Nú eru erfiðir tímar!

Nei, því mótmælir ekki nokkur maðður og þar með talið hjá Kjartani Gunnarsyni fv. framkvæmdastjóra flokksins sem í kosningum hefur listabókstafin D!
Mér hefur af þeirri viðkynningu sem fjölmiðlar hafa getað gefið, aldrei fallið K.G. í geð né hugnast sú staða sem hann var í lengi vel og var örugglega einstök, að sitja báðum megin borðsins eins og það heitir, var samtímis framkvæmdastjóri stærsta flokksins og sem slíkur ynnsti koppur í búri stjórnunar landsins, en líka fastsetin við kjötkatlana, sem formaður bankastjórnar Landsbankans lengi!
Ekki veit ég hvað hann hefur ætlast til á þessum fundi, að orð hans næðu ekki út fyrir veggi hans, nema hvað að eins og stundum áður og sem nú í öllum þessum fjármálahörmungum, tekur vanhugsunin völdin af mönnum svo viðbrögðin verða röng og oftar en ekki afdrifarík.
Hafi einhver fundarmanna sem borið hafa ræðu K.G. í fjölmiðlana í dag, ekki beinlínis logið um innihald hennar, þá stenst þessi eftiráathugasend einfaldlega ekki.
Davíð Oddson, hann og engin annar hefur haft uppi þessi stóryrði sem K.G. á að hafa borið af sér í dag og því er bara ekki hægt að túlka þessi orð öðruvísi.
En það skal ítrekað, nú eru erfiðir tímar, þar með talið hjá K.G. sem segist m.a. hafa tapað fjárhagslegri aleigu sinni undanfarna daga, en eigi á móti ungan son sem hann hafi eignast nýlega og byggi nú að því.
Hver dæmir annars fyrir sig, en í ríkjandi ástandi ráða menn orðið lítið við framvinduna og breyta heldur ekki rétt í smáu sem stóru.
mbl.is Ekki gagnrýni á Davíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Tími uppgjöranna er að renna upp

Hólmdís Hjartardóttir, 12.10.2008 kl. 00:51

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tek hér undir hvert orð Magnús minn. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.10.2008 kl. 13:07

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

En verði manni á þá er ágætis regla að viðurkenna það og segja einfaldlega; ég var reiður, æstur, leiður, hryggur (notist eftir þörfum) og ég meinti ekki það sem ég sagði.

Þetta þarf ég að gera nokkrum sinnum í viku.

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.10.2008 kl. 17:04

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Þakka ykkur fyrir mínar yndislegu "þrjár systur"!

(þó ekki hans Tékovs!)

Já, Dís, uppgjör og það í fleiri en einni merkingu eiga sér nú stað og munu eiga á næstunni að öllum líkindum.

TAkk Cesil, en þarft ekkert endilega að vera sammála.

Þú ert kona Jenný, þið eigið oftar en ekki auðveldar með að brjóta obb af oflæti ykkar, viðurkenna mistök og fyrirgefa, eða það held ég.

Magnús Geir Guðmundsson, 12.10.2008 kl. 22:00

5 Smámynd: Solla Guðjóns

Sammála ykkur.....

Solla Guðjóns, 12.10.2008 kl. 22:13

6 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Takk fyrir það Solla mín!

Magnús Geir Guðmundsson, 12.10.2008 kl. 23:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband