Dýri Íri!

Ég hafði á svipuðum tíma fyrir ári, efasemdir um verðmæti Fernando Torres við komuna til Liverpool, vel rúmar 20 milljónir punda.
Það kemur ekki fram í þessari frétt mbl, en verðið á Keene er ansi hátt að sagt er og gæti farið enn hærra að uppfylltum skilyrðum.
Um 18 m. á strákurinn að kosta, sem gæti svo farið upp í um 20!
Ef rétt er, þá er þetta svipað eða meira en Aston Villa hefur viljað fyrir Gareth Barry, sem nú reyndar virðist alveg út úr myndinni að komi og ég svo sem átti ekki von á eftir EM, Alonso verði kyrr og muni standa sig fyllilega ef hann sleppur við þrálát meiðsl er hrjáðu hann sl. tímabil.
ég er því ekki viss í minni sök varðandi þessi kaup á Keene, en það er auðvitað hans að keða slíkt í kútinn.
Annars hafa menn á Anfield líklega meiri áhyggjur þessa stundina af stöðu hægri bakvarðar skilst manni, hinn svissneski SEgan nýkeypti glímir við erfið nárameiðsl, er virðast hafa tekið sig upp frá sl. ári og hinn trausti Alvaro Ardeloa ku víst eiga við einvher persónuleg vandamál að stríða og er kannski því á heimleið!
Ekki gott, þó vissulega sé Finnan þarna ennþá fyrir og Carragher geti auðvitað spilað þarna.
En semsagt nýr framherji að dýrari sortinni, sem aftur mun gera yngri og mjög efnilegum strákum erfiðara fyrir að komast í hópin, Nemeth hinum ungverska til dæmis.
mbl.is Keane búinn í læknisskoðun hjá Liverpool
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

of gamall og of dýr hann Keane, en fantagóður leikmaður, það sem vantar síða Turninn fór er góður skallamaður svo að kantmennirnir nýtist vel, hugsa það að LIVERPOOL lendi í því að vera of mikil markaþurð til að byrja með

Tryggvi Bjarnason (IP-tala skráð) 28.7.2008 kl. 15:16

2 Smámynd: Kristinn Halldór Einarsson

Keane er sjálfasagt að verða einn dýrasti leikmaður sögunnar, allt frá því að hann fór á stóran pening frá Wolves aðeins 16 eða 17 ára gamall, hefur hann með reglulegu millibili farið á milli klúbba fyrir haár upphæðir.  Ég gæti hins vegar trúað því að þetta gætu átt eftir að verða góð kaup fyrir Liverpool þar sem mig grunar að Torres og Keane muni geta orðið eitrað framherjapar og Liverpool vantar góðan framherja sem liggur aðeins aftar en fremsti maður.

Kristinn Halldór Einarsson, 29.7.2008 kl. 10:47

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Dýr er hann já, en aldurinn ekkert hár, 28 ár. Annað sem þú TB. spáir verður bara að koma í ljós, en ég dreg það í efa í ljósi reynslunnar.

TAkk fyrir góðar óskir Kristinn, vonandi verður þú samspár með þá og þá ekki hvað síst er þeir spila við M.U. haha!

Magnús Geir Guðmundsson, 29.7.2008 kl. 13:49

4 Smámynd: Kristinn Halldór Einarsson

Þetta voru ekki óskir Magnús!!!  Frekar svon spádómur, en ég get huggað mig við að vera lélegur spámaður :)

Kristinn Halldór Einarsson, 29.7.2008 kl. 15:22

5 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hehehe Kristinn, gat nú ekki stillt mig um að orða þetta svona, en vi sjáum bara hvað setur, stutt í að tímabilið hefjist!

Magnús Geir Guðmundsson, 29.7.2008 kl. 16:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband