"Önnur hlið á sama pening"!

Já, þetta er enn ein útgáfan af svæsinni svikamyllu, til að hafa fé af saklausum netverjum.
Hins vegar skil ég ekki alveg hví sérstök ástæða er til að vara við þessu og gera úr vþí frétt, því ég held nú að meginþorri þeirra sem á annað borð fá þennan póst eigi nú þrátt fyrir Barnahjálp sameinuðu þjóðana, að átta sig á að ekki er allt með feldu. Fregnir af skyndilegri fuglaflensu ættu auk þess að hafa borist eftir öðrum leiðum en einvherjum tölvupósti, það segir sig nú sjálft.
Góð þumalputtaregla er annarrs, að opna helst og þá ekki einu sinni textasvæðið, í skeytum sem maður þekkir ekki. EF ég ætti að taka mark á skeyti sem þessu, þyrfti það að vera merkt einhverjum ákveðnum starfsmanni sem ég þekkti fyrir, til dæmis vegna þess að ég styrkti eitthvert ákveðið starf sem hann ynni við.
En sem ég segi, ef einhver ókunn skeyti á annað borð sleppa í gegnum nálarauga netsíunnar, þá er því bara eytt samstundis og forvitni ei látin ráða!
mbl.is Varað við tölvupósti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er alltaf ástæða til að vara við þessu. Heimurinn er alltaf jafn fullur af fólki sem er hreinlega ekki með á nótunum og annar í flestar ef ekki allar gildrur sem á veginum verða. Því miður. En dæmin sanna svo að ekki verður um villst að svona er þetta. Og þrátt fyrir þessar aðvaranir, sem hér komu í fréttunum, spái ég því að eitthvert gáfnaljósið muni ganga í nákvæmlega þessa gildru og láta hafa af sér stórfé.

sleggjudómarinn (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 16:46

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Óttalegt vantraust er þetta "Sleggjudómari"!

En fyrst það skiptir engu að aðvara, hví þá ekki bara að sleppa því?

Magnús Geir Guðmundsson, 21.5.2008 kl. 18:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband