Má nú deila um þetta já!

Skemmtilegt sumardundur greinilega hjá götublaðinu!
En fyrir hönd Arsenalmanna, vil ég nú t.d. bara mótmæla að reyes sé þarna, var á köflum mjög heitur, skoraði mörg mjög falleg mörk og var á góðri leið undir handleiðslu Vengers að verða mjög fínn leikmaður. En hann sjálfur vildi fara og það ólmur til real Madrid og nú sér hann örugglega mikið eftir því, svipað og Amelka játaði ekki alls fyrir löngu, að hann hefði ekki átt að yfirgefa Arsenal! (og ganga til minnir mig liðs við sama félag og reyes, real Madrid!)
Sömuleiðis má já segja, að Cissé (Zisse) hafi í raun ekkert verið slæm kaup og hann oft verið fínn liðsmaður þó mörkin kæmu ekki á færibandi.og sem segir í fréttinni, var hans slæma fótbrot líka örlagaríkt fyrir hann. og svolítið bull að segja, að Liverpool hafi ekki frá því El Hagi var keyptur, ekki nælt í neinn góðan framherja þar til Torres kom. Crouch stóð sig mjög vel til að mynda og skoraði mikið og kannski mun sagan dæma það sem mikil mistök hjá Liverpool að hafa selt hann!?
Það væri reyndar ekki síður gaman að sjá lista með slíkri samantekt og þá ekki bara á framherjum.Venger karlinn hjá Arsenal vissulega mikill snillingur í að fá og ala upp unga stráka, en einnig mjög mikill klaufi er varðar að láta leikmenn fara, eða hefur allavega verið óheppin í þeim málum. David Bentley er dæmi sem strax kemur upp í hugan og Matthew Eupson varnarmaður annað. Man. Utd fannst David Healey írski N-írski strákurinn ekki nógu spennandi, (hefur kannski bara þorað að rífa kjaft við Mr. Ferguson?) hann hefur þó heldur betur spjarað sig og þá sérstaklega með landsliðinu og setti víst markamet í undankeppni EM!
Það eru helst markmenn myndi ég ætla sem Liverpool hafa losað sig við, en hafa svo heldur betur spjarað sig. Brad Friedel, er besta dæmið, hefur nú um árabil sennilegast verið einn albesti markvörðurinn í ensku deildinni. Saga David James er reyndar öllu snúnari, hann átti mjög góð ár framan af og var allavega einu sinni kjörin besti markvörður tímabilsins, en svona tvö síðustu árin dalaði hann mjög sökum spilafíknar m.a. svo fæstir áttu nú von á að nær áratug síðar eftir að hann yfirgaf félagið yrði hann ótvíræður markvörður Englands númer eitt!
En svona getur nú fótboltin verið margslungin.
mbl.is Verstu framherjakaup ensku úrvalsdeildarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Það sem þú ekki veist um fótbolta, maður! Og manst... 

Lára Hanna Einarsdóttir, 22.7.2008 kl. 20:09

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Seisei Lára mín, þetta er nú ekkert svo merkilegt, margur minnugari og spakari en ég!

Vissi og var líka mun áhugasamari hér áður fyrr, þó eitthvað sitji jú enn eftir.

Magnús Geir Guðmundsson, 22.7.2008 kl. 23:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband