Íslenskar valkyrjur á vaðandi siglingu!

Maður er bara enn að meðtaka hverslags ævintýri þetta er með íslenska kvennalandsliðið í fótbolta, svona mitt í veislunni hjá körlunum í EM í Sviss og austurríki!
Þegar seinni leikurinn við Frakka 28. held ég september verður farin að nálgast, mun þó þessi stórkostlegi sannleikur örugglega fyrir fullt og fast vera komin inn!
Ætti svei mér bara að fara bráðlega að huga að hópferðum, örugglega einhver áhugi á og bölvað olíuverðið þá líka vonandi komið eitthvað niður svo dýrt fargjald gerði slíkt ekki ómögulegt.
Bara svo til lukku hin íslenska þjóð með þessar masserandi valkyrjur sem vonandi já láta ekkert stoppa sig í að brjóta blað í íslenskri knattspyrnusögu, komast í úrslitakeppnina á EM í Finnlandi 2009!
mbl.is Þetta var frábær frammistaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Og svo er bara að vona að Helguson komi til Nottingham!

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 26.6.2008 kl. 23:31

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Þú segir nokkuð, mín elskulega, rak augun í þetta í dag. En ætli Dalvíkingurinn knái vilji fara niður um deild, bara búin að vera í eitt ár hjá Bolton og mikið meiddur?

Það er nú spurningin?

Magnús Geir Guðmundsson, 26.6.2008 kl. 23:53

3 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Ég veit það ekki, eru ekki flestir falir fyrir rétt verð?

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 27.6.2008 kl. 00:13

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Jújú, svo er allavega sagt.

Hvað þyrfti ég að borga mikið fyrir að fá þig!?

Magnús Geir Guðmundsson, 27.6.2008 kl. 00:36

5 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Það er nú bara einn af þeim ótalmörgu furðulegu hlutum með mig, elskan mín; ég er ekki föl fyrir neitt. Sem sýnir bara sannindin um undantekninguna sem sannar regluna.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 27.6.2008 kl. 01:47

6 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Æ, ég sem var farin að hugsa mér gott til glóðarinnar, fá þig í uppvask og eldamennsku, vísnahjal og vinahót og vitaskuld sitthvað fleira!

Magnús Geir Guðmundsson, 27.6.2008 kl. 07:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband