Matur er mannsins megin!

Nú er það auðvitað umdeilanlegt hversu langt skuli ganga eða hvort yfir höfuð eigi að blanda markaðsmálum í barnauppeldi eða láta þau yfir höfuð (auglýsingar með meiru) koma nálægt þeim og hefur Latabæjarævintýrið sannarlega ekki farið varhluta af slíkum vangaveltum, jafnvel deilum.
En í þessari mjög svo athygliverðu könnun hennar Ingibjargar finnst mér sjálfum þetta geta farið saman með jákvæðum hætti, er í hlut á hollusta í mataræði!
Auðvitað eiga lítil börn ekki að læra að meta vatnið okkar góða eða ávexti og grænmeti, einungis vegna þess að þau hafa gaman af vissum sjónvarpsþætti þar sem slík fæða kemur við sögu, en ef það hjálpar og verður til þess að krakkarnir venjast því að neyta hennar, þá finnst mér það gott mál. Og munum, "Að lengi býr að fyrstu gerð"!

Full ástæða því til að minna á þessa málstofu hennar Ingibjargar og hvetja fólk sem hefur áhuga á að mæta þarna á mánudaginn.
Annars hafa nú örlögin hagað því svo, að þessa sömu Dr. Ingibjörgu Gunnarsdóttur, hef ég reyndar þekkt frá hennar fyrsta degi, sem kemur þessu ekki mikið við reyndar, en hún er nefnilega dálítið meir en lítið skyld mér!?


mbl.is Umbúðirnar skapa matinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Noh, systkinabörn?

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.10.2008 kl. 23:53

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

nænæ, gettu betur kella!

Magnús Geir Guðmundsson, 17.10.2008 kl. 00:29

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

hálfsystir?

Hólmdís Hjartardóttir, 17.10.2008 kl. 00:55

4 identicon

Ég held að þau séu mæðrabörn.....Taladi um fæðu og næringu fyrir börn, þá hef ég alltaf verið hneykslaður á því að þegar haldin eru íþróttamót barna, þá enda þau gjarnan á pítsuveislu með gosdrykkjum, sem gosdrykkjaframleiðendur styrkja. Hvernig dettur fólki í hug að ætla að gera íþróttastjörnur úr börnunum og fóðra þau samtímis á gosdrykkjum. Hvernig væri að fara standa saman um að mótmæla slíku. Ég hef verið viðstaddur samkomur hjá íþróttafélögum og alveg blöskrað hvernig óhollustunni er otað að áhrifagjörnum erfingjum landsins, sem við ætlumst síðan til að standi sig vel í íþróttum, með magann útbelgdann af alls konar viðbjóði....

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 07:51

5 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ónei, Hólmdís næturdrottning!

Góðan og blessaðan daginn Hunbogi, þú byrjar hann bara með látum, góðri ádrepu á íþróttafélögin og hefur já nokkuð til þíns máls. Pizzur eiga nú reyndar ekki að teljast alslæmar, svona endrum og sinnum allavega, auk þess sem þær eru misjafnar, en stundum getur þetta verið einum of.

En hehe, víst erum við börn mæðra, semsagt mæðrabörn, en slíkt hefur nú ekki talist neinn sérstakur skyldleiki að ég síðast vissi!

Magnús Geir Guðmundsson, 17.10.2008 kl. 08:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband