Leiðindaströggl!

Eiginlega já í einu orði sagt, annað 0-0 jafnteflið á heimavelli í röð og á Anfield hefur liðið nú ekki skorað nema eitt mark í þremur leikjum í röð!
Það gengur auðvitað ekki til lengdar, geta ekki nýtt færi, sem reyndar voru ekkert of mörg, en samt næg til að skora allavega eitt mark auk þess sem Liverpool fékk ógrynni af hornspyrnum!
Áhyggjuefni, en ljósið í myrkrinu er að stígið sem fékkst dugði til að taka toppsætið, en betur má nú ef duga skal svo það haldi til langframa!
mbl.is Liverpool á toppinn þrátt fyrir markalaust jafntefli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brattur

Nú held ég að þetta sé alveg búið spil hjá Liverpool... nú tekur ekkert við nema hefðbundin barátta um 4ja sætið...

Brattur, 1.12.2008 kl. 22:25

2 Smámynd: arnar valgeirsson

brattur er brattur og á inni fyrir því. sýndist á yfirliti yfir leikinn að west ham hefði þó komið boltanum í stöng og svona ha....

þetta var fyrirfram gefið jafntefli. gott ef ég var ekki hreinlega búinn að láta vita einhvernsstaðar.

arnar valgeirsson, 1.12.2008 kl. 22:34

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hehehehe, alveg laukrétt Arnar hinn getspaki, en giskaðir þú á Lengjunni!?

Og Brattur, þú ert alveg SNARBRATTUR, sérstaklega að segja að núna einmitt taki við barátta LFC um eitthvað annað en titilinn haha!

En við sjáum hvað setur, vissulega slakt í kvöld.

En mikið rétt, sjálfur Bellamy átti skot í stöngina!

Magnús Geir Guðmundsson, 1.12.2008 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband