13.8.2008 | 14:13
Sirkús Fáranleikans!
ég hef í nokkrum skrifum mínum um hið dæmalausa ástand í borgarstjórn Reykjavíkur, kallað það "Sirkús Reykjavík" í háðslegum tón og kannski með pínulitlum íllkvitnishætti líka.Og ekki alveg að ástæðulausu eins og flestir hljóta að vita. En framvindan með núverandi meirihluta og svo þessi tíðindi, fyrst frá í gær eða fyrradag, fá mann beinlínis já til að nota orðið Fáranleiki! D listin ber alla ábyrgð á þeirri stöðu sem hann er nú komin í og hvort sem einvherjir fulltrúar hans voru samstarfinu við Ólaf F. ósamþykkir eða kyngdu því treglega, þá gerðu þeir það nú samt og geta í engu kennt neinum nema sja´lfum sér um! Það er því já alveg fáranlegt og í raun sprenghlægilegt í öllum alvarleikanum, að nú vilji menn þar á bæ "treysta" núverandi meirihluta með því að taka aftur upp samstarf við B sem þriðja hjólið og um leið fá borgarstjórastólinn fyrr!? ER mönnum virkilega alvara? En ef þetta er já satt og rétt, hví í dauðanum ætti Ólafur, sem samkvæmt sögusögnum á einmitt að vera komin á þá skoðun að vilja sitja áfram sem borgarstjóri, þvert á samkomulagið við Vilhjálm Þ., að taka því? Spyr sá sem ekki veit, en hitt veit hann að spurningin sem slík er fáranleg ein út af fyrir sig! SVo er það hin hugmyndin, að B komi bara aftur eins og ekkert hafi í skorist væntanlega frá tíð björns Inga og öllum gíguryrðunum sem flugu á víxl milli flokkana í kjölfarið er sá meirihluti sprakk. Þá kom Óskar Bergsson inn í staðin og starfaði að því best er vitað að heilindum meðan "Tjarnarkvartettinn" lifði sína 100 daga með S, V og Margréti, en án Ólafs! Það jaðrar við pólitískt hór liggur við, ef Óskar og þetta veltur jú fyrst og síðast á hans vilja hvað sem líður annars flokksályktunum og hvað formanninum húmorsmikla, Guðna finnst, samþykkti. Já, hvað vill Óskar Bergsson og hans bakland? Jú, hann gæti komið til móts við D í að "endurvirkja" hugmyndir um bitruvirkjun, en hvað með allt hitt og hvað með REI, er það allt saman bara gleymt og skiptir engu máli lengur? Í ljósi sögunnar og þá ekki hvað síst Framsóknarflokksins og hans "gamla slagorðs" að vera -Opin í báða enda- kæmi það ekki þó alveg á óvart ef þetta yrði niðurstaðan og D fengi enn einu sinni sitt fram. En líkt og gerðist er tvívegis var búið að sprengja meirihlutan, þá segi ég nú eiga íbúar í Reykjavík ekki betra skilið, er virðingin einfaldlega ENGIN til fyrir þeim er spurningin um völdin er annars vegar? Að þessu virðist svarið vera klárt NEi, virðingin er engin og flokkshagsmunir koma ALLTAF á undan almannahagsmunum! Kosningar ættu einfaldlega að fara fram nú sem þá, Þetta er öllum sem við koma til mikillar skammar og háðungar að mér finnst, horfandi á úr fjarlægð!
Vilja breytingar á meirihlutasamstarfinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:49 | Facebook
Um bloggið
Pælt um heima og geima
Eldri færslur
- Desember 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Janúar 2013
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Bloggvinir
- Jens Guð
- arnar valgeirsson
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Big Fats Slim
- Blúshátíð í Reykjavík
- Brynjar Davíðsson
- Einar Bragi Bragason.
- Eva Benjamínsdóttir
- Eygló
- Gulli litli
- Heiða Þórðar
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Hildur Sif Thorarensen
- Hlynur Hallsson
- Hólmdís Hjartardóttir
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristinn Halldór Einarsson
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Oddur Helgi Halldórsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Rannveig H
- Sema Erla Serdar
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sjónstöð Íslands
- Solla Guðjóns
- Steingrímur Helgason
- Svala Jónsdóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Vefritid
- Víðir Benediktsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Óskar - Framsókn í borginni - bakland? Er samhengi þarna á milli?
Híhí, ég verð alls ekki hissa ef Óskar stekkur til. Því miður.
Jenný Anna Baldursdóttir, 13.8.2008 kl. 14:21
Ég spyr eins og Jenný... bakland? Hefur Óskar og Framsóknarflokkurinn bakland í borginni? Flokkurinn fékk 2,1% fylgi í skoðanakönnun sem sagt var frá fyrir tæpri viku. Það er litlu meira en Ólafur F. sem fékk 1,8%.
Að skipta Ólafi út fyrir Óskar væri alveg jafnveikur meirihluti. Borgarbúar og borgarstarfsmenn eiga betra skilið.
Ég vil nýjar kosningar og það strax!
Lára Hanna Einarsdóttir, 13.8.2008 kl. 15:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.