22.4.2008 | 15:33
Jú ritstjórn, en ekki ritskoðun!
Fylgdist nú með og tók örlítið þátt í þessari umræðu um helgina. EFnislega dæmi ég ekki þessa síðu SS, fór einungis að mig minnir einu sinni inn á hana og hugnaðist þá lítt það sem ég las, en finnst nú að það hafi ekki beinlínis Múhameð eða Islam verið umfjöllunarefnið í því tilviki. Hef þó séð ýmsar tilvitnanir af síðunni og þær sem og annað efni hennar hafa semsagt orði til þess að henni var lokað, efnið sé líkast til brot á lögum.
Umsjónarmenn Moggabloggsins og höfundur síðunnar hafa að vísu ekki alveg verið samstiga um framvinduna hvað varðar lokunina, en í kjölfarið fór þessi mikla umræða í gang þar sem hátt hefur verið hrópað ritskoðun, ritskoðun!
En auðvitað er ekki um lsíkt að ræða þegar það er jú á hreinu að lögfræðingur eiganda bloggsins hefur kveðið upp úr með að um að yfirgnæfandi líkur séu á lögbroti auk þess sem kvartanir og það víst síendurteknar benda til að reglur bloggsins hafi sem lsíkar verið brotnar um velsæmi og fyrirhyggju í skrifunum.
EF um alvöru ritskoðun hefði verið að ræða, eins og ég hef lært að skilja það hugtak, þá væri Mbl. með innra eftirlit sem fyrirfram kæmi í veg fyrir einhver ákveðin skrif, leyfði ekki einhver ákveðin umfjöllunarefni og jafnvel einstaka orðanotkun!
(um slíka alvöru ritskoðun má finna dæmi um í sögunni allt frá Sovietinu í austri til Amrikkunnar í vestri og allt þar á milli!)
SS birti öll sín skrif hins vegar án slíks eftirlits og þau hafa lesið og höfðu ótalmargir áður en gripið var í taumana og það sem ég vil kalla Ritstjórnarúrræðum beitt.
Forsvarsmaður bloggsins segir reyndar að þetta sé ekki heldur ritstýring og auðvitað stýrir hann og hans lið ekki skrifunum sem slíkum frá degi til dags, en þessi aðgerð sem og þær sem notaðar eru stundum við að rjúfa tengingu við fréttir, hljóta að teljast til ritstjórnar.
Svo nefndi líka hinn knái kappi og frændi minn Árni Matt. það líka þegar þeir rufu tengingu á sl. ári við eina smá grínfærslu hjá vinkonu minni Helgu Guðrúnu hinni kotrosknu í Bretlandi, sem var auðvitað létt rugl að gera, en sem slíkt var þetta jú ritstjórnaraðgerð, ekki ritskoðun!
Sjálfur lenti ég svo í því sama og var þó sárasaklaus, en vitandi um þetta vald sem og mig svipti þetta ekki nætursvefni, þá gerði ég engin læti út af því.
En auðvitað má deila um hvort bloggarar eigi ekki að fá rökstuðning þegar þeim finnst ómaklega að sér vegið, en það er nú efni í aðra pælingu.
En hérna í þessu mikla deilumáli finnst mér allavega ekki hægt að tala um ritskoðun.
Og smá vit á ég líka að hafa á þessu, var viðloðandi blaðamennsku og í tæpan áratug.
Umsjónarmenn Moggabloggsins og höfundur síðunnar hafa að vísu ekki alveg verið samstiga um framvinduna hvað varðar lokunina, en í kjölfarið fór þessi mikla umræða í gang þar sem hátt hefur verið hrópað ritskoðun, ritskoðun!
En auðvitað er ekki um lsíkt að ræða þegar það er jú á hreinu að lögfræðingur eiganda bloggsins hefur kveðið upp úr með að um að yfirgnæfandi líkur séu á lögbroti auk þess sem kvartanir og það víst síendurteknar benda til að reglur bloggsins hafi sem lsíkar verið brotnar um velsæmi og fyrirhyggju í skrifunum.
EF um alvöru ritskoðun hefði verið að ræða, eins og ég hef lært að skilja það hugtak, þá væri Mbl. með innra eftirlit sem fyrirfram kæmi í veg fyrir einhver ákveðin skrif, leyfði ekki einhver ákveðin umfjöllunarefni og jafnvel einstaka orðanotkun!
(um slíka alvöru ritskoðun má finna dæmi um í sögunni allt frá Sovietinu í austri til Amrikkunnar í vestri og allt þar á milli!)
SS birti öll sín skrif hins vegar án slíks eftirlits og þau hafa lesið og höfðu ótalmargir áður en gripið var í taumana og það sem ég vil kalla Ritstjórnarúrræðum beitt.
Forsvarsmaður bloggsins segir reyndar að þetta sé ekki heldur ritstýring og auðvitað stýrir hann og hans lið ekki skrifunum sem slíkum frá degi til dags, en þessi aðgerð sem og þær sem notaðar eru stundum við að rjúfa tengingu við fréttir, hljóta að teljast til ritstjórnar.
Svo nefndi líka hinn knái kappi og frændi minn Árni Matt. það líka þegar þeir rufu tengingu á sl. ári við eina smá grínfærslu hjá vinkonu minni Helgu Guðrúnu hinni kotrosknu í Bretlandi, sem var auðvitað létt rugl að gera, en sem slíkt var þetta jú ritstjórnaraðgerð, ekki ritskoðun!
Sjálfur lenti ég svo í því sama og var þó sárasaklaus, en vitandi um þetta vald sem og mig svipti þetta ekki nætursvefni, þá gerði ég engin læti út af því.
En auðvitað má deila um hvort bloggarar eigi ekki að fá rökstuðning þegar þeim finnst ómaklega að sér vegið, en það er nú efni í aðra pælingu.
En hérna í þessu mikla deilumáli finnst mér allavega ekki hægt að tala um ritskoðun.
Og smá vit á ég líka að hafa á þessu, var viðloðandi blaðamennsku og í tæpan áratug.
Óánægja með lokun umdeilds bloggs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Pælt um heima og geima
Eldri færslur
- Desember 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Janúar 2013
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Bloggvinir
- Jens Guð
- arnar valgeirsson
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Big Fats Slim
- Blúshátíð í Reykjavík
- Brynjar Davíðsson
- Einar Bragi Bragason.
- Eva Benjamínsdóttir
- Eygló
- Gulli litli
- Heiða Þórðar
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Hildur Sif Thorarensen
- Hlynur Hallsson
- Hólmdís Hjartardóttir
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristinn Halldór Einarsson
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Oddur Helgi Halldórsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Rannveig H
- Sema Erla Serdar
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sjónstöð Íslands
- Solla Guðjóns
- Steingrímur Helgason
- Svala Jónsdóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Vefritid
- Víðir Benediktsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er sammála þér og þetta setur þú vel og skilmerkilega fram.
Er ekki gaman að lifa þegar þú ert búinn að græða heilt ár?
Jenný Anna Baldursdóttir, 22.4.2008 kl. 17:36
Takk fyrir það Jenný hin mikla!
Æ, en veit nú ekki um gróðan, er nú lítill maður í þeim efnum þótt heita eigi nokkuð svo viðskiptalega menntaður!
Magnús Geir Guðmundsson, 22.4.2008 kl. 19:16
hví er þá blog.is að taka fram að það sem þú skrifir séu þínar skoðanir en endurspegli ekki skoðanir blog.is? hví eru þeir þá að skipta sér af? svo er það einungis byggt á áliti einhvers löffa útí bæ. ekki einu sinni dómsúrskurður. hvað ef löffinn er bara bjáni?
Brjánn Guðjónsson, 22.4.2008 kl. 21:43
'agæti Brjánn (sem ert líkast til frændi Júlla og Baldurs og Þráins, Guðjón faðir þinn bróðir þeirra?)
Þú hrapar nú líkast til að ályktunum minn kæri, þessi "lögfræðngur út í bæ" ku vera þeirra ráðgjafi og sérfræðingur í slíkum álitaefnum. Annars verður þú bara að spyrja forsvarsmenn bloggsins um þetta.
Þegar í þessu tilfelli Mbl. setur það í sínar aðgangsreglur að skoðanir bloggara endurspegli ekki skoðanir eigenda á nokkurn hátt, eru þeir einfalglega að gera bloggurum sem og lesendum það ljóst, að viðkomandi bloggarar beri beri SJÁLFIR ábyrgð á því sem þeir eru að skrifa já, ef Jóni eða Gunnu líkar ekki við skrifin verða þau að eiga það við viðkomandi bloggara.Hins vegar og þetta hefur nú komið skýrt fram, getur Mbl. ekki frýjað sig ábyrgð ef viðkomandi skoðanir hætta vera almenns eðlis og settar fram af rökfestu og sanngirni, en fara að snúast um meint og hispurslaust hatursmál og ærumeiðingar sem varða við lög og bent hefur verið á að nú þegar liggi fyrir dómar um!
Landslög og hætta á að verið sé að brjóta þau, vegur einfaldlega þyngra en almenn regla um að hin og þessi skoðun einstakra bloggara endurspegli ekki skoðun eigandans.
Vonandi skilur þú þetta Brjánn, Mogginn er örugglega ekki bara að gera það að gamni sínu að bregðast svona við. Og þú og aðrir verða svo að muna að eigendur blog.is eru ekki á neinn hátt skuldbundnir bloggurum, þetta er einfaldlega opin þjónusta sem er í boði fyrir meginþorra almennings, að uppfylltum skilyrðum.
Magnús Geir Guðmundsson, 23.4.2008 kl. 00:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.