9.5.2008 | 11:15
Ótrúlegt en satt!
Oft eru nú fyrirsagnirnar hérna á mbl.is skemmtilegar og þetta er ein, þó hljómi nú svolítið á skjön.
Í mínu ungdæmi voru símalandi börn í góðlátlegum tóni oft kölluð bullukallar auk þess sem almennt er þetta góða og samsetta orð notað um einhvern sem mælir lítt gáfulega.
Um misheppnaða innbrotsþjófa hins vegar ekki svo ég muni, en þetta gefur nú skemmtilegt tilefni til öfugmælaleikfimi!
Á sveimi áðan sá ég lúðu,
sú fór yfir hratt.
Og bullukoll að brjóta rúðu,
besti vinur, mér já trúðu.
Alveg segi satt!
Annars hef ég ekki gert mjög mikið af því að klambra aman öfugmælavísum, en er ansi skemmtilegt þegar vel tekst til.
Annars finnst mér "nýjasta dellan í bænum" einnig með ólíkindum, þ.e.þessi yfirlýsingaútsendingagleði í allar áttir!
Borgarfulltrúar, bílaumboð, borgarskrifstofustarfsmenn, fréttastofa sjónvarps, hinir og þessir og -guðmávitaekkihverjir- hella þessu YFIR já, svo varla er neitt annað í fréttum!
Spurning að gefa sjálfur út eina stóra yfirlýsingu um að lýsa frati á þennan fjanda?
Og nú er ég eiginlega búin að því!
Bullukollur braut rúðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Pælt um heima og geima
Eldri færslur
- Desember 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Janúar 2013
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Bloggvinir
- Jens Guð
- arnar valgeirsson
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Big Fats Slim
- Blúshátíð í Reykjavík
- Brynjar Davíðsson
- Einar Bragi Bragason.
- Eva Benjamínsdóttir
- Eygló
- Gulli litli
- Heiða Þórðar
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Hildur Sif Thorarensen
- Hlynur Hallsson
- Hólmdís Hjartardóttir
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristinn Halldór Einarsson
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Oddur Helgi Halldórsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Rannveig H
- Sema Erla Serdar
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sjónstöð Íslands
- Solla Guðjóns
- Steingrímur Helgason
- Svala Jónsdóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Vefritid
- Víðir Benediktsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 218209
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ótrúlegt að tala svona, mér finnst lögreglan setja niður með svona ummælum. Vísan er góð.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.5.2008 kl. 12:20
Kærar þakkir mín sköruglega vestfjarðavalkyrja!
Eins gott að "löggi litli" sem í hlut á, verði ekki á vegi þínum haha!
En ég reyni að taka þessu létt.
Magnús Geir Guðmundsson, 9.5.2008 kl. 12:45
jamm, lýsum frati á allt heila klabbið.
takk fyrir innlitið, set plötur í dop dösin eða eitt til tólf inn fljótlega. lofa því að ekki verða allir sammála....
arnar valgeirsson, 11.5.2008 kl. 22:14
Takk sömuleiðis Arnar! Menn eru nú sjaldnast sammála um músík og bara allt gott um það að segja, svona rétt eins og fótboltann!
Magnús Geir Guðmundsson, 12.5.2008 kl. 21:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.