Skúrir og skin á jörðu sem á himni!

Ekkert of hress né kátur í gær eða dag, ástandið nokkurn vegin svona.

Í mér holur er hljómur,
hausinn alveg galtómur
Ræfilslegur og rámur,
rusla- andskotans gámur!

En það hýrnaði nú aðeins yfir mér að lesa neðangreinda færslu hjá henni Sollu sætu í Þorlákshöfn, afskaplega ljúf og sem ferskur blær inn í ömurlega umræðu á köflum um ofbeldi og ræfilshátt, sem tröllriðið hefur umræðunni sl. daga.
Ekki ný sannindi svosem hjá freyjunni þarna suður með sjó, en lífgaði vel upp á mann!FArið og lesið til að skilja betur eftirfarandi línur um "ábrestandi bros"!

Nú á mér eitthvert er los,
ekkert skil ég í því.
Jú, á mig blíðasta bros,
er brostið sem sólroðið ský!

http://ollasak.blog.is/blog/ollasak/entry/650156/

Hér rigndi annars örlítið í dag, en beint niður í blíðskaparlogni!Haustið alveg að bresta á líkast til, eða eins og ég ímyndaði mér fyrir nokkru, að kæmi um eða eftir mánaðarmótin.
Veit að rigningin mikla fyrir sunnan síðustu daga, er farin að reyna eitthvað á langlundargeð sumra ef ekki flestra íbúa, en ég minni á það sem fjallað var um í sumar, vatnsyfirborð hefur lækkað mjög á þessu svæði ekki síst um nokkura ára skeið, sem skýrði svo vatnsskort á tímabili í sumar í samræmi við mælingar, uppsprettur víða þornað eða minkað mikið, jarðvegur skrælþurr á stórum svæðum vegna langvarandi þurka!Erfiðara og erfiðara hefur því orðið að finna nýjar uppsprettur og dýpra verið á þeim.
Horfum því jákvæðum augum á rigninguna núna, veitir ekkert af henni!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Eins og rignt hefur hér syðra undanfarinn hálfan mánuð eða svo þá spyr maður sig hvar jákvæðnitakmörkin eru!    Varla er hægt að afsaka þetta á þessum árstíma eins og mamma gerði svo oft forðum daga: "Þetta er gott fyrir gróðurinn".

Það er komið nóg af rigningunni hér syðra en ef þið eigið mikla jákvæðni eftir gagnvart rigningunni á norðurlandi er auðvitað bara sjálfsagt að senda ykkur hana - þið fáið rokið í kaupbæti!

Lára Hanna Einarsdóttir, 24.9.2008 kl. 00:29

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

TAkk fyrir það Lára mín Hanna,en þetta hlýtur bara að vera til að vega upp á móti öllu sólskininu og hlýindunum í sumar. En í alvöru, þá hafa vísindamenn æ oftar haft orð á þessu með minnkandi vatnsforða og magn, ekki mjög langt síðan fjallað var um það hérna í mogganum, að æ erfiðara væri að finna vatn og grunnvatsstaða færi versnandi.

Magnús Geir Guðmundsson, 24.9.2008 kl. 01:18

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

mikið ertu jákvæður Mangi minn.  Við Lára Hanna erum þjáningarsystur hér í rokinu og vatnsveðrinu og kvótinn á plúsum er bara búinn

Hólmdís Hjartardóttir, 24.9.2008 kl. 01:22

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Meira að segja ég, rigningarloverinn er búin að fá nóg af votviðri.  Lægðirnar hafa tekið sér bólfestu á öxlunum á mér og leiða þar inn í sálina.

Takk fyrir vísurnar - vísumaðurinn mikli

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.9.2008 kl. 07:37

5 Smámynd: Gulli litli

Fínar bögur..

Gulli litli, 24.9.2008 kl. 11:58

6 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Skil að þegar hvessir svona líka er þetta ekki óskaveðrið ykkar elskurnar, en plúsarnir hljóta samt að endurnýjast Hólmsins dís og lægðirnar lyftast af þinni lanþjökuðu sál Jenfo, haha! (skemmtileg lýsing og skáldleg)

Takk Gulli litli, alltaf nóg af plúsum hjá þér að henda á mig!

Magnús Geir Guðmundsson, 24.9.2008 kl. 15:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband