GEIRAVÍSUR!

-Skruddan skýtur upp kolli á ný.

Þrátt fyrir kreppu sem krafsar og klórar í þjóðina og sannar okkur svo ekki verður um villst, að “Valt sé veraldargengið”, heldur lífið nú samt áfram og hinir föstu punktar í því halda sömuleiðis sínu striki, koma og fara.
Þar með talin er blessuð jólahátíðin með öllum sínum siðum og venjum, skreytingum, gjafastandi og vonandi hjá sem flestum, gleði og friðartími að ógleymdu átinu!?

Ég hef nú eins og sumir hafa orðið varir við, minnt á það áður við upphaf jólamánaðarins, að fyrir nokkrum árum gaf ég út svo frekar lítið bar á, litla bókarskruddu með eigin kviðlingum ýmsum.
Enn á ég nokkur eintök af henni ef ef einhvern skildi nú vanta litla gjöf og ódýra af þessu tagi. Geta þeir sem hugsanlega hafa áhuga, sent mér póst og kannað málið frekar, fengið nánari upplýsingar.
N’u ef svo það eru aðrir sem langar kannski bara í bókina handa sjálfum sér, þá er þeimauðvitað líka velkomið að hafa samband, nema hvað!

mgeir@nett.is
mgeir@est.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Solla Guðjóns

Eru þetta svona vísur sem þú hefur verið að byrta annar lagið ???

Það væri alveg gaman að eignast eina slíka bók....

sendi þér meil.

Solla Guðjóns, 2.12.2008 kl. 00:21

2 Smámynd: Heiða  Þórðar

Semdu um mig vísu...og gemmmerana....

Heiða Þórðar, 2.12.2008 kl. 00:36

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Já, sem birst höfðu fyrr, en fæstar hér á blogginu eða bara ein og ein kannski.

Heiða, þú ert bara "lítil frekjudolla", sem heimtar meir og meir haha!

Sjáum til, en sendu mér endilega tölvupóst og þá bara á bæði netföngin.

Magnús Geir Guðmundsson, 2.12.2008 kl. 13:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband