19.10.2008 | 16:12
Þar rataðist kjöftugum satt orð á munn!
Þeir sem fylgst hafa með gamla Krataforingjanum, vita að þótt margt hafi nú mátt misjafnt um hann segja, þá hafi hann ekki skort hæfnina til að lýsa skoðunum sínum á litríkan hátt. Oft hefur mér fundist hann reyndar einum of og ekki líkað alls kostar, en hérna í þessari skáldlegu myndlíkingu, ratast honum að líkum já satt á munn, eða svo eru víst margir landsmenn þenkjandi þessa dagana um framferði fv. forsætisráðherra og núverandi Seðlabankastjóra!
Svo er Ingibjörg Sólrún komin heim, að vísu örugglega ekki búin að jafna sig á veikindum sínum eða heilaaðgerðinni í kjölfar þeirra, en ætla má að komist hún á fullt skrið bráðlega, muni einhverra tíðinda að vænta.
Ég sem eflaust margur annar hef velt því fyrir mér hvort þessi satt best að segja ofurraunsæislega atburðarrás síðustu tveggja til þriggja vikna hefði ekki orðið öðruvísi og þá þáttur Seðlabankastjórans/bankans ef hún hefði verið með formanni D í brúnni?
Auðvitað ómögulegt að fullyrða nokkuð, en er þó sannfærður um að meiri synsemi hefði getað ráðið för og víðsýni í viðbrögðum við vandanum.
Svo er Ingibjörg Sólrún komin heim, að vísu örugglega ekki búin að jafna sig á veikindum sínum eða heilaaðgerðinni í kjölfar þeirra, en ætla má að komist hún á fullt skrið bráðlega, muni einhverra tíðinda að vænta.
Ég sem eflaust margur annar hef velt því fyrir mér hvort þessi satt best að segja ofurraunsæislega atburðarrás síðustu tveggja til þriggja vikna hefði ekki orðið öðruvísi og þá þáttur Seðlabankastjórans/bankans ef hún hefði verið með formanni D í brúnni?
Auðvitað ómögulegt að fullyrða nokkuð, en er þó sannfærður um að meiri synsemi hefði getað ráðið för og víðsýni í viðbrögðum við vandanum.
Jón Baldvin: Seðlabankastjóri þvælist fyrir á strandstaðnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Pælt um heima og geima
Eldri færslur
- Desember 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Janúar 2013
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Bloggvinir
- Jens Guð
- arnar valgeirsson
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Big Fats Slim
- Blúshátíð í Reykjavík
- Brynjar Davíðsson
- Einar Bragi Bragason.
- Eva Benjamínsdóttir
- Eygló
- Gulli litli
- Heiða Þórðar
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Hildur Sif Thorarensen
- Hlynur Hallsson
- Hólmdís Hjartardóttir
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristinn Halldór Einarsson
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Oddur Helgi Halldórsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Rannveig H
- Sema Erla Serdar
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sjónstöð Íslands
- Solla Guðjóns
- Steingrímur Helgason
- Svala Jónsdóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Vefritid
- Víðir Benediktsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það styttist í stjórnarslit
Hólmdís Hjartardóttir, 19.10.2008 kl. 16:23
Og þú hefur það á tilfinningunni já, kona góð!?
Magnús Geir Guðmundsson, 19.10.2008 kl. 16:28
Stjórnarslit? Því trúi ég ekki.
Jenný Anna Baldursdóttir, 19.10.2008 kl. 17:05
Ég er bara skíthrædd við þessa ofurtrú á ISG. Hún er DO án "verkfæranna"... exkjúsmæfrench.
Það er nákvæmlega ENGINN í neinum stjórnmálaflokki sem ég treysti þessa dagana, nema reyndar Jóhönnu Sig.
Jónína Sólborg Þórisdóttir, 19.10.2008 kl. 19:59
Maður veit þó aldrei hvað kann að gerast Jenný góð!
Magnús Geir Guðmundsson, 19.10.2008 kl. 20:00
Skemmtilegt viðtal sem Sverrir Stormsker átti við Jón Baldvin á Útarpi Sögu (líklega hægt að heira það á bloggsíðu Sverris). Að vísu fannst mér Sverrir ekki nógu ágengur og grimmur við Jón Badlvin eins og hann hefur verið við aðra viðmælendur. Hann hefði betur átt að þjarma allhressilega að honum með óþægilegum spurningum, Jón Baldvin er maður til að taka slíku og hefði farið létt með að svara fyrir sig og snúa öllu upp í grín og þá hefði þátturinn orðið miklu skemmtilegri.
Ég hafði eitt sinn álit á Ingibjörgu Sólrúnu en þessi undarlegi áhugi hennar á hernaði (Varnarstofnun og heræfingarnar) og hentistefna hennar gagnvart stóriðju hafa gert það að verkum að hún er ekki hátt skrifuð hjá mér í dag.
Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 20:30
Já Magnús það verða stjórnarslit en ekki alveg strax.....en það verður skipt um stjórn í SÍ
Hólmdís Hjartardóttir, 19.10.2008 kl. 22:41
Skil vel að ung kona eins og þú mín kæra JS sért ráðvillt, margir hverjir eru það núna og treysta fáum eða öngvum! ÉG hef enga ofurtrú á Ingibjörgu, veit þó hverju hún hefur áorkað og er bara handviss um að hlutirnir hefðu allavega spilast öðruvísi og kannski betur með hennar kvennlega innsæi. Jón er nú búin að mæta oftar en einu sinni og oftar en tvisvar til Sverris Húnbogi minn, hygg að hann sé nú reyndar í vinahópi hans og frú Bryndísar svo þú skalt ekki vera hissa þótt Sverri hafi ekki saumað að karlinum.
Þú ert ekkert að bulla neitt nei mín kæra Hólmdís, því maður að nafni Björn og situr víst í þessari ríkisstjórn gaf í skyn í viðtali í kvöld að vel gæti svo farið að kosið yrði jafnvel á næstu mánuðum!
Og þú hlýtur að hafa rétt fyrir þér með SÍ líka, spákonan snjalla sem þú ert!?
Magnús Geir Guðmundsson, 19.10.2008 kl. 23:29
dauður?
Heiða Þórðar, 19.10.2008 kl. 23:35
Nei, hirðir!
Magnús Geir Guðmundsson, 20.10.2008 kl. 00:51
Hef ekki trú á því að nærvera Ingibjargar hefði breytt neinu. Hún hefur sýnt það undanfarið að hún metur sinn eigin frama ofar öðru. Þetta brölt með öryggisráðið var aumkvunaravert. Það hefði löngu átt að hætta við það, en nei það varð að flandra um allan heiminn smjaðra og múta. Nei nærvera hennar hefði ekki breytt neinu um þetta Magnús minn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.10.2008 kl. 17:33
bara burt með kallfjandann...........það er enginn sem tekur mark á þessum manni lengur......og það er alveg rétt hjá Jóni Baldvini að hann bara skemmir fyrir ef eitthvað er.
Solla Guðjóns, 20.10.2008 kl. 21:50
Sæll Magnús minn, ég er aldeilis steinhissa á að seðlabankastjóri sitji enn, bara skil ekki íhaldið. - Annars bara góð, svona rétt að lenda. Hafðu það gott kveðja norður, eva
Eva Benjamínsdóttir, 20.10.2008 kl. 22:53
Mín góða Cesil!
Flest orkar tvímælis þá gert er, þar er þetta framboð engin undantekning. Mér finnst þú hins vegar helst til orðhvot og hvöss hérna í garð Ingibjargar Sólrúnar, en ég veit auðvitað sem er að það markast auðvitað af aðstæðum líðandi stundar og þeirri staðreynd að þú ert opinber, hreinn og klár stjórnarandstæðingur! Fyrst og síðast átti ég við, að hið kvennlega innsæi og skynsemi oftar en ekki á erfiðum augnablikum sem þeim er hér ræðir, hafi sárlega vantað og ekki bara á þeim, heldur líka almennt síðustu misserin í firringu fjármálaheimsins!
Hvað svosem mér eða þér finnst, þá hefur Ingibjörg margsannað á sínum ferli að hún er snjall stjórnmálamaður og því hef ég velt þessu upp sömuleiðis, en hjóli tímans verður ekki snúið til baka, við fáum aldrei að vita hvernig hlutirnir hefðu þróast ef...!
Jamm Solla mín, þessu eru þér margir sammála.og ekki skil ég mikið meir en þú ´i D flokknum núorðið!
Og mín elskulega Eva, ekki undarlegt þó þú svona nýkomin heim eftir langa útiveru, skiljir enn hvað gengið hefur á. Innilegar kveðjur til baka suður yfir heiðar.
Magnús Geir Guðmundsson, 21.10.2008 kl. 14:45
Það er rétt hjá þér Maggi að þeir Jón Baldvin og Stormskerið eru vinir til margra ára. Jón Baldvin átti ekki alltaf upp á pallborð hjá mér en ég kann betur við hann í dag. Þekking hans á heimsmálum hefur vaxið mjög eftir störf hans erlendis sem sendiherra. Hann er orðinn gagnrýnni á vonda stjórnmálamenn heimsins og jafnframt áhugasamari um velferðamál.
Jens Guð, 21.10.2008 kl. 23:57
Nokkuð sammála þér hérna, hann virðist eiginlega vera komin langleiðina hringin karlinn, byrjaði nú sem sannfærður Marxisti í pólitíkinni ef mig misminnir ekki!
Og þessi skoðun þín á JB er heldur ekki neitt einsdæmi held ég í seinni tíð!
Magnús Geir Guðmundsson, 22.10.2008 kl. 14:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.