Aulagrín!

Einkum og alveg sérstaklega í ljósi þess að forsvarsmanni tiltækisins og VAntrúar, finnst þetta sjálfum svo fyndið!
Og auðvitað liggur þorri landsmanna í hláturskasti yfir þessu eðalgríni líka, eða hvað?
Í minni sveit hafa þeir menn sem sí og æ hafa haft þörf fyrir að koma eigin gríni á framfæri, sagt brandara í bunum, en hlegið svo sjálfir hæst ef þeir hafa þá ekki bara verið einir um það, ekki þótt merkilegir peningar og svo er nú einnig um þetta tiltæki!
Auðvitað bara til þess gert auðvitað að vekja athygli á sjálfum sér, en fyndið er þetta nú ekki!
Hins vegar hef ég almennt skilning á ýmsu sem aðrir trúarhópar en sem tilheyra kristni eða sem ekki eru í þjóðkirkjunni, hafa sett fram varðandi yfirgang í skólum og fleira slíkt, sem og að ég er yfir höfuð mótfallin og hef andúð á öllu ofstæki og "HIðeinasannaog rétta" áráttu, sem einkennir svo margan "Frelsaðan" eða "Sanntrúaðan" manninn!
Vonandi nær hin nýja vitundarvakning sem virðist nú öðlast meiri hylli, í þá átt að finna málamiðlun til sátta milli trúarbragða , svo framtíð heimsins verði bjartari, fljótt svo mikilli útbreiðslu, að einn góðan veðurdag muni fólk hætta þessum átökum, yðki bara sína trú af hógværð og láti aðra sem aðhyllast annað bara í friði!
mbl.is Svarthöfði á vegum félagsmanna í Vantrú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Hallsson

Sæll Magnús, mér finnst þetta drepfyndið!)

Sammála þér með hógværðina.

Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 11.6.2008 kl. 12:45

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Mér fannst þetta afskaplega kómískt og skemmtilegt uppátæki.  En ég er svo snúin, ég hlæ að öllum fjandanum.

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.6.2008 kl. 13:01

3 identicon

Þetta er snilld og ekkert annað

DoctorE (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 13:23

4 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Þótt þetta sé kannski fyndið og sniðugt er þetta samt vanþroskaður húmor hjá Vantrú.

Emil Hannes Valgeirsson, 11.6.2008 kl. 13:32

5 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Fyndið já, en hvað var svona fyndið og sjallt við þetta?

Að sjá það gerast, ar þetta kannski einhver vanur grínari með svarta grímu, sem hafði uppi leikræna tilburði?

VAr þetta svo fyndið sjónrænt, svona eins og mörgum finnst þegar einhver "Hans Klaufi" rennur á afturendan?

Magnús Geir Guðmundsson, 11.6.2008 kl. 13:42

6 identicon

Mér finnst þetta ótrúlega fyndið og frábært tækifæri sem vantrú.is veitir kirkjunni, sbr. þessi færsla

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 14:16

7 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Já einmitt Carlos, en hvað vars vona fyndið?

En málið er nú ekki alveg svona einfalt, táknmend Svarthöfða er nú öllu viðameiri en sem nær bara til sögupersonu George Lucas.

Magnús Geir Guðmundsson, 11.6.2008 kl. 14:48

8 identicon

Ef madur utskyrir fyndni haettir hun ad vera spaugileg ... en thad er eitthvad fyndid vid ad sja skrudgongu karla i svortum kjolum, nokkra i litklaedum, einnig i kjolum og svo einhvern fremstan med plastsverd! Og ja, Svarthofdi er dypri en sogupersona Lucas, en i medferd Lucasar er hann daemi um tynda soninn sem snyr aftur. Fyndid vaeri t.d. ef prestar gerdu eins og eg sting upp a i grein minni og sneru vorn i sokn, sem their gera traudla, ef eg thekki kollega mina og biskup rett.

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 15:40

9 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Bað ekki um nána skýringu, heldur bara hvað gerði tiltækið fyndið.Semsagt myndin ein og sér í þínu tilfelli.

Magnús Geir Guðmundsson, 11.6.2008 kl. 17:42

10 Smámynd: Steingrímur Helgason

Sammála þér Magnús með 'dimmiteríngarhúmor' þennann, þó svo að mínu kristlínga hörundsára bezzerwizzerskinni sviði nú ekkert persónulega yfir gjörníngi þessum heldur.

Steingrímur Helgason, 12.6.2008 kl. 00:01

11 identicon

Þetta kom skemmtilega út og ég hló eins og fífl... þú hefðir örugglega hlegið ef þú hefðir séð þetta. Og prestarnir eru ekki síður fyndnir í sínum kjánalegu hempum...

Bubbi J. (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 00:12

12 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hehe STeingrímur, særði mig nú ekki beinlínis heldur, en engu að síður smekklaust burtséð frá sjónrænu skemmtigildi!

Bubbi minn, hempurnar eru nú þá orðnar "gamalt grín"! En ég er og var fyrst og síðast að hugsa um tilgang uppá tækisins og hann sem og það sem slíkt er bara ekki fyndið í mínum huga!

Magnús Geir Guðmundsson, 12.6.2008 kl. 01:02

13 identicon

það hafa ekki allir húmor og það er bara allt í lagi með það.

Bubbi J. (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 09:20

14 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Og þinn gamli hérna er einn af þeim ekki satt, haha!?

En ég er einfaldlega VANTRÚAÐUR á að tilgangurinn sem helgaði meðalið hafi einn og sér snúist um húmor, miklu frekar allt annað.

Magnús Geir Guðmundsson, 12.6.2008 kl. 11:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband