Lítil baráttukveðja!

(Fátt er svo með öllu íllt...!)

Þótt vonleysið vaxa nú hljóti,
veröld í óvissu fljóti
þá bölmóði berjast á móti,
ber með kjafti og klóm.
Því íllt gerir aðeins já verra,
svo eflist "Myrkursins herra"
EF baráttuþrekið mun þverra
þú hverfur í kreppunnar tóm!

En við erum auðvitað misjafnlega sett og í stakk búin, sumir að missa eða búnir að missa vinnuna, en eiga þó sinn umsamda/lögbundna uppsagnarfrest. Aðrir skulda mikið og eiga auk þess lítið eða ekkert sparifé, þeir eru auðvitað einna verst settir tala nú ekki um ef þeir líka hafa misst vinnuna eða sjá fram á það, en aðrir eiga auðvitað sparnað eða og skuldlitlar eða lausar fasteignir og geta tekist á við sinn samdrátt.
Aðstæður fólks já allavega í þessum umbrotum, en samt gildir að gefast ekki upp fyrr en í fulla hnefana, því eins og þar stendur, "Að ekki þýðir að gefast upp þótt móti blási" og sungið var nokkurn vegin þannig um árið!
Boðskap ríkisstjórnar fáum við svo að heyra í kvöld, hvað hún hyggst gera frekar til að sporna við ástandinu, annað en að gera hin mjög svo umdeildu kaup á Glitni.
Hvað sem fólki finnst annars um þau og stjórnina sjalfa, þá hefur sjaldnar eða aldrei verið meiri ástæða til að leggja eyrun við en nú!


mbl.is Kaupa fleiri og ódýrari hluti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

það verður gaman í kvöld. Enda allt í sóma......Geir segir þetta bara smámótbyr!!!!!!!!

Hólmdís Hjartardóttir, 2.10.2008 kl. 15:31

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk fyrir þetta, er ansi rislítil þessa dagana.

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.10.2008 kl. 17:35

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ja, hann reyndist ekki alveg svo brattur heyrðist mér, en kepptist þó við að bera sig vel!

Hvar fannstu annars öll þessi upphrópunarmerki Dísin, á ekki sjálfur svona mörg handa einni setningu!

Þetta hlýtur eitthvað að lagast Jenný mín, öll ég styttir upp um síðir, eins og þar stendur.

Magnús Geir Guðmundsson, 2.10.2008 kl. 22:04

4 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

úffffffffffffffffffffffffffffffff

Einar Bragi Bragason., 3.10.2008 kl. 14:38

5 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hvað áttu við með því, Einar Bragi minn!?

Magnús Geir Guðmundsson, 3.10.2008 kl. 15:38

6 Smámynd: Gulli litli

Já burt með bölmóðinn..

Gulli litli, 4.10.2008 kl. 07:38

7 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Kveðum hann í kútinn!

Magnús Geir Guðmundsson, 5.10.2008 kl. 13:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 218209

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband