Aldrei aftur Zeppelin!

1980 er John Bonham var allur var dæmið einfaldlega búið, ferill þessarar einnar frægustu rokksveitar var allur, hinir þrír eftirlifandi þá einróma sammála um að hætta. Og í raun hafa þeir Page, Plant og Jones staðið við það, síðustu upptökurnar komu vísu út síðar, á Coda auk þess sem hinar og þessar safnútgáfur hafa litið dagsins ljós, en það hefur aldrei í raun verið verulega í deiglunni, að nokkurri alvöru, að þeir þrír kæmu aftur saman og tækju upp nýtt efni sem Led Zeppelin. Þó bæði saman og sitt í hvoru lagi hafa þeir brallað margt sem kunnugt er, þeir Page og Plant m.a. unnið eina hljóðversplötu og eina tónleikaplötu, en það var undir þeirra eigin nöfnum.Tónleikar eru svo teljandi á fingrum annarar handar, þar sem þeir þrír hafa látið til leiðast að koma fram og þá sem Zeppelin, en þó alltaf með hálfum huga að því ekki hefur verið betur skilið.
Live Aid var fyrst með pgil Collins á trommunum, en síðar kannski tvívegis svo hægt sé að nefna held ég í alvöru, þetta tilefni á sl. ári er þeir komu saman ásamt Jason í afmælifagnaði stofnanda Atlanticútgáfunnar og svo áður í 25 ára afmæli sömu útgáfu held ég.(ártalið gæti nú verið annað, man það ekki)

Það er bara eins og fyrri daginn með þetta, að peningar ráða ugglaust fyrst og fremst ferðinni, góðar summur í boði sem Page og Jones telja sig ekki geta hafnað.
En neineinei, þetta er né verður ekki í raun og sann Led Zeppelin, hún dó og var grafin með "Gonzo", John Bonham!


mbl.is Zeppelin í hljómleikaferðalag án Plant
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er fyrir öllu að það sé eitthvað varið í þetta. Til dæmis að þeir búi til ný og skemmtileg lög frekar en að vera eins og eftirhermuhljómsveit.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 02:35

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Get alveg út af fyrir sig tekið undir það með þér Húnbogi, en í raun og sann verður þó aldrei um Zeppelin að ræða, sú goðsagnakennda sveit var skipuð hinum fjórum, Page, Plant, Jones og Bonham, ekki bara tveimur af þeim. Svo er reyndar ekkert víst hvort um plötu verður að ræða, kannski bara tónleikaferð.

Magnús Geir Guðmundsson, 29.10.2008 kl. 13:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband