt, eða fékk að skora..... þá nennti ég ekki lengur því yfirburðir þinna manna voru algjörir.

og takk fyrir já, þrjú eitt hjá okkur. kannski strákarnir fái sjálfstraustið aftur og fari að vinna og drulli sér upp í vor. væri gaman.

arnar valgeirsson, 28.12.2008 kl. 20:24

11 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Haha Kristinn, kannski ertu samspár sjálfur um nína getspeki, hver veit!?En verð nú að mása þetta smá til að "Gleðja" ykkur MU aðdáendur!

Hmm, á ég að vita hver þú ert já er "Krímer" kallar þig og ert hissa hálfpartin en ánægð(ur) á að svo sé! Mátt kynna þig betur í mgeir@nett.is ef þú vilt.

Hehe Addi, þetta urðu þó 50 mín hjá þér með "Púlurunum" og snilli þeirra, tímanum hægt að verja verr en svo!

En vona já að þínir menn séu nú að hressast, finnst það það sé í alvöru mikil synd að svona gott og merkilegt lið sé að þvælast þetta í "kjallaranum"!

Magnús Geir Guðmundsson, 29.12.2008 kl. 00:10

12 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

takk

Einar Bragi Bragason., 31.12.2008 kl. 03:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 218308

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband