Skífurýni - Rokkrisar gleðja enn!

Metallica - Death Magnetic.

Lagalisti:

That was just your life
The end of the line
Broken, beat and scarred
The day that never comes
All nightmare long
Cyanide
The unforgiven 111
The Judas kiss
Suicide and redemption
My apocalypse

Hvað er betra þegar haustsins myrkur verður dimmra og dimmra, klær vetursins nálgast ófluga og svo ekki sé talað um djúp efnahagskreppa sem ekki sér fyrir endan á, læsir sig um þjóðfélagið, en að setjast niður í góðan stól með kaffi, heyrnartól á höfði og með nýtt og kröftugt rokk í spilaranum!?
Veit ekki með ykkur, en þetta er og hefur verið mér fróun og viss flótti líka já frá umhverfinu þegar það hefur þrengt fullmikið að eða orðið íþyngjandi.
Kannski finnst einhverjum það mótsagnakennt, að kröftugt rokk sé gott vi slíkar aðstæður, en þannig er það nú oft hjá mér þótt vissulega margs konar tónlist af öðru tagi geti hentað líka eins og gengur.
Og nú í um það bil þrjár vikur hefur nýjasta afurð risarokkaranna og “Íslandsvinanna” í Metallica, Death Magnetic, meira og minna verið í spilaranum og skoðun mín og álit á plötunni þannig smátt og smátt verið að taka á sig heildstæða og marktæka mynd.

25 ára ferill.

Já, svo makalaust sem það nú er, þá hefur ferill Þessa fyrirbæris sem Metallica nefnist nú spannað um 25 ár, eða svo, eða frá því fyrsta stóra platan af nú samtals níu hljóðversplötum, Kill ‘em All kom út!
Ég man vel þann dag er ég keypti mér eintak af plötunni í hinni gamalgrónu verslun Hljomver, sem var og hét í Glerárgötunni hér í bæ. Hafði þðá lesið nokkuð um þessa fjóra ungu menn sem bólugrafnir og alvarlegir blöstu við á bakhlið plötunnar og þóttu lofa ansi góðu með nýju og nokkuð svo harðari stefnu, en þá líka ferskari en heyrst hafði áður!
Og víst er að maður þá á svipuðu reki og þeir Hettfield, Hammet, Ulrich og Burton, sem þarna skipuðu sveitina, hreifst strax mikið af og sagði bara Vá, eftir að lög á borð við Whiplash, Jump In the Fire, Motorbreath og ekki hvað síst hið klassiska Four Horsemen höfði strax hrist all svakalea upp í strákssálinni!
Ætla nú annars ekki að rekja söguna frekar hjá sveitinni, nema hvað að ég hef í stærstum dráttum fylgst með henni alla tíð og sá þá m.a. á frægum Donningtonrokkhátíðartónleikum árið 1987 ásamt eitthvað um 97000 öðrum (þar voru til dæmis félagi minn Hemmi, Eiki nokkur Hauks sem var einskonar fararstjóri og eins veit ég nú að Kiddi Rokk góðkunningi vor og bloggvinur var þarna einhnvers staðar í hópnum líka!)
Sem fyrr sagði var strax látið nokkuð mikið með þá, en að úr yrði slík risasveit sem hylli hefur náð langtlangt út fyrir raðir hins hefðbundna harðrokksaðdáanda, óraði auðvitað ekki nokkurn mann fyrir og að þeir ættu til dæmis eftir að spila á Íslandi fyrir um 18000 manns innanhúss, líklega fleiri en sögur fara af hérlendis nokkurn tímann!

Á ýmsu gengið, en sterk staða í dag.

En eins og svo oft hefur vandi fylgt vegsemd hverri í tilviki Metallica eins og svo mörgum öðrum. Frægðinni fylgt viss vandamál einstakra meðlima og brotthvarf sumra, jafnvel úr þessari jarðvist líkt og gerðist sorglega með bassaleikarann Cliff Burton.
Allt frá því að stærsta stökkið varð með feril sveitarinnar árið 1991 með útgáfu “Svörtu” plötunnar sem selst hefur í tugmilljóna upplagi, hafa menn haft mjög svo misjafnar skoðanir á gæðum þeirra verka sem komið hafa á eftir, en almennt verið sammála um að fyrstu fjórar hljóðversplöturnar á undan, þ.e. auk Kill ‘Em All, Ride the Lighting, Master Of Puppets og ...And Justice For All, séu hver annari betri.(ásamt þessum plötum kom svo líka ein EP plata með túlkunum, Garage Days Revisited, sem vel var tekið )
“Tvíburaskífurnar” sem komu á eftir þeirri svörtu, Load og Reload fannst mörgum vera “popp” og ekki góðar og svo þegar átti að bæta fyrir það allhressilega með eftirminnilegum hætti á St. Anger, þóttu félagarnir og þykja enn hafa heldur betur skotið yfir markið, jú vissulega komið aftur “árásargjarnari og graðari” en bara um of, hljómurinn bara eins og hjá nýþungarokkssveitum á borð við Korn og lagasmíðarnar bókstaflega vondar!
Sjálfur var ég og er enn hins vegar ágætlega sáttur við Load og reload og er bara ekki sammála að um léttvægar plötur sé að ræða.
St. Anger var hins vegar nokkur vonbrigði jú, en samt ekki alslæm og er ég viss um að ef upptakan hefði verið betri, þá væri dómurinn yfir henni almennt mildari.

En með Death magnetic er einfaldlega skemmst frá því að segja, að eftir þessar þrjár vikur í hlustun hjá mér, er dómurinn betri en ég þorði nokkurn tíman að vona fyrirfram, platan einfaldlega miklu betri en ég bjóst við að mér þætti og...
Ég held ég megi nú segja, að mér þyki hún vera sú besta í heil tuttugu ár, eða frá því ...And Justice.. kom út árið 1988, ekkert minna!
Eins og sjá má af lagalistanum hér að ofan eru lögin tíulöng og mikil flest og minna á einmitt tuttugu ára gömlu plötuna að því leiti auk annars líka, þótt upptakan nú hjá snillingnum stórmerkilega Rick Rubin (manninum á bakvið ævintýrið með johnny Cash, “Man In black” á síðustu æviárum þess mikla kántrímeistara meað margs annars í plötuútgáfu og upptökustjórn í um 40 ár!) sé mun betri og skemmtilegri.
Flest ef ekki bara öll mjög góð og vex platan eins og góðar slíkar gera svo oft meir og meir eftir því sem oftar og betur er hlustað.
Harðar jafnt sem hratt grípandi laglínur mætast svo skemmtilega, einmitt það sem snemma varð vörumerki sveitarinnar, oft mikil grimmd, en í senn gífurleg dýpt og ljúfsár tilfinning í lagasmíðunum.
Dæmi um það eru lög eins og The Day that Never Comes og the Unforgiven III.
Frábær lög, sem ég er þó ekkert að segja þar með að séu þau bestu, en eru samt að hrífa mig einna mest í augnablikinu.Gæti þess vegna verið á annari skoðun á morgun.
En semsagt, gríðarlega ánægður með plötuna sem sannar að sveitin var eftir allt saman langt frá því dauð úr öllum æðum.
Þetta gæti samt sem best orðið síðasta platan frá henni, en þá værilíka hægt að segja að endirinn hefði orðið góður!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gulli litli

Kúl, ég þarf að ná mér í þessa..

Gulli litli, 5.10.2008 kl. 07:49

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Takk fyrir það Gulli litli "Kúl"!

Er sem ég segi miklu betri en ég bjóst við.

En auðvitað verður hver að dæma fyrir sig, held þó að platan hafi fengið mun jákvæðari viðbrögð en hitt.

Magnús Geir Guðmundsson, 5.10.2008 kl. 13:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband