25.7.2008 | 21:18
Árni Johnsen, framboð og eftirspurn!
Á undanförnum vikum hef ég oftar en einu sinni verið að velta því fyrir mér sem felst í fyrirsögninni hér að ofan. Og ekki að ástæðulausu, því ekki aðeins hefur Árni sjálfur farið hamförum í hverri blaðagreininni á fætur annari í að því er virðist endalausri viðleitni sinni að fanga sviðsljósið, með meðal annars frekar óvandaðari gagnrýni á bubba Morthens og björk Guðmundsdóttur heldur hafa fjölmiðlar, starfsmenn þeirra, að einvherjum ókunnum ástæðum stígið dansinn við karlinn og fengið hann í viðtal eftir viðtal! Meðal annars vegna þessara ritdeila við B & B, en líka að einvherjum öðrum ástæðum, sem mér eru alveg fullkomlega á huldu! Til dæmis eyddi sá ástsæli útvarpsmaður til tuga ára, Jónas Jonasson, heilum FJÓRUM þáttum í að ræða við mannin, sem mig minnir þó glögglega, að hafi allavega einu sinni áður verið hjá honum í þáttunum Kvöldgestir, þó fyrir allnokkrum árum væri! ER svona virkilega mikil eftirspurn eftir Árna frá þorra almennings, eftir allt sem gekk á með hann og hans grófu misgjörðir? Svo ég svari bara sjálfum mér, þá hef ég bara alls ekki orðið var við það, heldur þvert á móti og það veit sá sem allt veit, að eftir til dæmis heldur snautlega útkomu í ritdeilu sinni við Björk, sem svaraði honum í senn afskaplega fast og vel, en jafnframt mjög kurteislega, þá hefur nú vegsauki Eyjamannsins heldur ekki batnað í þá átt. Nú síðast í vikunni berast svo þau STÓRTÍÐINDI að ÁRni sé nei sko ekki að baki dottin í athyglisbröltinu, nei, nú skal bara stefna sjálfri blaðadrottningunni á Mogganum Agnesi Bragadóttur, , (og örugglega gömlum samstarfsmanni Árna þar líka) fyrir eitthvað sem á að heita vond orð í hans garð, en lúta að þþví er virðist bara að misgjörðum hans, er hann svo dæmdur var fyrir í hæstarétti! Árna er sem öðrum auðvitað frjálst að tjá sig og sínar skoðanir, en mín vegna mætti alveg setja á hann kvóta hjá blöðunum og í ótímabundið frí frá ljósvakaviðtölum. Annars vildi ég fá rökstuðning fyrir því, hvers vegna hinir síðarnefndu sérstaklega, hafa verið að eltast svo mikið við mannin, hvar sé fundin út þessi eftirspurn frá þjóðinni, sem svo orsakar öll þessi viðtöl við hann!?
Um bloggið
Pælt um heima og geima
Eldri færslur
- Desember 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Janúar 2013
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Bloggvinir
- Jens Guð
- arnar valgeirsson
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Big Fats Slim
- Blúshátíð í Reykjavík
- Brynjar Davíðsson
- Einar Bragi Bragason.
- Eva Benjamínsdóttir
- Eygló
- Gulli litli
- Heiða Þórðar
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Hildur Sif Thorarensen
- Hlynur Hallsson
- Hólmdís Hjartardóttir
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristinn Halldór Einarsson
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Oddur Helgi Halldórsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Rannveig H
- Sema Erla Serdar
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sjónstöð Íslands
- Solla Guðjóns
- Steingrímur Helgason
- Svala Jónsdóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Vefritid
- Víðir Benediktsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Árni á marga greiða inni hjá mörgu fólki. Ekki að ósekju að hann er kallaður fyrirgreiðslupólitíkus. Nú finnst honum rétti tíminn að kalla inn nokkra markera og fær því þá umfjöllun sem honum þóknast. Takk fyrir....
Svanur Gísli Þorkelsson, 25.7.2008 kl. 21:32
Sæll SVanur Gísli og þakka þér sömuleiðis!
Nú veit ég ekkert um hverjir skulda ÁJ persónulega eða hvað þá. Hitt veit ég, að inni hjá þjóðinni á hann ekkert og ég held að svona meginþorri hennar láti sér fátt um finnast og hafi engan áhuga á að hafa hann sí og æ fyrir augum sér.
Magnús Geir Guðmundsson, 25.7.2008 kl. 21:40
Hann skuldar þjóðinni að læra þriðja gripið !
Steingrímur Helgason, 26.7.2008 kl. 00:18
EF ekki bara það fjórða líka!
Værir þú ekki til í að taka hann í tíma Steingrímur minn?
Magnús Geir Guðmundsson, 26.7.2008 kl. 01:42
Hahahaha Árni og eftirspurnin ? góð spurning.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.7.2008 kl. 10:31
Hann skuldar þjóðinni þögn, og hann ætti að fara að ráðum Agnesar og halda kj.....
en.. svo er Agnes annað munnslys, sem ég fer ekki nánar út í hér.
Er svo hrædd við kjéddlinguna
Jenný Anna Baldursdóttir, 26.7.2008 kl. 11:11
Það er nákvæmlega engin eftirspurn eftir Árna hjá þjóðinni. Fjölmiðlar ættu að snúa sér að einhverju þarfara.
Lára Hanna Einarsdóttir, 26.7.2008 kl. 15:29
Þakka ykkur innlitið kjarnakvinnur,þó misglaðar séuð Held nú að alveg óhætt sé að segja að minnsta kosti um Agnesi, að hún sé með munninn fyrir neðan nefið og kannski má líka segja um þeirra viskipti núna að "þar hafi skrattin hitt ömmu sína"!?
Magnús Geir Guðmundsson, 26.7.2008 kl. 15:32
Hóhó, skýst ekki inn til mín þriðja kjarnakvinnan rétt á meðan ég er að ávarpa hinar tvær!
Takk sömuleiðis, þetta er nú í góðum (tja kannski þriggja frekar en tveggja gripa haha) takti við það sem ég hugsa, mín kæra Lára Hanna!
Heyrði svo aðeins í þér í útvarpinu í morgun,stóðst þig auðvitað vel með djúpu röddina góðu, en á eftir að hlusta betur!
Magnús Geir Guðmundsson, 26.7.2008 kl. 15:39
Að eiga inni hjá þjóðinni, hver er svo vel settur í dag? Jú kannski þeir sem hafa ofborgað skattana sína, gamlir sjómenn sem aldrei fengu greitt fyrir að koma þjóðarfleyinu á flot eða konurnar þeirra sem bjuggu til eigið velferðakerfi með samskotum og kvenfélögum um allt land.
Ég held að hvorki Árni né fjölmiðlagosarnir sem fá hann í viðtal haldi að hann eigi það skilið. Hann á bara inni greiða hjá þeim. Kannski var það lundi, kannski var það góðar móttökur síðast þegar þeir komu til eyja, kannski var það ábending um tækifæri til að þjarma að einhverjum í pólitíkinni, eða kannski gamlir vinnufélagar eins og Agnes Braga, hver veit.
Svanur Gísli Þorkelsson, 26.7.2008 kl. 15:48
Þú ferð nokkuð vel í þetta SVanur Gísli og það er jú kannski rannsóknarefni út af fyrir sig hvort og þá hverjir eiga í raun og sann eitthvað inni hjá þjóðinni!? Sjálfur geri ég reyndar ráð fyrir að eiga nokkrar krónur inni, en kannski ekki endilega hjá þjóðinni sem slíkri, heldur hjá þeim er passa ríkiskassan og sjá um að innheimta "Keisarans skatt".Vika í álagningarseðlana, eins og þú veist sjálfsagt enn þótt eigi búir lengur á landinu.En hvað ÁJ varðar getur þetta í einvherju verið rétt hjá þér, en veit ekkert um það sem fyrr sagði, en rétt er það hjá þér að fyrirgreiðslupólitíkus flokkaðist karlinn sannarlega og fór held ég ekki dult með það heldur. Sannist það hins vegar sem þú segir, að einvherjir af þessum fjölmiðlamönnum er við hann hafa rætt að undanförnu, séu að "gera upp gamlar skuldir" eða "jafna greiða", þá teljast þeir nú blessaðir í´vondum málum!
Magnús Geir Guðmundsson, 26.7.2008 kl. 17:04
Sæll Magnús. Ég heyrði í spyrjandanum fræga í viðtali fyrir nokkrum morgnum þar sem fjallað var um þættina hans "Kvöldgesti" og þar sagði hann að menn gætu sjálfir óskað eftir að fá að koma í viðtal og stundum væri bent á þá. Að Árni hafi verið í fjórum þáttum finnst mér ekki skrítið þar sem ég var sjálf í tveimur og fannst ég ekkert hafa að segja. Stundum finnst mér Agnes of dómhörð og finnst hún ætti stundum að halda .....æ nú verð ég eins og Jenný skíthrædd við kellinguna. hahah kveðja Kolla. ps. er eitthvað verið að setja út á vinnukonugripin. Þau hafa dugað mér í áratugi...
Kolbrún Stefánsdóttir, 26.7.2008 kl. 22:29
Ég var hjá Jónasi fyrir... tja, ætli það hafi ekki verið í ársbyrjun 1992. Fékk bara einn þátt. Kannski ég hnippi í hann og fái fjóra núna, ekki veitir af.
Er ég með djúpa rödd? Hef ekki þorað að hlusta sjálf ennþá. Herði upp hugann og dríf í því einhvern næstu daga.
Lára Hanna Einarsdóttir, 26.7.2008 kl. 23:35
Árni Johnsen er snillingur og uppáhalstónlistarmaðurinn minn og hann á alveg skilið að fá einnþátt til viðbótar hjá Jónasi ég er að hugsa um að benda á hann.
Ég er allavegana ekki búinn að fá nóg af honum og fæ vonandi aldrei
Bubbi J. (IP-tala skráð) 26.7.2008 kl. 23:53
Hahahahha, nú skellti ég svo rækilega upp úr af mínum gamla félaga bubba, að ég get ekki svarað stelpunum alveg strax haha, en ætlaðir þú ekki að birtast hér í dag Mr. B?
Magnús Geir Guðmundsson, 27.7.2008 kl. 00:15
Kolla mín Raufarhafnardís! Ertu semsagt aðs egja að Á J hafi haft eitthvað að segja sem hann hefur ekki sagt áður og þá meira en þú?
Útilokað!
En mér þykir merkilegt ef karlinn Jonas leyfir mönnum bara að bjóða sjálfum sér í þáttin, sem þó skýrir kannski ýmislegt!? Vissi nú annars að hægtr væri að benda honum á viðmælendur.
En við hvað hefur þú nú ekki gutlað, ég bara spyr og það nýjasta semsagt sem vér fréttum af eru blessuð vinnukonugripin! Held nú að hann STeing´rimur hafi nú af sinni einstöku smekkvísi og kímni, verið að beina spjótum sínum að hljóðfæraleikaranum sem slíkum en ekki gripunum frægu.
Mín kæra Lára Hanna!
Ef þú tekur til dæmis mið af stelpunujm í Kastljósinu, (sem ég hef nú annars ekkert slæmt um að segja, öðru nær) þá ertu nú ansi dýpri já svo dæmi sé tekið og raddsviðið meira hygg ég!En þú segir ekki, varst hjá Jðónasi já fyrir löngu!
Ættir já bara að heimta nýja þætti, ekki spurning, fengir minnsta kosti FIMM, karlinn stenst nefnilega ekki fagrar og gáfaðar konur!
Magnús Geir Guðmundsson, 27.7.2008 kl. 00:37
rás 2 í dag, þátturinn a-j. finnur hann á ruv.is og skrollar svona 75% áfram og þá fer trúbadorinn geðþekki að rífa kjaft. nokkur lög.
jebbs, þetta treður sér allsstaðar!!
arnar valgeirsson, 27.7.2008 kl. 01:46
Blessaður ARnar!
ER ekki alveg í stuði, enda mið nótt, en þú ert vonandi að meina lille bro frekar en ÁJ? Nema kannski báða? Verð að athuga þetta.
Magnús Geir Guðmundsson, 27.7.2008 kl. 04:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.