Afmælis- og fleiri léttir kviðlingar til nokkura minna glæstu bloggvinkvenna!

Hef á undanförnum vikum, skutlað kviðlingum í nokkrar minna gullfallegu bloggvinkvenna, nokkrum afmælis helst og eins og sjá mátti hér fyrir skömmu fékk einn óskyldur líka afmælislimru að auki, en sem þó ekki er í bloggvinahópnum, nefnilega sjálft Stormskerið!
En hér koma nokkrar hinna.
Gurrí Himnaríkisdrottning á Skaganum, sem nú hefur líka breyst í eins manns Hjálpræðisher sem frægt er orðið, fékk þessa litlu vísu þegar hún datt inn á "kellingaraldurinn" í sl. mánuði.

Aldri með sann og sóma,
sælleg fagnar í dag.
Guðríður, glæstust blóma,
gangi þér allt í hag!

Um mánuði síðar, eða í sl. viku varð svo önnur bloggvinkona, hún Ólína Þorvarðardóttir "Alltmögulegtmaneskja", jafngömul Gurrí og þótti mér því tilhlýðilegt að slá henni smá gullhamra!

Ert já heillin "höfuðrauð",
en hári undir eigi snauð.
Heldur rík af andans auð,
elli- sjálfsagt verður dauð!

Í sömu viku átti svo þriðja vinkonan og líka skörungur hinn mesti fyrir vestan, hún Ásthildur Cesil afmæli. Ekki sérstakt stórafmæli sem hinar tvær, en samt nóg tilefni til að skutla í hana limru, hún líka sem Ólína hagmælt vel.
Í kveðju til Ásthildar hafði kynfræðingurinn góðkunni og glæsti, Jóna Ingibjörg Jónsdóttir, kallað hana ástargyðju og var það kveikjan að limrunni minni auk alkunnar gæsku afmælisbarnsins við börn sín og barnabörn.

Hennar já ómæld er yðja,
alltaf að hjálpa og styðja.
Enda dæmalaust dáð,
sem dýrlegust náð
Ásthildur ástargyðja!

Loks er það svo fjórða bloggvinkonan sem sannarlega getur ort vísur sem þær tvær vestfirsku, en átti samt ekki afmæli nýlega svo ég viti, hún Kolla, Kolbrún STefánsdóttir.
hún var nú fyrir stuttu að fjalla um góðan sigur sinna manna á Skagamönnum og lenti svo í kjölfarið í léttu spjalli við einn bloggvina sinna, sem einmitt er af Skaganum, m.a. um litina á búningum félaganna og þá í tengslum við pólitík, nema hvað! (KS jú varaþingmaður Frjálslyndra auk þess að vera framkvæmdastjóri Sjálfsbjargar)
Kom þar fram, að hún hefði svosem ekkert á móti því að breyta "Framsóknargræna" Blikabúningnum í t.d. "Fallega Frjálslyndra bláan".
Kviknaði þá þessi limra.

Víst er hún Kolla já kvná,
kona og hýr á brá.
Næstum elskuð af öllum,
einkum þó köllum
FAlleg og frjálslega blá!

Og svo "Klukkaði" ég hana með þessari litlu vísu, við færslu þar sem hún hreinskilninslega játaði að vanta félaga til að fara með sér til útlanda að yðka eitt af óteljandi áhugamálunum hennar, golfið!

Einmana og aum að sjá,
ekki laus við trega.
Komdu því að "Klukkast á",
kellan elskulega!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Flottar vísur eins og alltaf hjá þér!  Vildi bara láta þig vita tímanlega - ég á afmæli 1. desember... 

Lára Hanna Einarsdóttir, 14.9.2008 kl. 22:08

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hólmdís Hjartardóttir, 14.9.2008 kl. 22:14

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Takk Lára Hanna mín, þá hef ég smá tíma til að æfa mig, ekki veitir af haha! En þetta er nú merkisafmælisdagur og ekki bara þjóðveldisdagurinn heldur fæddist móðuramma mín á þessum góða degi, en þó löngu fyrr en 1918, eða 1885!

En Hólmdís mín "margorða", mig grunar nú að þú þingeyska fljóðið eigir afmæli stórt næst!?

Og það sem meira er, kannski ekki eftir mjög langan tíma heldur!

Magnús Geir Guðmundsson, 14.9.2008 kl. 23:40

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Magnús ekki segja frá

Hólmdís Hjartardóttir, 14.9.2008 kl. 23:50

5 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Alltílagialltílagi, er drengur góður og vel upp alin, ekki durtur sem leik mér með meyjarhjörtu saklaus.

Viðurkenni nú samt, að ég hefði ekkert haft á móti að hitta þig "Blauta á barnum" í nótt!

Til að þurka jakkan fyrir þig auðvitað!

Magnús Geir Guðmundsson, 15.9.2008 kl. 00:04

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hólmdís Hjartardóttir, 15.9.2008 kl. 00:10

7 Smámynd: Steingrímur Helgason

Magnús, að þú látir svona illa við háaldraðann 'Þingkvenníng' í þínum kvennafanz.

En einstaka staka þarna er ekki alslæm ..

Steingrímur Helgason, 15.9.2008 kl. 00:31

8 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Flottar þessar limrur Magnús minn Geir og svo finnst mér svo gaman núna. Takk fyrir að gleðja mig

Eva Benjamínsdóttir, 15.9.2008 kl. 01:09

9 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Takk fyrir aðra þögla sendingu hólmsins Dís.

Og þúsund þakkir fyrir þínar hógværu þakkir og ráðleggingar S., en veit ekkert um þetta aldurshjal í þér!

Minn er heiðurinn að geta glatt þig smávegis mín góða Eva!

Magnús Geir Guðmundsson, 15.9.2008 kl. 01:57

10 Smámynd: Gulli litli

Skemmtilegt..

Gulli litli, 15.9.2008 kl. 09:28

11 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Gleður mig að hnoðið geti skemmt þér Gulli!

Magnús Geir Guðmundsson, 15.9.2008 kl. 17:29

12 Smámynd: Rannveig H

Þú ert flottur á því ekki er undarlegt þó þú sért vinsæll hjá bloggvinkonum

Ég átti afmæli 2 seft ,er bara pínu abbó eða eiginlega ekki neitt, jamm varla orð á gerandi.

Rannveig H, 15.9.2008 kl. 22:10

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er 20. janúar og ekki gleyma því.

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.9.2008 kl. 23:01

14 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ónei elskurnar, skal hvorugri ykkar gleyma né afmælisdögunum.Rannveig á reyndar sama afmælisdag og vörpulegur bróðursonur minn einn, er varð einmitt tvítugur núna um daginn!

Og eins og Jenný veit nú, þá eruð þið stelpurnar heldur ekkert óhultar á öðrum dögum, svo við sjáum bara til Rannveig mín!

Magnús Geir Guðmundsson, 15.9.2008 kl. 23:21

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Kærar þakkir fyrir yndislegt ljóð til mín Magnús minn, ég er sannarlega upp með mér.  Þúsund þakkir.  P.S: ég ætla að stela því héðan og vista það hjá mér. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.9.2008 kl. 13:06

16 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ekkert að þakka mín kæra dís fyrir vestan!

En þetta er nú bara svona smá limruskjáta, sem ég skrifaði upphaflega hjá þér í athugasend við þakkarfærsluna. En í góðu lagi að hnupla mín kæra, ekki meiri glæpur en ef ég stæli svona einni rós frá þér haha!

Magnús Geir Guðmundsson, 16.9.2008 kl. 16:46

17 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll minn hagmælti snillingur. Þú kannt nú vel við þig í þessum kvennaljóma sem vonlegt er. Ég þakka hlý orð í minn garð en bara svo þú vitir það þá er ég ekki vara-neitt. Ég er ritari Frjálslyndra um þessar mundir og var frambjóðandi í SV síðast en þar sem við náðum ekki inn manni ( vantaði 17 atkv.) þá erum við ekki með varaþingmann heldur... Ég reyni alltaf að vera nr. 1  kveðja Kolla

Kolbrún Stefánsdóttir, 16.9.2008 kl. 20:56

18 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ææ, afsakaðu innilega, átti nú að vita þetta, en er þetta þá ekki bara það sem koma skal, þú verðir að minnsta kosti varaþingmaður næst haha!?

En takk kærlega fyrir fallegu orðin og víst er að ekki líður stra´knum verr þegar þú hefur nuna slegist í hópin, sjálf Raufarhafnarrósin!

En ég á nú varla skilið að kallast snillingur, í allri hreinskilni sagt, er bara svona smáseigur á stundum!

Magnús Geir Guðmundsson, 16.9.2008 kl. 21:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband