Hráskinnaleikur!

SEm ég hef áður sagt og það oftar en einu sinni, þá eru þetta málalok, ef þetta eru það þá, sem ég hef gert ráð fyrir og vonast jafnframt eftir að hinn spænski Alonso yrði á fullu áfram án meiðsla, sem væri mjög mikilvægt!
En þetta ferli allt með Barry er mjög dapurlegt verð ég að segja og forráðamenn villa búnir að vera ansi furðulegir í sínum vinnubrögðum. Það mátti til dæmis skilja á framskvæmdastjóranum Martin O'Neil í sl. viku, að fresturinn væri útrunnin um komandi helgi er lið hans spilaði seinni leik í Intertotokeppninni. þar kom Barry inn á vegna meiðsla annars leikmanns, sem þýddi held ég þar með að honum væri ekki leyfilegt að spila með Liverpool í Meistaradeildinni í vetur ef hann færi þangað!?
Nú, í dag er svo slúðrað með að samningar heðfu náðst, en sem reyndist að þessu rangt og nú vegna einvhers annars frests sem runnin var út? Hvaða frestur það ætti að vera og hvers vegna, er erfitt að skilja, en eftir situr leikmaðurinn sem vildi fara og er nú held ég fjórum sinnum búin að heyra að félagið sem vill fá hann en er hafnað, með mjög svo sárt ennið og má þola að farið er með hann og hans vilja sem einskis verðan hlut!
Þetta sem endaleysuruglið fram og til baka með Ronaldo, er það leiðnlegasta sem fylgir nú fótboltanum og varpar óneitanlega dökkum skugga á hann ´þarna í Englandi og til Spanar.Peningahyggjan og hennar kröfur ráða einfaldlega orðið allt of miklu!
mbl.is Barry verður um kyrrt hjá Aston Villa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband