Frekar fúlt já á Anfield, en sigur Stoke gleður!

Svipað dæmi og var upp á teningnum hjá Liverpool gegn Stoke á sama velli, nema hvað að mistök dómara voru ekki með í spilinu nú, að eins klaufagangur heimamanna að skjóta alltaf í markvörðin, eða þá hitta ekki markið! (svona næstum því alltaf!)
Og meira súrt en ella, því sigur hefði þýtt endurheimt toppsæti, því Chelsea gerði ekki betur gegn Newcastle.
Rosalegt fall hjá Arsenal já, en ég er nú samt langt því frá tilbúin að afskrifa þá strax, gætu alveg náð sér aftur á strik og þá orði ðóstöðvandi!
SAmkvæmt mínu viti á fótbolta getur Grétar ekki átt markið, ef annar samherji hans kemur síðast við boltan, allavega var reglan alltaf þannig hér áður fyrr!
Hins vegar er málið nokkuð flóknara þegar boltin hefur viðkomu í andstæðingi, þá er það alltaf spurningin hvort stefna boltans breytist svo afgerandi, að mark hefði ekki orðið nema vegna snertingarinnar og þá er auðvitað um sjálfsmark að ræða. En oft er já erfitt að skera úr um slíkt!
Glæstur sigur hins vegar hjá Bolton!
Ánægjulegustu úrslitin komu hins vegar á Brittaniavellinum, Stoke vinnur þarna sinn fjórða sigur í síðustu fimm leikjum eða svo, gleður það mig mikið fyrir hönd vinar vors,hans j'oa! SVei mér ef liðið heldur svona áfram, vinna sigra á heimavelli og þá ekki síst gegn liðum í neðri helmingi deildarinnar, en kroppa líka stig og stig af sterkari liðunum bæði heima og að heiman, tekst því að halda sæti sínu og kannski vel rúmlega það!
mbl.is Arsenal steinlá og toppliðin Chelsea og Liverpool töpuðu stigum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Fótboltinn já, og er Stoke á uppleið?

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 24.11.2008 kl. 00:26

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Blessuð´Lilja mín Guðrún. Já, þeir hafa hingað til spjarað sig nokkuð vel, betur en flestir áttu von á hygg ég!

Magnús Geir Guðmundsson, 24.11.2008 kl. 01:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband