19.7.2008 | 21:31
"Bílahaf á bryggjunni"!?
Það er víst best strax í upphafi, að taka það fram, að í dag er 19. júlí, sólríkur dagur og fallegur um mestallt land, þjóðfélagið þ´ví í rólegheitagír og þannig lagag ekki beinlínis mesti annatíminn í fréttum. Það þarf þó að fylla fréttadálkana með einvherju og þótt sólin skíni og landinn reyni að n´jóta þess sem best, hefur ský sannarlega dregið fyrir sólu í hinu efnahagslega tilliti svo að margur er komin með kvíðahnút fyrir framtíðinni, þótt njóti nú sumarblíðunnar í augnablikinu! Á næstu vikum gætu nefnilega margir misst vinnuna að boðað er, fengið þau tíðindi jafnvel strax nú áður en sumri hallar og fríi lýkur, að þeim hafi verið sagt upp. En hvað sem því líður og hve mikið svartnætti er framundan, þá er nú ansi kúnstugt að lesa "frétt" sem þessa, sem er raunar engin slík, heldur frekar uppfyllingarefni á hásumri og raunar líka auglýsing fyrir fyrirtækið sem um er rætt! Forsvarsmaðurinn sem rætt er við, er nú ansi orðlipur verð ég að segja, talandi um "Bílahafið á bryggjunni" og að meint viðhorf bílasalans japanska sem fyrirtækið hans er umboðsaðili fyrir, að grynka á þessu "hafi" með því að samþykkja að umboðið lækki verðið um millu eða svo til að leiðrétta birgðastöðu, sé eitthvert tímamótainngrip í "þjóðfélagsvandamál"!? Þetta er auðvitað meiriháttar rugl og alveg makalaust að það eigi nú að heita svo, að sérstakur afsláttur í takmörkuðum mæli á einni bílategund sé til lausnar þjóðarvanda haha, það verður nú að segjast eins og er! Enn verra finnst mér nú samt, að Moggin sé að slá þessu "sölutrikki" bílaumboðsins upp sem mikilli frétt, þetta er bara viðleitni þess til að bregðast við samdrætti og ekkert svo sem við það að athuga í sjálfu sér nema þennan málflutning um inngrip í þjóðarerfiðleikana. Get alveg ímyndað mér núna að öll hin söluumboðin á bílum í landinu, hljóti að hugsa sitt ráð núna og síðan heimta viðlíka auglýsingu að ha´lfu Moggans! Hins vegar er það alveg á hreinu í mínum huga, að vandin í þjóðfélaginu nú er einmitt ekki minni kaup á bílum, heldur alveg öfugt, allt allt og margir og þá ekki hvað síst margt ungt fólk hefur hent sér út í skuldir á skuldir ofan í arfavitlausum bílakaupum, þar sem einmitt þessi 100% lán hafa spilað stóra rullu, sem og í fleiri fjárfestingum. 18 til 20 ára einstaklingur ætti að mínu mati aldrei að fá slík lán að mínu mati og í sem allra flestum tilvikum þar sem því væri komið við, ættu eigin peningar alltaf að vera sem mestur hluti af kaupverði í hlutum á borð við bifreiðar! Hluti vandans er líka eins og allir vita, að allt of markgir bílar eru á götunum, allt of margir eiga bíla vegna þessarar eyðsluendaleysu sem viðgengist hefur sl. árin. ég þarf svo ekket að tíunda margfeldisvandan sem skapast hefur af þessari of miklu bílaeign, er allt frá meiri mengun til fleiri óhappa o.s.frv. Landinn þarf því held ég á flestu öðru a halda en áframhaldandi bílakaupum og nú gerist það kannski í kjölfar hins stóra samdráttar, eldsneytishækkunar meðal annars.
Hættu við að senda bílana út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 21:32 | Facebook
Um bloggið
Pælt um heima og geima
Eldri færslur
- Desember 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Janúar 2013
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Bloggvinir
- Jens Guð
- arnar valgeirsson
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Big Fats Slim
- Blúshátíð í Reykjavík
- Brynjar Davíðsson
- Einar Bragi Bragason.
- Eva Benjamínsdóttir
- Eygló
- Gulli litli
- Heiða Þórðar
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Hildur Sif Thorarensen
- Hlynur Hallsson
- Hólmdís Hjartardóttir
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristinn Halldór Einarsson
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Oddur Helgi Halldórsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Rannveig H
- Sema Erla Serdar
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sjónstöð Íslands
- Solla Guðjóns
- Steingrímur Helgason
- Svala Jónsdóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Vefritid
- Víðir Benediktsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.