Ég er í GOLFGLEÐIVÍMU!

Jamm, þetta verður eflaust spennandi þarna á morgun á skoska mótinu, sýnt frá því á morgun á Sportinu.
Nemahvaðnemahvað já, að þessi dagur er svo sannarlega búin að vera yndislegur fyrir mig og fjölskyldumeðlimi marga hvað golfleik snertir, svo ég er eiginlega gráti nær af gleði!
Meistaramót Golfklúbbana hafa nefnilega staðið yfir mörg í vikunni m.a. hér í bænum fagra við Pollinn. Og maður lifandi, þrír ungir bróðursynir mínir gerðu sér lítið fyrir og sigruðu sína flokka!
Sá yngsti Kjartan Atli Ísleifsson tæplega 11 ára, gaf tóninn í fyrradag er hann sigraði í sínum barnaflokki sem kom mér á óvart en lofar góðu um enn einnn góðan kylfing í fjölskylsunni.
Næst var svo komið að hinum tæplega 15 ára Ísak Kristni Harðarsyni, sem heldur betur hefur tekið kipp upp á við og keppti nú í 2. flokki við hygg ég í flestum tilfellum mun eldri og reyndari menn og þar með talið tvo föðurbræður!
Lék hann á samtals 347 höggum keppnisdagana fjóra eða +63 og sigraði með tveggja högga mun!
Alveg framúrskarandi hjá drengnum, því þetta var örugglega fyrsta alvöru mótið hans hjá klúbbnum allavega í fullorðinsflokki.
SVo varð það LOKSINS LOKSINS að veruleika, að afrekskylfingurinn með stóru A allt frá árinu 2000 er hann var einungis 17 ára, Ingvar Karl HErmannsson, náði loks að innbyrða sinn fyrsta meistaratitil nú undir kvöld há klúbbnum, en ég hreinlega man ekki lengur hversu oft blessaður drengurinn hefur þurft að láta sér annað sætið lynda og þá oftar en ekki eftir baráttu við fyrrum félaga hjá klúbbnum Sigurpál Geir Sveinsson!
Ingvar Karl skráði sig eftirminnilega á spjöld íslenskrar golfsögu árið 2000 er hann ekki aðeins varð Íslands- og stigameistari unglinga 16 til 18 ára og útnefndur efnilegasti kylfingur landsins, heldur vann hann það mikla afrek að verða í öðru sæti á Landsmótinu í golfi sem einmitt fór fram hér á Jaðarsvelli.
Og ekki nóg með það heldur, svo merkilegt sem það var, í ofanálag var þetta afrek unga mannsins nefnilega sögulegt í meira lagi vegna þess að þetta mót var hans FYRSTA ALVÖRUMÓT Á VEGUM GOLFSAMBANDSINS Í FULLORÐINSFLOKKI!
Mér vitanlega er þetta alveg einstakt afrek og verður líkast til seint eða aldrei leikið eftir!

En Hahaha og hó, í dag tókst Ingvari karli semsagt að ná þessum árangri að vinna klúbbstitilinn og var sigurinn á endanum mjög öruggur!
Lék hann samtals á 300 höggum hringina fjóra, 76, 75, 76 og 73 og munaði þremur höggum á honum og næsta manni, ungum strák að nafni Hafþór Valgeirsson!

Elsku karlarnir mínir þrír, Kjartan Atli, Ísak Kristinn og Ingvar Karl.
Innilega til hamingju, "Frændi gamli" virkilega stoltur og hrærður af strákunum sínum!

Tvo bræðrasyni átti ég svo til viðbótar í mótinu, Baldvin Örn eldri bróður Ísaks og Elvar örn, yngri bróður Ingvars og kepptu þeir í 1. flokki, en náðu sér ekki á strik því miður og enduðu í kringum miðju.
Sem fyrr sagði, þátti ég svo tvo bræður í ofanálag í mótinu, Hermann Hrafn föður Ingvars karls og Elvars Arnar og Óskar Örn, sem attu kappi við Ísak í 2. flokknum. Hermann var í verðlaunabaráttunni eftir tvo hringi, en fataðist því miður flugið og Óskari gekk ekki sem skildi.
En Meistaramót G.A. 2008 verður semsagt lengi í minnum haft á mínum bæ, sem mikill ánægju- og gleðidagur!


mbl.is McDowell og Kahn jafnir fyrir lokadaginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Til hamingju með frændgarðinn Magnús. Þetta teljast líklega kostir hjá þér eða hvað Ertu ekki sjálfur golfari? kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 12.7.2008 kl. 22:34

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Heil og sæl Kolla og takk fyrir hamingjuóskirnar!

Svo vill reyndar til að ég var nú fyrstur í minni fjölskyldu að stíga fæti með kylfu í hönd á Jaðarsvöllin, fyrir góðum 20 árum. Hafði þá bara ekki nóga þolinmæði að æfa upphafshöggin, en var bara þokkalega glúrin við að "pútta"! (hef almennt gott fjarlægðarskyn t.d. sem er nú svo mikilvægt í þessari íþrótt!)

Ýmsar aðrar ástæður hafa svo komið í veg fyrir það í seinni tíð að ég tæki upp þráðin.

En er já sannarlega stoltur og glaður með frændgarðinn í dag.

SVo má það fljóta með, að bróðir nýja klúbbsmeistarans hefur nú til dæmis orðið Íslandsmeistari í sveitakeppni barna í eitt skipti og það hefur eldri systir unga 2. flokks meistarans líka orðið.Svona er þetta já aldeilis mikil golffjölskylda!

Magnús Geir Guðmundsson, 12.7.2008 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband