30.10.2008 | 23:50
Vísnavaðall!
Einlæg,en öðruvísi ástarjátning!
(Taki þær til sín sem VILJA eiga!)
Að þessu bara ég get ekki GERT,
ÞÓ gjörsamlega sé della.
Ég elska þig bara eins og þú ert,
andskotans leiðinda kella!
Árans ástandið!
Ástandið er ekki gott,
ekkert finnst af góðum lausnum.
Allir hér um bil á hausnum,
Hópast senn af landi brott!?
Geirharður!
Haft var eftir forsætisráðherra, stöddum í Finnlandi í gær, að hann óttaðist fimm ára bakslag. Mörgum bloggaranum fannst nú ekki mikið til koma og ein vinkona vor þeirra á meðal, spurði sig í færslu á hverju Geir og hinir væru eiginlega á þessum fundum!?
Datt mér þá ekki neitt skárra í hug en þetta!
Hvað þeir sér á fundum fá,
Fróður lítt ég ræði.
En Geirharður er eflaust á,
Ingu-Jónu-fæði!
(hans eiginkona jú Inga Jóna Þórðardóttir)
Fyrir nokkru sá ég svo á spjallvef Blindrafélagsins, að fundur nokkur var auglýstur á vegum Kvennadeildar, þar sem kynning myndi fara fram á ýmsum ónefndum hlutum og kona ein myndi koma með í Dótakassa!?
Ansi skemmtileg auglýsingsem gaf mér tækifæri á að láta hugan reika!
Nú brosa glaðar bakvið tjöldin,
Blindrakvinnur, hugsa ég.
Því tæknin bráðum tekur völdin,
Titrandi og unaðsleg!
Og loks var það hún Gurrí Vikuvífið, sem gaf færi á sér einu sinni sem oftar. Sagðist vera með tvær í takinu núna og tilgreindi þær, en hrekkjalómurinn ég lagði nú aðeins öðruvísi skilning í það og þá með tilliti til betra og heilsusamlegra lífernis Himnaríkisdrottningarinnar!
Gurrí, góð í bakinu,
Gengst nú upp í skakinu.
Er með TVÆR í takinu,
Tilbúnar á lakinu!?
Um bloggið
Pælt um heima og geima
Eldri færslur
- Desember 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Janúar 2013
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Bloggvinir
- Jens Guð
- arnar valgeirsson
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Big Fats Slim
- Blúshátíð í Reykjavík
- Brynjar Davíðsson
- Einar Bragi Bragason.
- Eva Benjamínsdóttir
- Eygló
- Gulli litli
- Heiða Þórðar
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Hildur Sif Thorarensen
- Hlynur Hallsson
- Hólmdís Hjartardóttir
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristinn Halldór Einarsson
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Oddur Helgi Halldórsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Rannveig H
- Sema Erla Serdar
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sjónstöð Íslands
- Solla Guðjóns
- Steingrímur Helgason
- Svala Jónsdóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Vefritid
- Víðir Benediktsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Púki ertu - en helvíti hagyrtur!
Lára Hanna Einarsdóttir, 31.10.2008 kl. 01:29
Hahaha
Jenný Anna Baldursdóttir, 31.10.2008 kl. 06:40
Þetta er frábært. Sannkallaður "Öryrki" (öryrki=maður sem yrkir ört) Hérna er ein ástarjátning til húsfreyjunnar á mínu heimili.
Konan mín er kvenna best
hvað sem öllu líður.
Teymir mig sem hlíðinn hest
í hagann út og ríður.
Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 07:41
Hahaha Húnbogi, alveg afbragð! Og ef marka má langan hjúskap ykkar, þá hafa "Reiðtúrarnir" margir orðið og það góðir og gleðilegir!
Mikið rétt Lára Hanna ljúfa snót, púki er ég víst á stundum, en mætti nú vera betur og oftar hagyrtur!
Takk fyrir síðnæturheimsókn og syngjandi hlátur frú J!
Magnús Geir Guðmundsson, 31.10.2008 kl. 09:09
Á þinni síðu skemmti ég mér,tralala la la
Rannveig H, 31.10.2008 kl. 11:47
Gleður mig að heyra, Rannveig rosalega!
Trallið þitt þétt og taktfast!
Magnús Geir Guðmundsson, 31.10.2008 kl. 13:15
hér er gaman
Hólmdís Hjartardóttir, 31.10.2008 kl. 20:29
Jájá dísin mín, en verður enn skemtilegra þegar þú bætist í hópin með þessar eflaust skoplegu myndir!
Og Húnbogi sveitungi þinn lagði aldeilis vel í púkkið!
Magnús Geir Guðmundsson, 31.10.2008 kl. 20:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.